Enski boltinn

Enski boltinn

Fréttir, myndbönd og tölfræði úr ensku deildinni.

Leikirnir





    Fréttamynd

    Segja Ron­aldo vera til sölu | Auba­mey­ang gæti leyst hann af hólmi

    Breska ríkisútvarpið heldur því fram að Cristiano Ronaldo gæti yfirgefið Manchester United áður en félagaskiptaglugginn lokar þann 1. september næstkomandi. Útvarpsstöðin TalkSport tekur í sama streng og segir leikmanninn vera til sölu. Þá greinir Sky Sports frá því að Man United gæti sótt Pierre-Emerick Aubameyang til að leysa hann af hólmi.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    „Þetta er hræðileg byrjun hjá Liverpool“

    Jamie Carragher, fyrrum leikmaður Liverpool og sérfræðingur hjá Sky Sports í Bretlandi, fer ekki í grafgötur með það að félagið er í erfiðri stöðu í ensku úrvalsdeildinni. Manchester City, sem hefur keppt við félagið um titilinn síðustu ár, er strax komið með fjögurra stiga forskot á þá rauðklæddu.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Díaz bjargaði stigi eftir rautt spjald Núñez

    Liverpool og Crystal Palace skildu jöfn, 1-1, í 2. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í kvöld. Liverpool spilaði síðasta hálftíma leiksins manni færri eftir að nýji maðurinn Darwin Núñez fékk beint rautt spjald.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Arteta: Aldrei upplifað annað eins

    Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, hrósaði stuðningsmönnum liðsins í hástert eftir 4-2 sigur Arsenal á Leicester í ensku úrvalsdeildinni í gær. Leikurinn var fyrsti leikur Arsenal á heimavelli á þessu leiktímabili.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    De Gea: Þetta var mér að kenna

    David De Gea, markvörður Manchester United, tekur tapið gegn Brentford í ensku úrvalsdeildinni í gær á sig og segir að hann hefði átt að gera mun betur í leiknum.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Jón Daði kom inná í jafntefli

    Jón Daði Böðvarsson spilaði um það bil hálftíma þegar lið hans, Bolton Wanderers, gerði markalaust jafntefli við Port Vale í ensku C-deildinni í fótbolta karla í dag. 

    Fótbolti