Formúla 1

Formúla 1

Fréttir af þekktasta kappakstri í heimi.

Fréttamynd

Vettel fremstur í sjöunda skipti á árinu

Þjóðverjinn Sebastian Vettel var fljótastur allra í ´timatökum á Búdapest brautinni í Ungverjalandi í dag. Hann varð á undan liðsfélaga sínum Mark Webber hjá Red Bull og þeir voru afgerandi fljótastir.

Formúla 1
Fréttamynd

Webber og Vettel lang fljótastir

Ástralinn Mark Webber á Red Bull var með besta tíma á lokaæfingu keppnisliða í Búdapest í morgun og varð tæplega hálfri sekúndu fljótari en Sebatian Vettel á samskonar bíl.

Formúla 1
Fréttamynd

Alonso stakk sér á milli Vettel og Webber

Spánverjinn Fernando Alonso náði að standa upp í hárinu á Sebatian Vettel og Mark Webber á seinni æfingu keppnisliða í Búdapest í dag. Hann varð tæpri hálfri sekúndu á eftir Vettel og Webber tæoum 9.9 á eftir Vettel.

Formúla 1
Fréttamynd

Alonso hugsar ekki um dómaramálið

Fernando Alonso segist ekki láta fjölmiðlaumræðuna um mótið á Hockenheim á dögunum trufla sig og hann og Ferrari verði að gæta þess að hufa hugann við verkefnið framundan. Liðið keppir á brautinni í Búdapest í Ungverjalandi um helgina.

Formúla 1
Fréttamynd

Meistarastjórinn segir bann við liðsskipunum óraunhæft

Ross Brawn sem gerði lið sitt að meisturum í fyrra og seldi síðan til Mercedes segir að bann við liðsskipunum sé óraunhæft. Mikið fjaðrafok varð um síðustu helgi þegar Ferrari var dæmt fyrir að beita liðsskipun og láta Felipe Massa hleypa Fernando Alonso framúr sér.

Formúla 1
Fréttamynd

Ecclestone meðmæltur liðsskipunum

Bernie Ecclestone sem stýrir mörgu varðandi Formúlu 1 mótshaldið og sjónvarpsútsendingar styður þá hugmynd að lið beiti liðsskipunum eins og Ferrari gerði um helgina, þegar Felipe Massa hleypti Fernando Alonso framúr sér til að hann ynni mótið og fengi fleiri stig.

Formúla 1
Fréttamynd

Schumacher styður atferli Ferrari, sem braut reglur FIA

Michael Schumacher hjá Mercedes hefur fullan skilning á aðgerðum Ferrari á Hockenheim brautinni í gær, þar sem Ferrari virtist láta Felipe Massa hleypa Fernando Alonso framúr sér. Trúlega til að hann fengi fleiri stig í stigamótinu, en hann hafði fleiri stig fyrir mótið.

Formúla 1
Fréttamynd

Háspenna á Hockenheim í dag

Það verður mikil spenna meðal Þjóðverja á Hockenheim brautinni í dag, þar sem landi þeirra Sebastian Vettel á Red Bull verður fremstur á ráslínu í þýska kappakstrinum á brautinni við Hockenheim.

Formúla 1
Fréttamynd

Vettel fljótastur á lokaæfingunni

Þjóðverjinn Sebastian Vettel á Red Bull var fljótastur allra ökumanna á lokaæfingu keppnisliða fyrir tímatökuna á Hockenheim brautinni í Þýskalandi morgun. Heillaði þannig heimamenn sem eru með sex ökumenn í mótinu um helgina.

Formúla 1
Fréttamynd

Alonso fljótari en Vettel í vígi Þjóðverja

Fernando Alonso ók hraðast allra um Formúlu 1 brautina í Hockenheim í Þýskalandi á seinni æfingu keppnisliða í dag. Hann varð þó aðeins 0.029 sekúndum á undan Sebastian Vettel á Red Bull, en Felipe Massa varð þriðji.

Formúla 1
Fréttamynd

Hamilton: Formúla 1 er eins og golf

Bretinn Lewis Hamilton hjá McLaren keyrðii harkalega útaf á fyrstu æfingu keppnisliða í morgun, en hann er í forystu í stigamóti ökumanna. Þó hann leiði mótið, segist hann ekki vera búinn að bóka sinn annan meistaratitil.

Formúla 1
Fréttamynd

Heimamaðurinn Sutil fremstur á Hockenheim

Þjóðverjinn Adrian Sutil á Force India var fljótastur á fyrstu æfingu keppnisliða á Hockenheim brautinni í Þýskalandi í morgun. Forystumaður stigamótsins, Lewis Hamilton stórskemmdi sinn bíl á æfingunni sem fór fram á blautri brautinni að sögn autosport.com.

Formúla 1
Fréttamynd

Webber sér ekki eftir ummælum

Ástralinn Mark Webber hjá Red Bull sagði í dag að hann sæi ekkert á eftir ummælum sínum eftir sigurinn á Silverstone á dögunum. Ummæli hans ollu miklu fjaðrafoki meðal fjölmiðlamanna, en ljóst þótti að hann var ósáttur við meferð Red Bull liðsins á sér. Webber keppir á Hockenheim brautinni um helgina.

Formúla 1
Fréttamynd

Rosberg stendur betur að vígi en Schumacher

Þjóðverjinn Nico Rosberg keppir á Hockenheim brautinni í Þýskalandi um helgina og ekur Mercedes, sem er heimamerki, þó bækistöðvar liðsins séu í Bretlandi. Honum og Michael Schumacher verður örugglega vel fagnað á heimavelli, en Rosberg er ofar landa sínum í stigamótinu.

Formúla 1
Fréttamynd

Massa ósáttur við eigin árangur

Felipe Massa keppir á Hockenheim brautinni í Þýskalandi um helgina með Ferrari, en hann er ekki sáttur við gang mála í mótum ársins. Massa er í áttunda sæti í stigamóti ökumanna og liðsfélagi hans Fernando Alonso er fimmti.

Formúla 1