Menning

Menning

Sviðslistir, bókmenntir, sagnfræði, tónlist, myndlist og aðrar listasýningar.

Fréttamynd

RAX: „Það er eins og kölski sé að horfa beint á okkur“

„Alltaf þegar ég er að fljúga þá er ég alltaf að leita að allskonar fígúrum, formum og andlitum. Ég bjóst nú reyndar ekki við því í Holuhrauni þegar ég fór þangað að sjá einhver andlit.“ Þetta segir Ragnar Axelson um reynslu sína þegar hann myndaði gosið í Holuhrauni árið 2014.

Menning
Fréttamynd

Loksins, loksins fá Sunnlendingar menningarsal

Sunnlendingar eru nú að fara að eignast sinn eigin menningarsal, sem hefur þó staðið fokheldur í 35 ár. Salurinn er í Hótel Selfossi og mun rúma um þrjú hundruð manns í sæti. Nú þegar er búið að tryggja tæplega 500 milljónir króna til að ljúka verkefninu.

Innlent
Fréttamynd

Föstudagsplaylisti Sigtryggs Bergs

Listamaðurinn Sigtryggur Berg Sigmarsson, sem hefur ekki lagt í að kaupa sér Spotify áskrift af ótta við að gefa þá efnislega miðla upp á bátinn, safnaði í lagalista úr fjarlægum afkimum veitunnar sænsku.

Tónlist
Fréttamynd

Tannlaus Eva Laufey grætur úr hlátri: „Ég kem bara inn til að laga tennurnar“

„Nú er Instagram aðeins að blekkja. Ég er núna búin að vera að setja inn myndir af tökunum, ofboðsleg skvís, ofboðsleg skvís!“ segir dagskrágerðarkonan Eva Laufey Kjaran í nýjust færslu sinni á Instagram. Eva situr við spegil, uppstríluð og fín þar sem hún er að gera sig tilbúna fyrir tökur á nýjasta þætti sínum Blindur Bakstur.

Lífið
Fréttamynd

85 prósent landsmanna töldu Skaupið gott

Áramótaskaupið 2020 var það besta sem sést hefur yfir síðasta áratug að mati landsmanna en 85 prósent þátttakenda í könnun MMR sögðu að þeim hafi þótt Áramótaskaupið mjög gott eða gott. Töldu 64 prósent svarenda Skaupið 2020 hafa verið mjög gott, 21 prósent sögðu það frekar gott, níu prósent bæði og, þrjú prósent frekar slakt og þrjú prósent mjög slakt.

Innlent
Fréttamynd

„Ég ætla ekki að svara þessari spurningu aftur“

Breska tónlistarkonan FKA Twigs segir að ekki eigi að spyrja þolendur heimilisofbeldis að því hvers vegna þeir hættu ekki fyrr í sambandi með ofbeldismanninum. Frekar eigi að spyrja þann sem beiti ofbeldi hvers vegna hann haldi manneskju í gíslingu með ofbeldi.

Erlent
Fréttamynd

Anna Rún hand­hafi Guð­mundu­verð­launanna 2021

Myndlistarkonan Anna Rún Tryggvadóttir hlaut í dag Guðmunduverðlaunin 2021 og einnar milljóna króna styrk úr Listasjóði Guðmundu. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri afhenti Önnu viðurkenninguna í Listasafni Reykjavíkur - Hafnarhúsi í dag en hún er veitt listakonum sem eru taldar skara fram úr á sínu sviði. 

Menning
Fréttamynd

Barb and Star go to Vista Del Mar: Gjörsamlega misheppnað frí

Kvikmyndin Barb and Star go to Vista Del Mar var frumsýnd í kvikmyndahúsum hérlendis fyrir viku síðan. Þar fara gamanleikkonurnar Kristen Wiig og Annie Mumolo með hlutverk tveggja miðaldra vinkvenna frá Miðvesturríkjum Bandaríkjanna sem fara í frí til Flórída og „hilarity ensues,“ eða þannig.

Gagnrýni
Fréttamynd

Pale Moon í beinni á Albumm Instagram

Íslensk/rússneska tvíeykið Pale Moon er skipað þeim Árna Guðjónssyni og Nataliu Sushchenko. Sveitin verður með tónleika í laugardaginn 20. febrúar klukkan 20 í beinni útsendingu á Instagram reikningi Albumm.is.

Albumm
Fréttamynd

„Umdeildasti körfuboltaþjálfari landsins“ og stelpurnar hans

Heimildarmyndin Hækkum rána, sem segir frá umdeildri vegferð stúlknaliðs ÍR undir stjórn þjálfarans Brynjars Karls Sigurðssonar, hefur vakið gríðarlega athygli síðustu daga. Viðbrögðin spanna fjölbreytt litróf skoðana en óhætt er að segja að aðferðir Brynjars séu umdeildar. Hér verður farið yfir fjölmiðlaumfjöllun um Brynjar og liðið undanfarin ár og skoðanaskipti síðustu daga gaumgæfð.

Innlent
Fréttamynd

Þreyttur á heimsku mannanna

Listamaðurinn Víðir Mýrmann Þrastarson var að gefa út plötuna Kveður norna kalda raust undir listamannsnafninu Sorg. Sagan á bakvið plötuna er stórmerkileg og kom hún til hans eins og þruma úr heiðskíru lofti en allir textarnir á plötunni voru hripaðir niður á þremur dögum.

Albumm
Fréttamynd

Kristín Avon heldur frumlega listasýningu

„Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á list og hef alltaf haft mikla þörf til að skapa eitthvað,“ segir samfélagsmiðlastjarnan Kristín Avon sem verður með listasýningu í bílakjallaranum við Borgarbókasafnið í Kringlunni á konudaginn.

Menning
Fréttamynd

Draumfarir skrifa í skýin

Draumfarir sendu á dögunum frá sér nýtt lag sem heitir Skrifað í skýin og er fáanlegt á öllum helstu streymisveitum.

Albumm
Fréttamynd

Nýútskrifaður læknir gerir samning við Sony Music

Tónlistarmaðurinn og læknirinn Victor Guðmundsson, betur þekktur sem Doctor Victor, og maðurinn á bakvið sumarsmellinn Sumargleðin, skrifaði nú á dögunum undir samning við Sony Music í Danmörku, en hann segir bjarta tíma framundan bæði í læknisfræðinni og tónlistinni.

Lífið
Fréttamynd

„Mikill listrænn metnaður var lagður í einstaka muni“

Um helgina opnaði á Hönnunarsafni Ísland sýningin Deiglumór, keramik úr íslenskum leir 1930 – 1970. Á sýningunni verður þetta frjóa tímabili í leirlistarsögunni rifjað upp. Ekki var haldin sérstök sýningaropnun en safnið er opið þriðjudaga til sunnudaga frá frá 12 til 17.

Menning
Fréttamynd

Sóli Hólm eins og Ronan Keating í þættinum Í kvöld er gigg

Gestir Ingó síðasta föstudagskvöld koma úr ólíkum áttum en eiga það þó sameiginlegt að vera miklar gleðisprengjur og stuðpinnar. Stórsöngvarinn Geir Ólafs, söngdívan Bryndís Ásmunds og skemmtikrafturinn Sóli Hólm heiðruðu gesti með nærveru sinni þetta kvöldið. 

Lífið
Fréttamynd

Bachelor-stjórnandi dregur sig í hlé í kjölfar gagnrýni

Chris Harrison, stjórnandi hinna vinsælu raunveruleikasjónvarpsþátta The Bachelor, hefur ákveðið að stíga tímabundið til hliðar. Ástæðan er sú að hann hefur verið harðlega gagnrýndur eftir að hann varði Rachael Kirkconnell, einn keppanda þáttanna, sem sökuð hefur verið um kyþáttafordóma.

Bíó og sjónvarp