Þrýstikannað Fólki finnst oft forvitnilegt að vita hvað öðrum finnst. Margir taka meira að segja afstöðu í málum út frá því hvað þeir halda að öðrum finnist. Það vill enginn kjósa flokk sem enginn kýs, og fáir vilja panta mat sem fáir panta. Menn leita í hjörðina. Fastir pennar 25. nóvember 2011 06:00
Trúverðugir valkostir? Víða um heim blása sterkir vindar. Það er almennt ekki að sjá að hægriflokkum hafi reynst sá stormur erfiðari en öðrum, svo að tækifærin eru til staðar. Í þessu ástandi þarf að stýra ríkisfjármálum af skynsemi og nísku. Um leið þarf að byggja upp atvinnulífið með öflugu einkaframtaki en þó vonandi ríkari af reynslu seinustu ára. Fastir pennar 18. nóvember 2011 13:30
Skemmtilegri leikskólar? Í hádegisfréttum RÚV 8. nóvember tjáði borgarfulltrúi meirihlutans í Reykjavík sig um þá stöðu sem blasir við í málefnum leikskóla borgarinnar. Fyrr um daginn birtist fréttatilkynning frá Reykjavíkurborg um að verið væri að kanna hvort fjárhagur borgarinnar leyfði inntöku barna sem fædd voru 2010 í áföngum. Í kvöldfréttum sjónvarps 9. nóvember heyrðist loks í borgarstjóra og varaformanni skóla- og frístundaráðs. Allt var þetta vel æft, samhæfð viðbrögð og endurómun fréttatilkynningarinnar sem birtist á vef Reykjavíkurborgar. Sem sagt, eitthvað af tölum og útreikningum og fyrirslátturinn að verið sé að taka við stærsta árgangi Íslandsögunnar og ekki sé til nægilegt fjármagn til að setja í leikskólana. Ekkert þeirra (og fréttatilkynningin ekki heldur) gat hins vegar svarað spurningunni sem brennur á fólki með sannfærandi hætti. Af hverju má ekki bjóða börnum þau leikskólapláss sem þó eru laus? Skoðun 12. nóvember 2011 10:30
Engin þöggun á leikskólum í Reykjavík Engin óvissa ríkir um leikskólana í Reykjavík. Þeir eru vel reknir og þar starfar frábært fagfólk sem hefur náð miklum árangri í starfi og veitir mjög góða þjónustu. Þessi misserin er stórátak í gangi í leikskólastarfi í Reykjavík. Skoðun 12. nóvember 2011 06:00
Skuldastaða Reykjanesbæjar Að undanförnu hafa verið að birtast greinar um slæma skuldastöðu Reykjanesbæjar. Skoðun 12. nóvember 2011 06:00
Hlegið að nöfnum fólks Úrskurðir mannanafnanefndar vekja jafnan athygli og kátínu almennings. Algengustu viðbrögð manna eru annaðhvort „Hvað er fólkið í þessari nefnd eiginlega að spá?“ eða „Hver gerir barni sínu þetta?“ Fyrri spurningin byggir á vanþekkingu, sú síðari er réttlæting eineltis. Fastir pennar 11. nóvember 2011 06:00
Betri bæi Óbyggðir landsins eru okkur dýrmætar og mikilvægt að huga vel að því hvernig um þær er gengið. Þetta hefur mönnum orðið æ ljósara og hefur megináhersla umhverfisverndar á Íslandi snúist um víðernið. Það er þó ekki síst við skipulagningu þéttbýlis sem ná má árangri í umhverfisvernd. Skynsamleg þróun bæja getur skipt sköpum. Skoðun 7. nóvember 2011 06:00
Hagsmunaráðuneyti Ríkisendurskoðun gerði fyrr á þessu ári úttekt á útvistun opinberra verkefna til Bændasamtakanna. Niðurstöðurnar voru þær að samtökunum væri falið opinbert vald meðan fjárhagslegt og faglegt eftirlit á eftirfylgni samninga við þau skorti. Einnig var mælst til að stjórnvöld söfnuðu sínum eigin tölfræðiupplýsingum um landbúnað í stað þess að reiða sig á gögn hagsmunasamtaka. Fastir pennar 4. nóvember 2011 06:00
Vanræksla stjórnvalda í forvarnamálum! Nú berast fréttir af því að við Íslendingar séum orðin næst feitasta þjóð heims! Þetta eru sorglegar fréttir, sérstaklega þar sem þessi þróun hefur verið fyrirséð í langan tíma. Í ljósi þess setti ég sem ráðherra heilbrigðismála forvarnir í forgang. Ég fékk til liðs við mig fólk með yfirburðaþekkingu á sviðinu; Dr. Ingu Dóru Sigfúsdóttur, sem nú starfar sem prófessor við Columbia háskóla í New York, og Héðin Unnsteinsson, sem starfað hafði að stefnumótun hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni um árabil. Byggt á nýjustu rannsóknum og í samráði við fjölmarga fagaðila á sviði forvarnamála, settu þau saman heildstæða stefnu sem tekur til hreyfingar, vímuvarna og geðverndar. Skoðun 2. nóvember 2011 06:00
Til varnar stjórnmálum Það er afar vinsælt nú um stundir að úthúða stjórnmálamönnum og stjórnmálaflokkum. Fyrir því er reyndar löng hefð, en síðustu misserin hefur andúðin náð áður óþekktum hæðum. Það er eins og búið sé að gefa skotleyfi á stjórnmálamenn og þeir virðast frekar varnarlausir. Sá siður hefur til að mynda fest sig í sessi að hrópa ókvæðisorð að íslenskum alþingismönnum á leið sinni úr Dómkirkjunni í Alþingishúsið og grýta í þá eggjum. Skoðun 2. nóvember 2011 06:00
Fastafylgi er ekki til Ég tók þátt í síðustu kosningabaráttu gegn Besta flokknum. Þegar hann mældist snemma vors með tvo menn inni í borgarstjórn þótti mér sem öðrum það fremur augljóst að Jón Gnarr væri að „toppa of snemma“. Síðan mældist hann með fjóra, þá hugsuðu menn að nú hlyti þetta að vera algjör toppur. Svo fór hann að mælast með hreinan meirihluta og þá þurfti að fara að gá betur hverjir væru eiginlega á þessum lista. Skoðun 28. október 2011 06:00
Hvernig eflum við græna hagkerfið Ísland getur orðið grænt hagkerfi með áherslu á hreina náttúru, sjálfbæran orkubúskap, nýsköpun og menntun til sjálfbærni. Það er framtíðarsýn nefndar Alþingis um eflingu græna hagkerfisins. Í þessari grein fjalla ég um nokkrar stefnuáherslur nefndarinnar og hvernig þær birtast í einstökum aðgerðum. Skoðun 26. október 2011 06:00
Betri Reykjavík fyrir fólkið Nú í vikunni opnaði Reykjavíkurborg vefinn betrireykjavik.is. Betri Reykjavík er byltingarkennd nýjung sem mun styrkja íbúalýðræði í Reykjavík svo um munar. Hér er á ferðinni stórkostlegur samráðsvettvangur. Á Betri Reykjavík mun fólk geta haft miklu meiri áhrif á umhverfi sitt, þjónustu og framkvæmdir í Reykjavík en verið hefur. Skoðun 22. október 2011 06:00
Máttlitlir siðferðisvitar Það hver verði biskup eftir ár er ekki mjög áhugaverð spurning. Það er heldur ekki það sem kirkjan ætti að hafa áhyggjur af eða við ættum að vera að spyrja okkur. Þess í stað ættum við að velta því fyrir okkur hvort þjóðkirkjan, eða önnur trúfélög, séu öfl sem mark er á takandi þegar kemur að því að vísa veginn í siðferðismálum. Trúleysingjanum finnst það ekki, en hver verður að fá að svara þessu fyrir sig. Fastir pennar 14. október 2011 06:00
Ísland verði grænt hagkerfi í fremstu röð Ísland getur skipað sér í fremstu röð á alþjóðavettvangi, sem grænt hagkerfi, með áherslu á hreina náttúru, sjálfbæran orkubúskap, nýsköpun og menntun til sjálfbærni. Þetta er framtíðarsýn þverpólitískrar nefndar með aðild allra þingflokka á Alþingi sem nú hefur skilað niðurstöðum sínum um eflingu græna hagkerfisins á Íslandi eftir tólf mánaða starf. Í skýrslunni kynnir nefndin stefnumið sem liggja til grundvallar 48 tillögum um aðgerðir til að örva þróun í átt til græns hagkerfis á Íslandi. Skoðun 13. október 2011 06:00
Óbyggðastefna Það er ekki langt til Patreksfjarðar, ekki ef farið er frá Patreksfirði. Jörðin er kúla. Allir staðir á yfirborðinu eru stutt frá sjálfum sér en mislangt frá öðrum. En þegar ein mikilvægasta tala sem notuð er til að lýsa bæjum er fjarlægð þeirra frá einhverjum öðrum bæ segir það sína sögu. Fastir pennar 7. október 2011 06:00
Er eitthvað að marka stefnuræðu forsætisráðherra? Í kvöld flytur Jóhanna Sigurðardóttir stefnuræðu sína. Flestir muna hvernig ástandið var á Austurvelli við sama tilefni fyrir ári síðan. Í ljósi fjöldamótmæla gat ríkisstjórnin ekki annað en brugðist við. Yfirlýsingar voru gefnar um að tekið yrði mynduglega á skuldum heimilanna. Skipuð var nefnd. Niðurstaðan var ekki almenn leiðrétting skulda heldur að búin yrðu til flókin, sértæk úrræði. Reynslan sýnir að fáir hafa getað nýtt sér úrræðin, þau hafa skilað litlu og að fólki er mismunað eftir því við hvaða banka eða lánastofnun það hefur viðskipti. Skoðun 3. október 2011 07:00
Þýskaland – blómstrandi landslag Á tímum þegar fjölmiðlar hræða okkur upp úr skónum með vondum fréttum af fjármálamörkuðum og yfirvofandi heimsendi er upplífgandi að fá góðar fréttir öðru hvoru. Skoðun 3. október 2011 07:00
Farðu heim, krakki Brottvísun kanadíska námsmannsins Jordan Chark er skömm fyrir íslensk stjórnvöld. Lýsing talsmanna Útlendingastofnunar á gildandi lögum er villandi og lögin sjálf löggjafanum og ráðamönnum til lítils sóma. Fastir pennar 30. september 2011 09:00
Er vændi auglýst í Fréttablaðinu? Yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar sagði í fréttum RÚV 28. september sl. að enginn vafi léki á því að vændi sé auglýst í smáauglýsingum Fréttablaðsins undir yfirskini nuddauglýsinga. Hann sagði jafnframt að í rannsókn væri hvort þarna væri um milligöngu vændis að ræða, og staðfesti síðar í viðtali að þar hefði hann átt við milligöngu Fréttablaðsins. Gera verður athugasemdir við þessi vinnubrögð af hálfu lögreglu, þar sem þessi ummæli mætti túlka sem ásakanir um refsiverð brot, þótt þær séu í þessu tilviki ekki vel rökstuddar. Í ljósi þessara ummæla er ástæða til að skýra stöðuna eins og hún snýr að útgáfufélagi Fréttablaðsins, 365 miðlum. Skoðun 30. september 2011 06:00
Betra fiskveiðistjórnunarkerfi til framtíðar Sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd Alþingis hefur verið með í umsagnarferli frumvarp til laga um stjórn fiskveiða sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra mælti fyrir á Alþingi sl. vor. Skoðun 30. september 2011 06:00
Skattastefna eða skammtímareddingar? Nú styttist í birtingu fjárlaga fyrir árið 2012. Tekjuhlið fjárlaga hefur tekið mjög miklum breytingum á síðustu þremur árum. Vissulega lá ljóst fyrir eftir bankahrun að ná þyrfti tökum á ríkisfjármálum og að auka þyrfti tekjuöflun ríkissjóðs samfara því. Á því tel ég að ríki nokkuð góður skilningur meðal einstaklinga og fyrirtækja. Skoðun 29. september 2011 06:00
Skamm fórnarlömb Konur eiga að geta verið einar á ferli eftir myrkur í druslulegum fötum. Börn eiga að geta leikið sér með bolta nálægt umferðargötum. Fólk á að geta skilið reiðhjólin sín eftir ólæst þegar það skýst í búð. Eldra fólk á að geta farið í göngutúr án þess að eiga það á hættu á að verða fyrir bíl. Þannig ætti þetta að vera. Fastir pennar 23. september 2011 06:00
Útvarpsreglur í netheimi Eitt sinn voru jarðir manna taldar ná óendanlega langt upp og niður, frá himnum til heljar. Trjágrein sem óx inn á lóð mátti jarðeigandi höggva. Það sem hann gróf úr jörðu innan lóðarmarka mátti hann eiga. Fastir pennar 16. september 2011 06:00
Kostnaðarsamur leki fyrir þjóðina Í Fréttablaðinu mánudaginn 12. september fjallar einn af blaðamönnum blaðsins (innanbúðarmaður úr VG) um fangelsismál. Þar nýtur blaðamaðurinn tengsla sinna við ráðherra fangelsismála og birtir upplýsingar um yfirlýstan kostnað vegna uppbyggingar nýs fangelsi á Hólmsheiði í samanburði við viðbyggingu á Litla-Hrauni. Jafnframt klippir blaðamaðurinn inn í frétt sína stöku setningar einstakra þingmanna (þ.m.t. undirritaðs) úr umræðu um fangelsismál. Þetta gerir blaðamaðurinn án þess að hafa á nokkrum tíma borið þessar upplýsingar undir þingmennina. Skoðun 15. september 2011 06:00
Skýrt hlutverk Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, virðist hafa sérkennilegan skilning á hlutverki borgarstjóra og embætti borgarritara sem auglýst var nú um helgina. Mér finnst rétt að leiðrétta þennan misskilning. Skoðun 13. september 2011 10:41
Allt verður gott í áfanga 2 Landspítalasvæðið og raunar borgin öll eru full af óbyggðum seinni tíma áföngum. Sjálf aðalbyggingin er einungis fyrsti áfangi í húsasamstæðu sem öll átti að vera í sama stíl. Húsgaflinn á Læknagarði ber það með sér að menn hafi bara tekið sér pásu, og ætli að klára á eftir. Vestan Suðurgötu stóð svo í mörg ár steyptur grunnur að óbyggðu húsi Verkfræði- og raunvísindadeilda, uns möl var sturtað yfir hann og hann þannig nýttur undir bílastæði. Fastir pennar 9. september 2011 06:00
Tilboð í nafla alheimsins Það kemur margt gott frá útlöndum. Ég er til dæmis þakklátur fyrir að hafa IKEA á Íslandi, mér finnst leiðinlegt að McDonald's hafi farið, ég vona að Bauhaus opni einn daginn og mig dreymir um H&M-búð á ofanverðum Laugaveginum. Ég myndi fátt vilja frekar en að hingað kæmu fleiri vondar erlendar keðjur til að græða á Íslendingum. Þeir sem verslað hafa beggja vegna hafsins, og víðar, vita að þar er oft gaman að láta græða á sér. Fastir pennar 2. september 2011 06:00
Hagsmunir okkar allra Heildarendurskoðun á stjórn laga um fiskveiðar stendur nú yfir og hefur frumvarpið sem lagt var fram í vor verið í umsagnarferli. Nú mun sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd skila frá sér áliti ásamt umsögnunum til ráðherra en ekki kalla til umsagnaraðila á septemberþingi að ósk stjórnarandstöðunnar við þinglok í vor. Mikil gagnrýni hefur komið fram á frumvarpið af hálfu margra hagsmunaaðila og telja menn því helst til foráttu að framsal sé bannað og veðsetning aflaheimilda ekki leyfð og þar með sé komið í veg fyrir enn meiri hagræðingu í fækkun skipa og vinnslustöðva um landið, einnig að nýtingarsamningar séu til of skamms tíma þ.e. allt að 23 ár. Skoðun 31. ágúst 2011 06:00
Of rangt til hægri Hafa Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn færst lengra til hægri á undanförnum mánuðum? Það fer dálítið eftir því hvaða skilning menn leggja í hægri. Skilji menn hægri sem dálæti á hinu þekkta og liðna ásamt efasemdum um ágæti þess nýja og óþekkta þá er svarið já. Skoðun 26. ágúst 2011 06:00
Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun