Spánn Uppselt í fjölmargar sólarlandaferðir Mikil aðsókn er í ferðir til sólarlanda um jólin. Þar standa hæst ferðir til áfangastaðanna Tenerife, Kanarí og Alicante. Uppselt er í fjölmargar skipulagðar ferðir yfir hátíðarnar. Innlent 30.10.2021 09:43 Mál Telmu komið á borð fíkniefnadeildar sem taki málið alvarlega Mál Telmu Lífar Ingadóttur, sem hvarf í rúman sólarhring á Benidorm á Spáni, er nú komið á borð fíkniefnadeildar lögreglunnar í borginni. Grunur er um að henni hafi verið byrluð ólyfjan. Innlent 28.10.2021 12:31 Kvartaði til Samgöngustofu vegna of dýrs flugmiða Farþegi sem vildi komast heim til Spánar frá Íslandi í tæka tíð fyrir lokun landamæra Spánar á síðasta ári vegna kórónuveirufaraldursins hafði ekki erindi sem erfiði hjá Samgöngustofu, eftir að hann kvartaði undan því að flugmiðinn sem hann keypti hafi verið of dýr. Neytendur 28.10.2021 09:12 Koeman rekinn frá Barcelona Ronald Koeman hefur verið rekinn úr starfi sínu sem knattspyrnustjóri Barcelona. Fótbolti 27.10.2021 22:31 Telma Líf er fundin en fjölskylduna grunar að henni hafi verið byrluð ólyfjan Telma Líf Ingadóttir er fundin heil á húfi eftir að hún hvarf af sjúkrahúsi á Alicante á Spáni í gærmorgun. Ingi Karl Sigríðarson, faðir Telmu, segir sterkan grun um að henni hafi verið byrluð ólyfjan á bar, sem Telma var á á mánudagskvöld. Innlent 27.10.2021 13:26 Ganga strandlengjuna í leit að Telmu Líf: „Hún er búin að vera týnd í allt of langan tíma“ Fjölskylda Telmu Lífar Ingadóttur gengur nú strandlengju Benidorm í leit að henni en hún hvarf í gærmorgun af sjúkrahúsi í borginni. Faðir Telmu segist dauðhræddur um að henni hafi verið rænt. Innlent 27.10.2021 11:03 Leita átján ára íslenskrar stúlku á Spáni Leit stendur yfir að átján ára íslenskri stúlku á Spáni sem ekkert hefur sést til frá klukkan hálf sex í morgun. Að sögn foreldra Telmu Lífar Ingadóttur gekk hún út af Villajosa-sjúkrahúsinu í Alicante í morgun og skildi eigur sínar eftir. Innlent 26.10.2021 23:39 Play bætir við fimmta og sjötta áfangastaðnum sínum á Spáni Flugfélagið Play hefur bætt spænsku áfangastöðunum Mallorca og Malaga við sumaráætlun sína árið 2022. Það þýðir að Play selur nú flug til sex áfangastaða á Spáni en flugfélagið býður nú þegar upp á áætlunarflug til Barcelona, Tenerife, Alicante og Gran Canaria. Viðskipti innlent 26.10.2021 10:07 Dróni kemur hundum sem eru fastir við eldgosið til bjargar Drónaeigandi á La Palma-eyju hefur fengið leyfi yfirvalda til þess að freista þess að bjarga þremur veikburða hundum sem eru fastir í grennd við Cumbre Vieja eldfjallið. Erlent 19.10.2021 22:36 Fórnarlömb repjuolíueitrunar í setuverkfalli á listasafni og hóta sjálfsvígi Hópur fólks sem lifði af meiriháttar repjuolíueitrun á 9. áratugnum lögðu undir sig sal í El Prado-listasafninu í miðborg Madridar á Spáni í morgun. Fólkið hótar að svipta sig lífi nema stjórnvöld verði við kröfum þess. Erlent 19.10.2021 09:57 Forsætisráðherra Spánar heitir því að banna vændi á ný Pedro Sanchez, forsætisráðherra Spánar, hét því í gær að banna vændi í landinu. Í ræðu sinni undir lok þriggja daga ráðstefnu Sósíalistaflokksins sagði hann vændi gera konur að þrælum en rannsóknir benda til að 30 til 40 spænskra karla hafi greitt fyrir kynlíf. Erlent 18.10.2021 07:21 „Sannkölluð flóðbylgja af hrauni“ Jarðskjálfti að styrkleika 4,5 reið yfir eyjuna La Palma fyrr í dag. Þetta er annar skjálftinn af þessari stærð síðustu tvo daga. Erlent 15.10.2021 14:30 Gervihnattamyndir sýna aukinn kraft í gosinu á La Palma Gervihnattamyndir sem teknar hafa verið yfir spænsku eyjunni La Palma sýna að aukinn kraftur er komið í eldgosið í Cumbre Vieja eldfjallinu. Erlent 13.10.2021 22:29 Sementsverksmiðja nýjasta fórnarlamb eldgossins á La Palma Enn þurfa margir íbúar á eyjunni La Palma að yfirgefa heimili sínu vegna eldgossins í Cumbre Vieja eldfjallinu. Ekkert lát er á eldgosinu sem hófst þann 19. september síðastliðinn. Sementsverksmiðja á eyjunni er óðum að fara undir hraun. Erlent 12.10.2021 22:12 Spænskir hægrimenn fýldir yfir gagnrýni á Kólumbus Kergja ríkir nú á meðal spænskra hægrimanna vegna gagnrýni á nýlendustefnu þeirra og Kristófer Kólumbus. Þeir eru einnig ósáttir við að Bandaríkjaforseti hafi viðurkennt voðaverk gegn frumbyggjum Ameríkanna. Erlent 12.10.2021 14:58 Barcelona mun ekki spila á Camp Nou í heilt ár Það gengur mikið á hjá spænska knattspyrnuliðinu Barcelona þessa dagana. Uppfæra þarf heimavöll liðsins, Camp Nou, og ljóst er að Börsungar muni þurfa að fara 12 mánuði án þess að spila heimaleik. Fótbolti 9.10.2021 13:01 Flugvellinum á La Palma lokað vegna öskufalls Flugmálayfirvöld á Spáni hafa ákveðið að loka flugvellinum á La Palma vegna öskufalls. Eldgosið á eynni hefur nú staðið í tvær og hálfa viku. Erlent 7.10.2021 10:11 Aukinn kraftur í eldgosinu á La Palma Tvær vikur eru frá því eldgosið hófst á La Palma á Kanaríeyjum en aukinn kraftur er í eldgosinu og er útlit fyrir að tvo ný gosop hafi opnast. Þá hefur jarðskjálftum einnig fjölgað. Erlent 3.10.2021 16:12 Dómari segir ekki glæpsamlegt að deila nærmyndum af kynfærum kvenna á klámsíðum Ákvörðun dómara í bænum Cervo á Spáni hefur vakið mikla reiði en hann hefur nú í annað sinn vísað frá máli er varðaði konur sem voru myndaðar án þeirrar vitundar þegar þær pissuðu á útihátíð. Myndskeiðunum var deilt á klámsíðum. Erlent 1.10.2021 08:11 Hrauntanginn á La Palma tvöfaldaðist á einum degi Hrauntanginn undan ströndum La Palma á Kanaríeyjum tvöfaldaðist að stærð í dag og er nú á stærð við 25 fótboltavelli að flatarmáli. Erlent 1.10.2021 00:12 Hraunstraumurinn vellur út í sjó Hraun úr eldgosinu á La Palma á Kanaríeyjum hefur nú náð í sjó fram. Óttast er að það geti valdið gasmengun og sprengingum þegar glóandi hraunið kemst í snertingu við kalt Atlantshafið. Erlent 29.9.2021 07:55 Flúðu eiturgas frá eldgosinu Ekkert lát virðist á eldgosinu á La Palma á Kanaríeyjum þó hægt hafi á virkni í nokkra klukkutíma í gær. Um helgina barst mikið magn ösku frá eldgosinu svo loka þurfti flugvelli eyjunnar. Í gær dró einnig úr öskumyndun og sprengingum í eldgosinu en þar hefur sömuleiðis bætt í aftur. Erlent 28.9.2021 15:27 Flugvellinum á La Palma lokað vegna ösku Flugvellinum á La Palma hefur verið lokað vegna eldgossins á eyjunni. Mikil læti hafa verið í eldgosinu sem hófst á sunnudaginn og þykk öskuský leiddu til þess að flugvellinum var lokað. Erlent 25.9.2021 16:56 Slökkviliðsmenn á La Palma hörfa vegna aukins krafts í gosinu Slökkviliðsmenn á Kanaríeyjunni La Palma, þar sem eldgos hófst á sunnudag, hafa þurft að hörfa vegna aukins krafts í eldfjallinu. Mennirnir höfðu verið að sinna verkum til að fyrirbyggja eignartjón í hverfinu Todoque. Erlent 24.9.2021 19:55 Fyrrverandi forseti Katalóníu handtekinn á Ítalíu Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti Katalóníu í útlegð, hefur verið handtekinn á Ítalíu. Stjórnvöld á Spáni hafa sakað hann um uppreisn með því að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðskilnað árið 2017, sem dómstólar dæmdu ólöglega. Erlent 24.9.2021 06:58 Komu í sjúkraflugi frá Tenerife Allar konurnar fimm sem slösuðust þann 12. september síðastliðinn á spænsku eyjunni Tenerife þegar pálmatré féll á þær eru komnar heim. Tvær þeirra liggja nú á Landspítalanum með alvarleg meiðsl víða um líkamann. Innlent 22.9.2021 17:00 Glóandi hraunið á La Palma sást úr geimnum Appelsínugulur bjarmi hraunstrókanna frá eldgosinu á Kanaríeyjunni La Palma sást greinilega út um glugga Alþjóðlegu geimstöðvarinnar á braut um jörðu í nótt. Franskur geimfari um borð náði mynd af sjónarspilinu. Erlent 22.9.2021 10:21 Bullsjóðandi sundlaugar og húsþök sem gægjast út úr hrauninu Um sex þúsund íbúar af þeim áttatíu þúsund sem búa á eyjunni La Palma þar sem eldgos hófst á sunnudaginn hafa þurft að flýja heimili sín vegna gossins. Myndir og myndbönd sýna hvernig þykkur hraunstraumurinn hefur mulið allt það sem fyrir verður undir sig. Erlent 21.9.2021 14:30 Óhætt að fara til Tenerife þrátt fyrir gos á La Palma „Það er alveg óhætt fyrir fólk að fara á Tenerife,“ segir Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði, í samtali við Vísi hvort óhætt sé að ferðast til Tenerife á meðan gosið á La Palma stendur yfir. Innlent 21.9.2021 10:23 Nýtt gosop opnaðist nærri þorpi Nýtt gosop hefur opnast í eldfjallinu Rajada nálægt Cabeza de Vaca í Cumbre Vieja þjóðgarðinum á suðurhluta La Palma í Kanaríeyjum. Nýja opið opnaðist nærri bænum Tacande í El Paso og hefur það leitt til frekari rýmingar. Erlent 20.9.2021 21:23 « ‹ 13 14 15 16 17 18 19 20 21 … 33 ›
Uppselt í fjölmargar sólarlandaferðir Mikil aðsókn er í ferðir til sólarlanda um jólin. Þar standa hæst ferðir til áfangastaðanna Tenerife, Kanarí og Alicante. Uppselt er í fjölmargar skipulagðar ferðir yfir hátíðarnar. Innlent 30.10.2021 09:43
Mál Telmu komið á borð fíkniefnadeildar sem taki málið alvarlega Mál Telmu Lífar Ingadóttur, sem hvarf í rúman sólarhring á Benidorm á Spáni, er nú komið á borð fíkniefnadeildar lögreglunnar í borginni. Grunur er um að henni hafi verið byrluð ólyfjan. Innlent 28.10.2021 12:31
Kvartaði til Samgöngustofu vegna of dýrs flugmiða Farþegi sem vildi komast heim til Spánar frá Íslandi í tæka tíð fyrir lokun landamæra Spánar á síðasta ári vegna kórónuveirufaraldursins hafði ekki erindi sem erfiði hjá Samgöngustofu, eftir að hann kvartaði undan því að flugmiðinn sem hann keypti hafi verið of dýr. Neytendur 28.10.2021 09:12
Koeman rekinn frá Barcelona Ronald Koeman hefur verið rekinn úr starfi sínu sem knattspyrnustjóri Barcelona. Fótbolti 27.10.2021 22:31
Telma Líf er fundin en fjölskylduna grunar að henni hafi verið byrluð ólyfjan Telma Líf Ingadóttir er fundin heil á húfi eftir að hún hvarf af sjúkrahúsi á Alicante á Spáni í gærmorgun. Ingi Karl Sigríðarson, faðir Telmu, segir sterkan grun um að henni hafi verið byrluð ólyfjan á bar, sem Telma var á á mánudagskvöld. Innlent 27.10.2021 13:26
Ganga strandlengjuna í leit að Telmu Líf: „Hún er búin að vera týnd í allt of langan tíma“ Fjölskylda Telmu Lífar Ingadóttur gengur nú strandlengju Benidorm í leit að henni en hún hvarf í gærmorgun af sjúkrahúsi í borginni. Faðir Telmu segist dauðhræddur um að henni hafi verið rænt. Innlent 27.10.2021 11:03
Leita átján ára íslenskrar stúlku á Spáni Leit stendur yfir að átján ára íslenskri stúlku á Spáni sem ekkert hefur sést til frá klukkan hálf sex í morgun. Að sögn foreldra Telmu Lífar Ingadóttur gekk hún út af Villajosa-sjúkrahúsinu í Alicante í morgun og skildi eigur sínar eftir. Innlent 26.10.2021 23:39
Play bætir við fimmta og sjötta áfangastaðnum sínum á Spáni Flugfélagið Play hefur bætt spænsku áfangastöðunum Mallorca og Malaga við sumaráætlun sína árið 2022. Það þýðir að Play selur nú flug til sex áfangastaða á Spáni en flugfélagið býður nú þegar upp á áætlunarflug til Barcelona, Tenerife, Alicante og Gran Canaria. Viðskipti innlent 26.10.2021 10:07
Dróni kemur hundum sem eru fastir við eldgosið til bjargar Drónaeigandi á La Palma-eyju hefur fengið leyfi yfirvalda til þess að freista þess að bjarga þremur veikburða hundum sem eru fastir í grennd við Cumbre Vieja eldfjallið. Erlent 19.10.2021 22:36
Fórnarlömb repjuolíueitrunar í setuverkfalli á listasafni og hóta sjálfsvígi Hópur fólks sem lifði af meiriháttar repjuolíueitrun á 9. áratugnum lögðu undir sig sal í El Prado-listasafninu í miðborg Madridar á Spáni í morgun. Fólkið hótar að svipta sig lífi nema stjórnvöld verði við kröfum þess. Erlent 19.10.2021 09:57
Forsætisráðherra Spánar heitir því að banna vændi á ný Pedro Sanchez, forsætisráðherra Spánar, hét því í gær að banna vændi í landinu. Í ræðu sinni undir lok þriggja daga ráðstefnu Sósíalistaflokksins sagði hann vændi gera konur að þrælum en rannsóknir benda til að 30 til 40 spænskra karla hafi greitt fyrir kynlíf. Erlent 18.10.2021 07:21
„Sannkölluð flóðbylgja af hrauni“ Jarðskjálfti að styrkleika 4,5 reið yfir eyjuna La Palma fyrr í dag. Þetta er annar skjálftinn af þessari stærð síðustu tvo daga. Erlent 15.10.2021 14:30
Gervihnattamyndir sýna aukinn kraft í gosinu á La Palma Gervihnattamyndir sem teknar hafa verið yfir spænsku eyjunni La Palma sýna að aukinn kraftur er komið í eldgosið í Cumbre Vieja eldfjallinu. Erlent 13.10.2021 22:29
Sementsverksmiðja nýjasta fórnarlamb eldgossins á La Palma Enn þurfa margir íbúar á eyjunni La Palma að yfirgefa heimili sínu vegna eldgossins í Cumbre Vieja eldfjallinu. Ekkert lát er á eldgosinu sem hófst þann 19. september síðastliðinn. Sementsverksmiðja á eyjunni er óðum að fara undir hraun. Erlent 12.10.2021 22:12
Spænskir hægrimenn fýldir yfir gagnrýni á Kólumbus Kergja ríkir nú á meðal spænskra hægrimanna vegna gagnrýni á nýlendustefnu þeirra og Kristófer Kólumbus. Þeir eru einnig ósáttir við að Bandaríkjaforseti hafi viðurkennt voðaverk gegn frumbyggjum Ameríkanna. Erlent 12.10.2021 14:58
Barcelona mun ekki spila á Camp Nou í heilt ár Það gengur mikið á hjá spænska knattspyrnuliðinu Barcelona þessa dagana. Uppfæra þarf heimavöll liðsins, Camp Nou, og ljóst er að Börsungar muni þurfa að fara 12 mánuði án þess að spila heimaleik. Fótbolti 9.10.2021 13:01
Flugvellinum á La Palma lokað vegna öskufalls Flugmálayfirvöld á Spáni hafa ákveðið að loka flugvellinum á La Palma vegna öskufalls. Eldgosið á eynni hefur nú staðið í tvær og hálfa viku. Erlent 7.10.2021 10:11
Aukinn kraftur í eldgosinu á La Palma Tvær vikur eru frá því eldgosið hófst á La Palma á Kanaríeyjum en aukinn kraftur er í eldgosinu og er útlit fyrir að tvo ný gosop hafi opnast. Þá hefur jarðskjálftum einnig fjölgað. Erlent 3.10.2021 16:12
Dómari segir ekki glæpsamlegt að deila nærmyndum af kynfærum kvenna á klámsíðum Ákvörðun dómara í bænum Cervo á Spáni hefur vakið mikla reiði en hann hefur nú í annað sinn vísað frá máli er varðaði konur sem voru myndaðar án þeirrar vitundar þegar þær pissuðu á útihátíð. Myndskeiðunum var deilt á klámsíðum. Erlent 1.10.2021 08:11
Hrauntanginn á La Palma tvöfaldaðist á einum degi Hrauntanginn undan ströndum La Palma á Kanaríeyjum tvöfaldaðist að stærð í dag og er nú á stærð við 25 fótboltavelli að flatarmáli. Erlent 1.10.2021 00:12
Hraunstraumurinn vellur út í sjó Hraun úr eldgosinu á La Palma á Kanaríeyjum hefur nú náð í sjó fram. Óttast er að það geti valdið gasmengun og sprengingum þegar glóandi hraunið kemst í snertingu við kalt Atlantshafið. Erlent 29.9.2021 07:55
Flúðu eiturgas frá eldgosinu Ekkert lát virðist á eldgosinu á La Palma á Kanaríeyjum þó hægt hafi á virkni í nokkra klukkutíma í gær. Um helgina barst mikið magn ösku frá eldgosinu svo loka þurfti flugvelli eyjunnar. Í gær dró einnig úr öskumyndun og sprengingum í eldgosinu en þar hefur sömuleiðis bætt í aftur. Erlent 28.9.2021 15:27
Flugvellinum á La Palma lokað vegna ösku Flugvellinum á La Palma hefur verið lokað vegna eldgossins á eyjunni. Mikil læti hafa verið í eldgosinu sem hófst á sunnudaginn og þykk öskuský leiddu til þess að flugvellinum var lokað. Erlent 25.9.2021 16:56
Slökkviliðsmenn á La Palma hörfa vegna aukins krafts í gosinu Slökkviliðsmenn á Kanaríeyjunni La Palma, þar sem eldgos hófst á sunnudag, hafa þurft að hörfa vegna aukins krafts í eldfjallinu. Mennirnir höfðu verið að sinna verkum til að fyrirbyggja eignartjón í hverfinu Todoque. Erlent 24.9.2021 19:55
Fyrrverandi forseti Katalóníu handtekinn á Ítalíu Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti Katalóníu í útlegð, hefur verið handtekinn á Ítalíu. Stjórnvöld á Spáni hafa sakað hann um uppreisn með því að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðskilnað árið 2017, sem dómstólar dæmdu ólöglega. Erlent 24.9.2021 06:58
Komu í sjúkraflugi frá Tenerife Allar konurnar fimm sem slösuðust þann 12. september síðastliðinn á spænsku eyjunni Tenerife þegar pálmatré féll á þær eru komnar heim. Tvær þeirra liggja nú á Landspítalanum með alvarleg meiðsl víða um líkamann. Innlent 22.9.2021 17:00
Glóandi hraunið á La Palma sást úr geimnum Appelsínugulur bjarmi hraunstrókanna frá eldgosinu á Kanaríeyjunni La Palma sást greinilega út um glugga Alþjóðlegu geimstöðvarinnar á braut um jörðu í nótt. Franskur geimfari um borð náði mynd af sjónarspilinu. Erlent 22.9.2021 10:21
Bullsjóðandi sundlaugar og húsþök sem gægjast út úr hrauninu Um sex þúsund íbúar af þeim áttatíu þúsund sem búa á eyjunni La Palma þar sem eldgos hófst á sunnudaginn hafa þurft að flýja heimili sín vegna gossins. Myndir og myndbönd sýna hvernig þykkur hraunstraumurinn hefur mulið allt það sem fyrir verður undir sig. Erlent 21.9.2021 14:30
Óhætt að fara til Tenerife þrátt fyrir gos á La Palma „Það er alveg óhætt fyrir fólk að fara á Tenerife,“ segir Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði, í samtali við Vísi hvort óhætt sé að ferðast til Tenerife á meðan gosið á La Palma stendur yfir. Innlent 21.9.2021 10:23
Nýtt gosop opnaðist nærri þorpi Nýtt gosop hefur opnast í eldfjallinu Rajada nálægt Cabeza de Vaca í Cumbre Vieja þjóðgarðinum á suðurhluta La Palma í Kanaríeyjum. Nýja opið opnaðist nærri bænum Tacande í El Paso og hefur það leitt til frekari rýmingar. Erlent 20.9.2021 21:23