
Finnland

Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu
Héraðsdómur Helsinki dæmdi í morgun Vaislav Torden í lífstíðarfangelsi fyrir stríðsglæpi í Úkraínu. Hann var dæmdur í lífstíðarfangelsi vegna brota sem hann framdi þegar hann barðist í austurhluta Úkraínu 2014 og 2015.

Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna
Helga Haraldsdóttir yfirkokkur segir mikilvægt að lyfta fjölbreytileikanum í eldhúsunum. Í sumum eldhúsum sé eins og fólk stígi aftur til fortíðar. Hún fagnar því að í ár eru fimm gestakokkar á Food&fun en engar konur tóku þátt í fyrra.

Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision
Sænsk-finnska gríngrúppan Kaj mun koma fram fyrir Svíþjóð í Eurovision í Basel í maí. Kaj vann sænsku forkeppnina, Melodifestivalen, í kvöld. öðru sæti var Måns Zelmerlöw sem vann Eurovision árið 2015 með lagið Heroes.

Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið
Stófelld uppbygging gagnavera sem erlend fyrirtæki stefna að í Finnlandi er ólíkleg til þess að skila landinu miklum efnahagslegum ávinningi og er mengandi, að mati þarlends sérfræðings. Nokkur af stærstu gagnaverunum á Íslandi eru nú í eigu erlendra aðila.

Mette fulltrúi Norðurlanda á neyðarfundi í París
Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, verður fulltrúi Norðurlandanna á neyðarfundi Evrópuleiðtoga í París í dag um stöðuna í Úkraínu. Það var Emmanuel Macron Frakklandsforseti sem boðaði fundinn í framhaldi af málflutningi Trump-stjórnarinnar undanfarna daga í tengslum við friðarviðræður við Rússa vegna Úkraínu, sem Evrópu er haldið utan, og eftir samtöl Trump Bandaríkjaforseta við Pútín Rússlandsforseta.

Tímamót fyrir Finna að sinna loftrýmisgæslu fyrir NATO
Flugsveit finnska hersins hefur verið við loftrýmisgæslu á Íslandi síðustu tvær vikur. Majór segir þetta stóra stund fyrir Finna og lærdómsríkt. Þeir sinna nú loftrýmisgæslu á Íslandi í fyrsta sinn eftir að þeir gengu í Atlantshafsbandalagið.

Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara
Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra Íslands var látin vita af skyndifundi forsætisráðherra Norðurlandanna í Kaupmannahöfn sem fram fór í gær um Grænland og öryggismál sama dag og fundurinn var haldinn. Í svörum frá forsætisráðuneytinu segir að fundurinn hafi verið haldinn í tengslum við minningarathöfn í Auschwitz þar sem Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra er fulltrúi Íslands en ekki Kristrún.

Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann
Sanna Marin, fyrrverandi forsætisráðherra Finnlands, hefur farið fram á nálgunarbann gegn manni á fertugsaldri. Málið verður tekið fyrir í héraðsdómi í Helsinki í Finnlandi á morgun. Fram kemur í frétt finnska miðilsins Helsingin Sanomat að þegar séu í gildi í það minnsta tvö nálgunarbönn á manninn vegna ógnandi og óviðeigandi hegðunar hans.

Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna?
Í september 2003 greiddi sænska þjóðin atkvæði um það hvort hún vildi halda sænsku krónunni eða taka upp evruna. Mikill meirihluti, 55,9 prósent, vildi halda krónunni.

Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki
Lögreglan í Helsinki lagði blátt bann við fyrirhuguðum MMA-bardaga hóps nýnasista og götugengis um helgina. Skipuleggjandi bardagans sagði hann „frábært tækifæri“ til að leiða hópana tvo saman.

Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka
Útsendarar finnska ríkisútvarpsins fundu leifar af örvandi fíkniefnum á klósettum í finnska þinghúsinu þegar þingflokkar héldu jólagleði sína í nóvember. Þótt sýnin séu ekki sögð sanna að fíkniefna hefði verið neytt í gleðskapnum segir þingforsetinn það dapurlegt að leifar þeirra hafi fundist í þinghúsinu.

Finnar verja Ísland í fyrsta sinn
Finnskir flugmenn eru væntanlegir til Íslands í lok mánaðarins en þá munu þeir taka að sér loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins. Verður það í fyrsta sinn sem finnskir flugmenn taka að sér loftrýmisgæslu hér á landi, eftir að Finnland gekk í NATO í fyrra.

Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands
Yfirvöld í Finnlandi hafa kyrrsett olíuflutningaskipið Eagle S, sem talið er hafa verið notað til að skemma sæstrengi í Eystrasalti. Samgöngustofa segir að skipið, sem talið er tilheyra svokölluðum skuggaflota Rússa og vera notað til að flytja olíu í trássi við viðskiptaþvinganir gegn Rússlandi, sé ekki hæft til siglingar.

Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum
Grunur leikur á að tuga kílómetra löng slóð sem fannst á hafsbotni tengist mögulegum skemmdarverkum á sæstreng. Finnar rannsaka nú málið.

Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér
Olíuflutningaskipið Eagle S, sem grunur leikur á að hafi valdið bilun á sæstreng í Eystrasalti, sigldi grunsamlega hægt framhjá strengnum í gær, samkvæmt gögnum MarineTraffic. Skipið er talið vera hluti af hinum rússneska „skuggaflota“.

Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði
Bilun varð í nótt í sæstreng sem flytur rafmagn á milli Finnlands og Eistlands. Grunur er um að tvö flutningaskip sem voru í nágrenni strengsins þegar hann rofnaði hafi unnið skemmdarverk á honum en annað þeirra var á leið frá Pétursborg í Rússlandi.

Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn
Sæstrengur sem liggur á milli Eistlands og Finnlands er rofinn að sögn forsætisráðherra Finnlands, Petteri Orpo.

Réttað yfir unglingi vegna „níðingsveiða“
Réttarhöld yfir sautján ára gömlum pilti sem er ákærður fyrir tilraun til manndráps hófust í Finnlandi í dag. Hann er sakaður um að hafa mælt sér mót við mann sem sóttist eftir að komst í kynni við pilta undir lögaldri gagngert til þess að drepa hann. Athæfið hefur verið kallað „níðingsveiðar“ á samfélagsmiðlum.

Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá
Finnska lögreglan segist ekki rannsaka skemmdir á ljósleiðara sem olli umfangsmiklu netleysi sem sakamál að svo stöddu. Ljósleiðarinn fór í sundur á tveimur stöðum en fjarskiptafyrirtæki segir að á öðrum staðnum hafi hann skemmst við framkvæmdir.

Skorið á ljósleiðara í Finnlandi
Lögregla rannsakar nú hvernig ljósleiðari í jörðu fór í sundur á tveimur stöðum í gær. Netlaust var víða í Finnlandi vegna þess sem lögreglu grunar að hafi verið skemmdarverk. Spellvirki voru nýlega unnin á norrænum sæstrengjum í Eystrasalti.

NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti
Finnski varnarmálaráðherrann vill að Atlantshafsbandalagið og Evrópusambandið verði að grípa til aðgerða til að verja sæstrengi eftir skemmdir á tveimur slíkum í Eystrasalti í vikunni. Líklegt er talið að skemmdarverk hafi verið unnin á strengjunum.

„Sænska ástandið“ orðið að norrænu
Ekki er lengur hægt að tala um „sænska ástandið“ sem hefur verið notað til að lýsa brotaöldu í Svíþjóð á undanförnum árum. Þess í stað er réttara að tala um „norræna ástandið“, þar sem þróunin sé ógnvekjandi á öllum Norðurlöndum, samkvæmt formönnum lögreglufélaga þessara landa.

Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa
Gamaldags fjarlægðarvitar hafa verið teknir aftur í notkun á flugvöllum í austanverðu Finnlandi vegna viðvarandi truflana á gervihnattastaðsetningarkerfum. Dæmi eru um að flugvélar hafi ekki getað lent vegna truflananna.

Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar
Tankskip sem sigla um Eystrasalt slökkva viljandi á auðkenningarbúnaði til þess að hylja slóð sína til rússneskra hafna komast fram hjá refsiaðgerðum. Viðvarandi truflanir hafa verið á gervihnattasambandi á hafsvæðinu á milli Rússlands og Finnlands.

Þotur ráðherranna í krefjandi lendingum
Þrír af forsætisráðherrum Norðurlandanna flugu til Íslands á einkaþotum og lentu þær með fárra mínútna millibili á Reykjavíkurflugvelli síðdegis.

Fyrrverandi kærasti myrti Puhakka
Samkvæmt upplýsingum frá finnsku lögreglunni hefur fyrrverandi kærasti Jannes Puhakka játað að hafa myrt hann. Puhakka, sem var fyrsti leikmaðurinn í efstu deild í íshokkí í Finnlandi til að koma út úr skápnum, var skotinn til bana í Espoo á sunnudaginn. Hann var 29 ára þegar hann lést.

Fyrsti finnski íshokkíleikmaðurinn sem kom út úr skápnum myrtur
Janne Puhakka, fyrsti leikmaðurinn í finnsku íshokkídeildinni sem kom út úr skápnum, var skotinn til bana í gær. Hann var 29 ára. Sá grunaði er Norðmaður á sjötugsaldri.

Nýnasisti sagðist ekki hafa stungið börn vegna rasisma
Finnskur nýnasisti sem stakk tvö börn í verslunarmiðstöð í Oulu í Finnlandi í sumar hafnaði því að hann hefði verið knúinn áfram af kynþáttahatri þegar réttarhöld hófust yfir honum í vikunni. Hann er ákærður fyrir tilraun til manndráps.

Ungt fólk býr lengst heima í Króatíu en styst í Finnlandi
Í fyrra var meðalaldur ungs fólks í Evrópu þegar það flutti að heima í 26,3 ára. Það er minna en það var árinu áður þegar meðalaldurinn var 26,4 ára. Hæsti meðalaldurinn er í Króatíu þar sem ungt fólk er að meðaltali 31,8 ára þegar það flytur að heiman.

Hamra járnið meðan það er heitt í mansalsmálum
Finnskur sérfræðingur í hvernig taka eigi á vinnumansali segir Íslendinga verða að skerpa á því hvernig taka eigi á mansali. Mikilvægt sé að hamra járnið á meðan það er heitt líkt og nú eftir mál Quang Le.