Reykjavík

Fréttamynd

Aukin ein­angrun milli tekju­hópa

Einangrun tekjuhópa í Reykjavík fer vaxandi, samkvæmt nýrri rannsókn. Dósent segir ríki, sveitarfélög og aðila vinnumarkaðarins öll geta unnið gegn slíkri einangrun.

Innlent
Fréttamynd

Sprakk í hendi tólf ára drengs

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynning um flugeldaslys í póstnúmeri 105 í Reykjavík í gærkvöldi á þrettándanum. Flugeldur hafði þar sprungið í hendi tólf ára drengs. Þá var kveikt í bílum í Kópavogi og flugeld kastað inn á skemmtistað í miðborginni með tilheyrandi skemmdum.

Innlent
Fréttamynd

Þrettándabrennur víða um land

Þrettándagleði fer nú víða fram um landið en á þessum degi kveðjum við Íslendingar jólahátíðina. Brennur eru í nánast hverju sveitarfélagi.

Innlent
Fréttamynd

Sorphirðufólk mætir til vinnu á laugar­daginn

Reykjavíkurborg hefur boðað sorphirðufólk til vinnu á laugardaginn auk þess að lengja vinnudaginn í næstu viku til að vinna upp tafir sem orðið hafa eftir hátíðarnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg.

Innlent
Fréttamynd

Úti­lokar ekki að bjóða sig fram til Al­þingis

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri lætur af störfum sem slíkur 16. janúar næstkomandi eftir tíu ár í borgarstjórastólnum. Hann segist ekki ætla að bjóða sig fram til forseta en útilokar ekki að færa sig yfir í landspólitíkina.

Innlent
Fréttamynd

Álf­hildur selur sjarmerandi útsýnisperlu í Vestur­bænum

Álfhildur Ösp Reynisdóttir læknir ogt tveggja barna móðir hefur sett sjarmerandi íbúð sína í Vesturbæ Reykjavíkur á sölu. Eignin á þriðju hæð í snyrtilegu fjölbýlishúsi með stórbrotnu útsýni til suðvesturs og norður. Ásett verð er 73,9 milljónir.

Lífið
Fréttamynd

Veitinga­húsið Ítalía flytur

Veitingahúsið Ítalía sem hefur um árabil verið staðsett á Laugavegi er nú lokað vegna flutninga. Veitingahúsið opnar aftur síðar í janúar á Frakkastíg 8b. Þar var áður rekið veitingahúsið Reykjavík Meat by Maison en því var nýlega lokað.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Salthrúgur á tólf stöðum í borginni

Hægt er að nálgast salt til hálkuvarna á tólf stöðum í Reykjavík. Frá því er greint í tilkynningu frá Reykjavíkurborg en verulega erfiðar aðstæður hafa skapast síðustu daga í borginni og er mikil hálka á bæði götum og göngustígum borgarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Sala mann­brodda fjór­faldast vegna hálkunnar

Sala mannbrodda hjá verslunarkeðju Bónus er fjórföld í þessari viku og vikuna fyrir jól, miðað við síðustu tíu vikur þar á undan. Flughált hefur verið á öllu höfuðborgarsvæðinu undanfarna daga og fjöldi fólks leitað á bráðamóttöku vegna hálkuslysa. 

Innlent
Fréttamynd

Strætóbílstjóri dæmdur fyrir að verða konu að bana

Kristinn Eiðsson strætóbílstjóri hefur hlotið tveggja mánaða fangelsisdóm, skilorðsbundinn til tveggja ára, í Héraðsdómi Reykjavíkur og verið sviptur ökuréttindum í sex mánuði vegna manndráps af gáleysi. Honum var gefið að sök að hafa ekið strætisvagni sínum á konu sem hlaut bana af.

Innlent
Fréttamynd

Loka Fabrikkunni í Kringlunni

Íslenska hamborgafabrikkan hefur lokað útibúi sínu í Kringlunni í Reykjavík. Útibúið við Höfðatorg stendur nú eitt eftir en veitingastaðnum á Akureyri var lokað í desember.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Gikk­s­kjálfti að stærð 4,5 skók suð­vestur­hornið

Stór skjálfti fannst á höfuð­borgar­svæðinu og víðar um klukkan 10:50 í dag. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni benda fyrstu tölur til að skjálftinn hafi verið 4,5 að stærð og að upptök hans hafi verið við Trölladyngju, nærri Keili, á um fimm kílómetra dýpi. Nokkrir eftirskjálftar hafa fylgt í kjölfarið.

Innlent
Fréttamynd

Nóttin gekk vel þrátt fyrir mikla ölvun

Nýársnótt gekk vel fyrir sig, að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og engin „stór mál“ rötuðu á borð lögreglu. Fjórir gistu í fangaklefum í morgun sem telst mjög lítið að morgni nýársdags. 

Innlent
Fréttamynd

Fyrsta barn ársins komið í heiminn

Fyrsta barn ársins 2024, eftir því sem fréttastofa kemst næst, kom í heiminn á fæðingardeild Landspítalans við Hringbraut í Reykjavík klukkan 9:12 í morgun.

Innlent