Rangárþing eystra

Fréttamynd

Brattir sauðfjárbændur í Rangárvallasýslu

Það var létt yfir sauðfjárbændum á Degi sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu um helgina þar sem hrútar og gimbrar voru þuklaðar og dæmdar. 96 ára bóndi naut sín vel innan um sauðféð.

Innlent
Fréttamynd

Banaslys á buggybíl á Skógaheiði

Eldri maður lést í dag eftir slys á Skógaheiði, norðan við Skógafoss á Suðurlandi. Lögreglunni barst tilkynning um slysið á fjórða tímanum í dag en það varð við notkun buggybíls.

Innlent
Fréttamynd

Festu bíl sinn í á að Fjalla­baki

Björgunarsveitir voru kallaðar út víða um land í nótt vegna verkefna tengdum óveðrinu sem gekk yfir landið í gær og í nótt. Fjölmennasta verkefnið tengdist útkalli vegna tveggja manna sem höfðu fest bíl sinn að Fjallabaki.

Innlent
Fréttamynd

Snjó­bíll valt við björgun bíls sem valt

Stór breyttur jeppi á vegum Útivistar valt á Fimmvörðuhálsi, skammt frá Fimmvörðuskála, í gær. Snjóbíll sem sendur var frá Hvolsvelli til að bjarga fólki um borð valt líka. Báðir bílar eru enn á hliðinni.

Innlent
Fréttamynd

Ókeypis kjötsúpa á Hvolsvelli í dag

Unnendur íslensku kjötsúpunnar ættu að vera á Hvolsvelli um helgina því þar fer fram kjötsúpuhátíð. Fjölbreytt dagskrá er í boði og í dag er gestum og gangandi boðið upp á ókeypis kjötsúpu á miðbæjartúni staðarins.

Lífið
Fréttamynd

„Afrekshugur” Nínu Sæmundsson kominn á Hvolsvöll

Afsteypa af verki Nínu Sæmundsson, „Afrekshugur“ hefur nú verið komið fyrir í miðbæjargarðinum á Hvolsvelli en það var forseti Íslands, ásamt leikskólabörnum, sem afhjúpuðu verkið. Frumgerð verksins prýðir inn­gang­inn að Waldorf Astoria hót­el­inu í New York en sjálf er Nína er úr Fljóts­hlíðinni.

Innlent
Fréttamynd

Vin­sælu tjald­svæði við Selja­lands­foss lokað

Vin­sælu tjald­svæði við Hamra­garða, rétt hjá Selja­lands­fossi, hefur verið lokað. Þá er um­ferð þeirra sem heim­sækja Gljúfra­búa beint á bíla­stæðið við Selja­lands­foss. Veginum að fossinum var lokað um stund í gær eftir að rúta fór þar út af veginum.

Innlent
Fréttamynd

Um 1200 hjól­reiða­kepp­endur á Hvols­velli

Hjólreiðakeppnin „The Rift“ fer fram á Hvolsvelli og nágrenni um helgina. Keppnin var fyrst haldin árið 2019 og hefur farið ört stækkandi. Nú taka þátt 1200 keppendur sem hjóla 100 eða 200 km leið frá Hvolsvelli, inn á Fjallabak og til baka. Mikið umstang fylgir slíkri keppni og þessum 1200 keppendum fylgir annað eins af aðstoðar- og stuðningsfólki. Því er ljóst að margt verður um manninn og mikið líf á Hvolsvelli alla helgina.

Innlent
Fréttamynd

Annasamt hjá björgunarsveitum í Þórsmörk

Björgunarsveitir sinna verkefnum víðar en á gosstöðvum. Í gær voru björgunarsveitir á Hvolsvelli og Hellu kallaðar inn í Þórsmörk vegna einstaklings sem hafði slasast á gönguleið við Merkurrana og Valahnúk.

Innlent
Fréttamynd

Neuer varði kvöldinu á Hvolsvelli

Þýska knattspyrnugoðsögnin Manuel Neuer borðaði kvöldmat á veitingastaðnum Hygge í Fljótshlíðinni í gær. Hann fékk sér lax, salat, spænskar kartöflur og kaloríusnauðan Gull Light og var í heila þrjá tíma á staðnum.

Lífið
Fréttamynd

Rúta föst í Krossá

Rúta er föst í miðri Krossá. Straumur árinnar er sem stendur of mikill til að hægt sé að koma henni úr ánni, að sögn skálavarðar í Þórsmörk, en reynt verður á ný í kvöld.

Innlent