Íslendingar erlendis

Fréttamynd

„Ég var rétta konan á réttum tíma“

„Það skiptir miklu máli að hafa breitt bak og geta staðið með sjálfri sér,“ segir framleiðandinn Alexandra Sif Tryggvadóttir, sem er búsett í New York og starfar hjá risanum Spotify. Alexandra er fædd í Los Angeles og hefur alla tíð haft annan fótinn úti en henni finnst mikilvægt að halda alltaf góðum tengslum við Ísland. Blaðamaður ræddi við hana um ævintýrin erlendis.

Lífið
Fréttamynd

Ís­lenski nuddarinn í Kanada sýknaður

Héraðsdómstóll í Surrey í Kanada hefur sýknað Guðbjart Haraldsson sjúkranuddara af ákæru fyrir kynferðisbrot. Guðbjartur var handtekinn í lok árs 2022 og ákærður fyrir kynferðisbrot gegn konu sem sakaði hann um að hafa brotið á sér á meðan hún sótti hjá honum meðferð.

Erlent
Fréttamynd

Að verða fórnar­lamb ís­lenskra skatt­yfir­valda

Tilefni þessarar greinaskrifa er vekja athygli á fimm ára baráttu eftirlaunaþega við Íslensk skattyfirvöld vegna tvísköttunar og synjun um undanþágu á skattlagningu lífeyristekna samkvæmt tvísköttunarsamningi. Þar sem ég bý erlendis og hef gert sl. 18 ár er mér refsað fyrir að yfirgefa Ísland. Borgaðu vinur, ella hefur það afleiðingar. Íslensk skattyfirvöld segja bara, „Ég má“.

Skoðun
Fréttamynd

Ís­lendingur fannst látinn á Spáni

48 ára Íslendingur fannst látinn á föstudag á Spáni. Þetta fæst staðfest af utanríkisráðuneyti en frekari upplýsingar af málinu, og hvers eðlis það er, fást ekki að svo stöddu. 

Innlent
Fréttamynd

„Mér fannst alltaf eins og ég væri að fara að deyja“

„Áður en ég veiktist þá tók ég heilsunni sem sjálfsögðum hlut. Það er ekki fyrr en heilsan er tekin frá þér að þú gerir þér almennilega grein fyrir því líkaminn er ótrúlegur og hvað líkaminn vinnur magnað starf fyrir þig á hverjum degi,“ segir hin 24 ára gamla Lilja Ingólfsdóttir sem búsett er í San Diego í Kaliforníu ásamt fjölskyldu sinni.

Innlent
Fréttamynd

Simmi Vill birtir fyrstu myndirnar af ástinni

Sigmar Vilhjálmsson, athafna- og veitingamaður, og kærastan hans Hafrún Hafliðadóttir nutu lífsins saman í fríi erlendis á dögunum. Simmi birti skemmtilega myndafærslu úr fríinu á Instagram í gær. 

Lífið
Fréttamynd

Viðar „Enski“ Skjól­dal látinn

Viðar Skjóldal, sem lengi var ein helsta Snapchat-stjarna landsins og betur þekktur undir nafninu „Enski“, andaðist á Spáni hvar hann hafði verið búsettur ásamt eiginkonu sinni og þremur börnum undanfarið.

Innlent
Fréttamynd

Írar misspenntir fyrir Heimi

Margt hefur verið sagt og ritað um Heimi Hallgrímsson eftir að ráðning hans sem nýs þjálfara landsliðs Íra í fótbolta kom sem þruma úr heiðskíru lofti síðdegis. Wikipedia síða Heimis fékk meðal annars að finna fyrir því.

Fótbolti
Fréttamynd

Stjörnulífið: Dauð mús og djamm í Mykonos

Síðastliðin vika var viðburðarík að vanda en veðrið stendur sannarlega upp úr hjá samfélagsmiðlastjörnunum, hvort sem það hafi verið í bongó blíðu á höfuðborgarsvæðinu, í kulda fyrir norðan eða í suðrænni sól. 

Lífið
Fréttamynd

Þurfti að vinda skyrtuna eftir tryllt gigg í Víet­nam

„Markmiðið með ferðinni var að jarðtengjast, endurnærast og jafnvel endurfæðast,“ segir plötusnúðurinn Margeir sem nýtur lífsins í Víetnam. Hann var að senda frá sér einstaka útgáfu af Frank Ocean slagaranum Pink Matter ásamt tónlistarkonunni Matthildi og kom fram á trylltu giggi í Víetnam á dögunum. Blaðamaður ræddi við Margeir.

Tónlist
Fréttamynd

Vann til margra verð­launa fyrir stól sem slær í gegn

„Eftir margra ára erfiðisvinnu og enn meiri ákefð síðasta árið þar sem nærri hver dagur, kvöld og oft nótt hefur verið eytt í þetta er það bara frábært að fá viðurkenningu úr mismunandi áttum. Við erum bæði svo þakklát að hönnunargeirinn sjái okkur og vinnuna sem við höfum lagt í þetta,“ segir húsgagnasmiðurinn Jón Hinrik Höskuldsson sem var að ljúka meistaranámi í Kaupmannahöfn og vann til eftirsóttra verðlauna. 

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Vöknuðu á floti og stigu út með drulluna upp að hnjám

Félögunum Jakobi Magnússyni og Kolbeini Tuma var heldur betur brugðið í brún þegar þeir vöknuðu á tjaldstæðinu við Hróarskeldu í morgun og allt var á floti. Þeir hafi vaknað, stigið út, og drullan hafi náð upp að hnjám. Þetta var „kyngimagnað“ segja þeir.

Erlent
Fréttamynd

Mögnuð reynsla og magnaður hópur

Sundhópurinn Hafmeyjurnar synti þvert yfir Ermarsundið í gær. Hópurinn, sem samanstendur af sjö konum um fimmtugt, kláraði sundið á rétt rúmum sautján klukkustundum. Einn sundkappanna segir allt hafa gengið eins og í sögu. 

Sport