Kirkjugarðar

Fréttamynd

Grafreitir fyrir alla

Okkur Íslendingum hefur verið tamt að miða vöxt þjóðar og samfélags við það sem þekkjum.

Skoðun
Fréttamynd

KÚNST: Kvennakraftur í kirkjugarði

„Ég vildi fá að hafa smá femíniska slagsíðu í þessu,“ segir listamaðurinn Þrándur Þórarinsson um verk sem hann málaði af Þorbjörgu Sveinsdóttur, ljósmóður og kvenréttindabaráttukonu, og Guðrúnu Oddsdóttur, fyrstu manneskjunni sem var jörðuð í Hólavallagarði. Þrándur er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst.

Menning
Fréttamynd

Betri bálfarir, betri jarðarfarir

Það hefur færst í vöxt á undanförnum áratugum að fólk kjósi að láta brenna lík látinna ástvina sinna í stað þess að grafa þau. Eina líkbrennsla landsins starfar í Fossvogi, og er rekin af Kirkjugörðum Reykjavíkurprófastsdæma. Ofninn þar er orðinn mjög gamall og lélegur og nauðsynlegt er að reisa nýja bálstofu.

Skoðun
Fréttamynd

Starfs­­menn hins opin­bera fá milljónir í vasann

Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, er sá starfsmaður fyrirtækja í eigu íslenska ríkisins eða borgarinnar sem var með hæstu tekjurnar árið 2021 samkvæmt Tekjublaði Frjálsrar verslunar sem kom út í dag. Hörður var með tæpar fjórar milljónir í mánaðarlaun.

Innlent
Fréttamynd

Bíða eftir ákvörðun dómsmálaráðherra um framtíð bálfara: „Það á ekki að þröngva fólki einhverja eina leið“

Tré lífsins vill byggja nýja bálstofu hér á landi sem er óháð öllum trúar- og lífsskoðunarfélögum en undanfarin 74 ár hafa Kirkjugarðar Reykjavíkurprófastsdæma (KGRP) rekið einu bálstofu landsins. Stofnandi Trés lífsins vonast eftir ákvörðun frá dómsmálaráðherra á næstunni en hún segir mikilvægt að bjóða upp á fleiri valmöguleika við lífslok.

Innlent
Fréttamynd

Æsispennandi uppgötvun í Grímsey

Ákveðið hefur verið að færa nýja kirkju í Grímsey um fjóra metra til að raska ekki ró þeirra sem liggja í fornum kirkjugarði sem kom í ljós við fornleifauppgröft í eyjunni. Öskuhaugur sem uppgötvaðist einnig þar í grennd getur varpar ljósi á sögu Grímseyjar frá því að hún var fyrst byggð. Fornleifafræðingur segir uppgötvunina vera æsispennandi.

Innlent
Fréttamynd

Ríkis­skatts­biskup Ís­lands

„Aðeins tvennt er í lífinu öruggt, annars vegar dauðinn og hins vegar skattarnir.” Svo hljómar orðskviður sem hefur verið eignaður ýmsum karlkyns Könum frá átjándu og nítjándu öld. Það má vel vera sannleikur í þessum orðum, þótt okkur þyki vafalaust ýmislegt fleira eiga heima í þessari upptalningu og heyrum óþægilega oft af þeim sem ná að safna auð án þess að greiða sitt til samfélagsins.

Skoðun
Fréttamynd

Hafa skal það sem sannara reynist

Þann 23. mars sl. skrifaði Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir (SB) grein á visir.is/skoðun undir fyrirsögninni „Kæru kaffistofugestir”. Greinin fjallaði að meginhluta til um bálfarir og efni tengt þeim.

Skoðun
Fréttamynd

Kapphlaup um nýja bálstofu í uppsiglingu

Kapphlaup virðist vera í uppsiglingu milli Kirkjugarða Reykjavíkurprófastdæma og einkaaðila um byggingu nýrrar bálstofu. Forstjóri kirkjugarðana telur aðeins pláss fyrir eina bálstofu í landinu.

Innlent
Fréttamynd

Deiluaðilar sitja á fundi í von um lausn

Deiluaðilar í Húsafellsmálinu svokallaða sitja nú á fundi til þess að fresta þess að gera lokatilraun til að ná sáttum. Niðurrif á Legsteinasafninu sem deilan snýst um átti að hefjast í dag. Skessuhorn greinir frá.

Innlent
Fréttamynd

Páll á Húsafelli harmar að rífa þurfi legsteinasafnið

Niðurrif húss sem átti að hýsa legsteinasafn á landi listamannsins Páls á Húsafelli hófst í fyrradag. Páll var dæmdur til að fjarlægja húsið af Héraðsdómi Vesturlands eftir að nágranni hans Sæmundur Ásgeirsson höfðaði mál á hendur honum.

Innlent
Fréttamynd

Styttri vinnutími í kirkjugörðum dauðans alvara

Stytting vinnuvikunnar hjá Reykjavíkurborg er ekki fórnarlambslaus glæpur. Megn óánægja hefur grafið um sig hjá útfararstjórum borgarinnar með Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæmanna, sem hafa að sögn útfararstjóra nánast skrúfað fyrir greftranir á vinsælasta útfarardegi vikunnar.

Innlent
Fréttamynd

Neituðu að jarða mann vegna þess að hann var svartur

Stjórnendur kirkjugarðs í Louisiana í Bandaríkjunum báðu ekkju lögreglumanns afsökunar í gær, eftir að hafa neitað að jarða eiginmann hennar vegna þess að hann var svartur. Aldagamlar reglur, sem enn voru í gildi þar til í gær, kváðu á um að aðeins mætti jarðsetja hvítt fólk í kirkjugarðinum.

Erlent
Fréttamynd

Það breyttist allt með Covid

Það hefur margt breyst síðustu áratugina í útförum að sögn Rúnars Geirmundssonar útfaraþjónustu. En það breyttist allt með Covid. Í helgarviðtalinu þessa helgina fáum við að heyra söguna á bakvið Útfaraþjónustu Rúnars Geirmundssonar sem stofnuð var árið 1990.

Atvinnulíf