Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Fréttamynd

Segir ekki rétt að Ísland tækli sóttkví allt öðruvísi en nágrannarnir

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir gerir rangfærslur um framkvæmd sóttkvíar í nálægum löndum vegna COVID-19 að umtalsefni í pistli sínum á Covid.is í dag. Hann segir Norðurlandaþjóðirnar útfæra sóttkví á ólíkan máta og alls ekki þannig að framkvæmd Íslands sé á skjön við hin Norðurlöndin.

Innlent
Fréttamynd

Umræður um svefn bíða vegna dökkrauðs Íslands

Í ljósi nýlegra tíðina um fjölgun smita hér á landi og að Ísland sé nú orðið dökkrautt á korti sóttvarnarstofnunar Evrópu hefur verið ákveðið að fresta SVEFN ráðstefnunni, sem átti að fara fram á mánudag í Eldborgarsal Hörpu.

Lífið
Fréttamynd

Kársnesskóla lokað til að hemja hraða útbreiðslu

Kársnesskóla í Kópavogi var lokað í dag vegna hraðrar útbreiðslu kórónuveirunnar meðal nemenda og starfsfólks. Staðan er slæm, að sögn skólastjóra. Þá hefur stofnunum og fyrirtækjum á Dalvík verið skellt í lás í dag vegna hópsýkingar sem þar geisar.

Innlent
Fréttamynd

179 greindust innan­lands í gær

179 greindust með kórónuveiruna innan­lands í gær. Áttatíu af þeim 179 sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 45 prósent. 99 voru utan sóttkvíar, eða 55 prósent.

Innlent
Fréttamynd

Verð­launum sam­fé­lags­lega á­byrgð

Covid-19 vírusinn er ekki nokkurri manneskju að kenna. Ástæður þess að þiggja ekki bólusetningu eru líklega jafn margar og fjölbreyttar og einstaklingarnir sem ákveða það og þeir bera fulla ábyrgð á sinni ákvörðun því bólusetning er ekki skylda á Íslandi.

Skoðun
Fréttamynd

Hvað er barna­heill í Co­vid-far­aldri?

Á Íslandi gilda um þessar mundir mun meira íþyngjandi reglur um sóttkví og smitgát barna heldur en í nágrannalöndum okkar og þeim löndum sem við viljum gjarnan bera okkur saman við.

Skoðun
Fréttamynd

Er ekki allt í lagi að börnin smitist?

Í Fréttablaðinu í dag er fjallað um nýtilkomið hlutverk sem skólastjórar hafa fengið í fangið í sóttvarnarmálum. Þar kemur fram að engin stoð finnist í lögum um að þeir megi gera þetta sem þeim er ætla. Ég fagna þessari umræðu.

Skoðun
Fréttamynd

Íhugar enn hvort tilefni sé til að herða

Sóttvarnalæknir segir of snemmt að fagna smittölum gærdagsins, þeim lægstu í tíu daga. Hann mun ákveða um helgina hvort hann skili inn minnisblaði um hertar sóttvarnaaðgerðir.

Innlent
Fréttamynd

Grímunotkun meira en helmingar líkurnar á smiti

Grímunotkun er áhrifamesta lýðheilsuráðstöfunin sem gripið hefur verið til í þeim tilgangi að takmarka dreifingu kórónuveirunnar. Þetta eru niðurstöður samantektar vísindamanna á meira en 30 rannsóknum víðsvegar í heiminum.

Erlent
Fréttamynd

126 greindust innan­lands í gær

126 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 67 af þeim 126 sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 53 prósent. 59 voru utan sóttkvíar, eða 47 prósent.

Innlent
Fréttamynd

Um 300 létust af völdum Covid í Þýskalandi í gær

Þjóðverjar takast nú á við erfiða fjórðu bylgju Covid, að sögn Angelu Merkel kanslara, sem hittir alla ríkisstjóra landsins á krísufundi í dag. Tæplega 53 þúsund Þjóðverjar greindust smitaðir í gær og hefur sú tala aldrei verið hærri frá upphafi faraldursins.

Erlent
Fréttamynd

Nokkrir hafa sagt upp á Landspítala í dag vegna álags

Nokkrir hjúkrunarfræðingar á bráðadeild hafa sagt upp á Landspítala í dag vegna álags. Landspítalinn sendi í dag frá sér yfirlýsingu þar sem hann vakti athygli á miklu álagi á spítalanum sem sérstaklega birtist almenningi á bráðamóttökunni í Fossvogi. 

Innlent
Fréttamynd

Tuttugu þúsund manns fengið örvunarskammt í vikunni

Um það bil 20 þúsund manns fengu örvunarskammt af bóluefni gegn Covid-19 í vikunni. Bólusetningarátak hófst síðastliðinn mánudag en átakið mun standa yfir í fjórar vikur þar sem 120 þúsund manns munu í heildina fá boð.

Innlent