Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024)

Fréttamynd

Mikil fækkun búa ógnar dreifðri byggð

Búum í landbúnaðargreinum hefur fækkað um 375 á landinu frá árinu 2008 til 2020. Formaður bændasamtakanna hefur áhyggjur af fækkun búa sem hann segir stoð dreifðari byggða.

Innlent
Fréttamynd

Þrumuský yfir leigjendum

Guðmundur Hrafn Arngrímsson, formaður Samtaka leigjenda, segir leigjendur hafa þungar áhyggjur af stöðunni á leigumarkaði en allt bendir nú til að leiga hækki enn og aftur og nú rösklega. Guðmundur Hrafn segir ekkert borð fyrir báru og verið sé að trappa upp umræðu til að réttlæta slíkar hækkanir.

Innlent
Fréttamynd

Hlær að kenningum um að hann sé að refsa Lilju

Fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra þver­tekur fyrir að hann sé að refsa Lilju Al­freðs­dóttur, menningar- og við­skipta­ráð­herra, fyrir gagn­rýni sína á Ís­lands­banka­málið. Hann segir málið vera storm í vatns­glasi.

Innlent
Fréttamynd

Stein­grímur J. leiðir „sprett­hóp“ Svan­dísar

Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, hefur ákveðið að skipa þriggja manna „spretthóp“ sem skila skal ráðherra tillögum og valkostagreiningu vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframleiðslu á Íslandi. Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi þingmaður, mun leiða vinnu hópsins.

Innlent
Fréttamynd

Tíminn er tak­mörkuð auð­lind!

Ég hef alla tíð haft mikinn áhuga á sjávarútvegsmálum enda kannski ekki skrítið búandi á Vestfjörðum þar sem birtingarmynd af ranglæti kvótakerfisins hefur verið hvað sterkust í gegnum árin og voru þættirnir um Verbúðina að rifja ágætlega upp þá sögu.

Skoðun
Fréttamynd

Fylgi VG ekki verið minna síðan 2013

Fylgi Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs hefur ekki verið minna síðan fyrir alþingiskosningarnar árið 2013. Ný könnun Þjóðarpúls Gallup sýnir að stuðningur við ríkisstjórnina heldur áfram að minnka.

Innlent
Fréttamynd

Opið bréf til ráð­herra frá leigj­endum

3. apríl 2019 tilkynnti ríkisstjórn Ísland um aðgerðir ríkisvaldsins til stuðnings kjarasamningum, sem síðan hafa verið kallaðir Lífskjarasamningar. Í yfirlýsingunni ríkisstjórnarinnar var því lofað að koma á leigubremsu og að stuðningur við hagsmunasamtök leigjenda yrði aukinn.

Skoðun
Fréttamynd

Lilja segir gagnrýni úr ráðuneyti Bjarna fráleita

Minnisblað úr fjármála- og efnahagsráðuneytinu bendir á vankanta á frumvarpi Lilju Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra, um hækkun á endurgreiðsluhlutfalli til kvikmyndagerðar. Þar segir að tími til yfirferðar á frumvarpinu hafi verið ónægur og samráð hafi skort við vinnu á því. Menningar- og viðskiptaráðherra telur umsögnina vanreifaða og segir þverpólitíska sátt um málið á þinginu.

Innlent
Fréttamynd

Starfshópur leggur til að blóðmerahald verði áfram leyfilegt

Starfshópur, sem skipaður var af matvælaráðherra í lok síðasta árs, leggur til að blóðmerahald verði áfram leyfilegt. Matvælaráðherra hefur ákveðið að setja reglugerð um starfsemina sem gildir til þriggja ára þar sem skýrt er kveðið á um hvaða skilyrði starfsemin þurfi að uppfylla.

Innlent
Fréttamynd

Nokkur stórmál óafgreidd fyrir þinglok

Aðeins fjórir þingfundadagar eru eftir af vorþingi samkvæmt starfsáætlun þingsins og enn bíða nokkur stór ágreiningsmál í nefnd eftir lokaumræðu. Fundað verður á morgun og á fimmtudag í þessari viku.

Innlent
Fréttamynd

130 milljarða halli á ríkissjóði

Afkoma ríkissjóðs var neikvæð um 130 milljarða króna í fyrra samanborið við 144 milljarða króna halla árið 2020. Ber hún þess merki að hagkerfið hafi enn verið að ná sér á strik eftir heimsfaraldur Covid-19 en afkoman var betri en áætlað var.

Innlent
Fréttamynd

Willum Þór að missa lykilleikmenn úr liðinu

Hart var sótt að Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra á þinginu nú rétt í þessu, undir liðnum „störf þingsins“ vegna ófremdarástands á bráðamóttökunni. Helga Vala Helgadóttir reyndi að ná til ráðherra með líkingarmáli sem hún ætlar að hann skilji.

Innlent
Fréttamynd

Sakaði ráðherra um rangfærslur og útúrsnúning

Þingmaður Pírata sakar dómsmálaráðherra um rangfærslur og útúrsnúning um mál hælisleitenda á Íslandi. Ráðherrann segir grundvallarmisskilning ríkja um þau en segist vilja auka möguleika útlendinga alls staðar að á að koma til landsins og vinna.

Innlent
Fréttamynd

Flestir sem bíða brottflutnings frá Nígeríu og Írak

Tæplega tvö hundruð manns sem hefur verið synjað um alþjóðlega vernd á Íslandi bíða nú brottvísunar, flestir þeirra frá Nígeríu og Írak. Flestir verða sendir til Grikklands sem afnam nýlega takmarkanir á móttöku fólks sem er vísað frá öðrum löndum.

Innlent
Fréttamynd

Segir skýringar ráð­herra á laga­grund­velli brott­vísana villandi

Lögfræðingur sem starfað hefur sem talsmaður umsækjenda um alþjóðlega vernd hjá Rauða krossinum segir það rangt hjá dómsmálaráðherra að verið sé að fylgja lögum við fyrirhugaðar fjöldabrottvísanir fjölda hælisleitenda. Nýtt útlendingafrumvarp ráðherra muni þrengja rétt hælisleitenda hér á landi til muna.

Innlent
Fréttamynd

„Hatursáróður getur aldrei beinst gegn valdhöfum“

Davíð Þór Jónsson sóknarprestur í Laugarneskirkju hafnar því að ummæli hans um að fyrirhugaður brottflutningur hátt í þrjú hundruð hælisleitenda og flóttamanna falli undir fasisma sé haturso. Hann segir áhyggjuefni að flokksmenn VG skilji ekki merkingu hatursorðræðu. 

Innlent
Fréttamynd

Þrír nýir skrif­stofu­stjórar í nýja ráðu­neytinu

Sigríður Valgeirsdóttir, Ari Sigurðsson og Jón Vilberg Guðjónsson hafa öll tekið við stöðum skrifstofustjóra í háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu. Ráðherrann Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skipaði þau Sigríði og Ara að undangenginni auglýsingu og þá hefur Jón Vilberg verið fluttur í embætti skrifstofustjóra á skrifstofu yfirstjórnar í ráðuneytinu.

Innlent