

Knattspyrnudeild Breiðabliks var nauðbeygð til þess að skipta um gervigras á Kópavogsvelli til að liðið gæti spilað sína heimaleiki í Evrópukeppnunum í fótbolta í sumar.
Knattspyrnufókið Fanndís Friðriksdóttir og Eyjólfur Héðinsson eignuðust fyrr í vikunni son. Þetta er þeirra annað barn en fyrir tveimur árum eignuðust þau dóttur.
Keflavík skaust í það minnsta tímabundið aftur á topp Subway-deildar kvenna í körfubolta er liðið vann öruggan 20 stiga sigur gegn Breiðablik í kvöld, 80-60. Á sama tíma hafði Fjölnir betur gegn botnliði ÍR, 83-69.
Pétur Theodór Árnason er genginn í raðir Gróttu á nýjan leik. Hann kemur til liðsins á láni frá Íslandsmeisturum Breiðabliks.
Valskonur fóru illa með Breiðablik þegar liðin áttust við í Subway deildinni í körfubolta í kvöld.
Íslenskt knattspyrnufólk reimaði á sig markaskóna í Lengjubikarnum í dag þar sem fjölmörg mörk litu dagsins ljós í A-deildum karla og kvenna.
Keflavík lenti óvænt í vandræðum gegn Fjölni í Subway-deild kvenna í kvöld en vann að lokum sigur eftir frábæran seinni hálfleik. Þá unnu Haukar risasigur á Breiðablik.
Knattspyrnumaðurinn Gísli Eyjólfsson, leikmaður Breiðabliks, fékk þungt höfuðhögg í leik liðsins gegn Leikni í Lengjubikarnum í gærkvöldi.
Tveir leikir fóru fram í A-deild Lengjubikarsins í kvöld þar sem Leiknir vann óvæntan 2-0 sigur gegn Íslandsmeisturum Breiðabliks í riðli 2 og Grótta og Stjarnan gerðu 3-3 jafntefli í riðli 3.
Valskonur unnu nauman fimm stiga sigur er liðið tók á móti Fjölni í Subway-deild kvenna í kvöld, 109-104, og í Breiðholtinu vann Breiðablik öruggan 15 stiga sigur gegn heimakonum í ÍR, 64-79.
Eftir æsispennandi lokaumferð unnu Dusty Ljósleiðaradeildina í CS:GO á síðustu metrunum.
Stjarnan hefur fengið unglingalandsliðskonuna Eyrúnu Völu Harðardóttur til liðs við sig fyrir komandi átök í Bestu-deild kvenna í fótbolta.
Íslandsmeistarar Breiðabliks unnu góðan 3-1 sigur er liðið tók á móti FH í riðli tvö í A-deild Lengjubikarsins í fótbolta í kvöld.
Íslandmeistarar Breiðabliks í fótbolta hafa fengið til sín Skagamanninn Oliver Stefánsson frá Norrköping í Svíþjóð. Hann skrifaði undir samning við Blika sem gildir næstu þrjár leiktíðir eða út árið 2025.
Njarðvík og Breiðablik mættust í Subway deild karla í körfubolta fyrr í kvöld á heimavelli fyrrnefnda liðsins. Skemmst er frá því að segja að leikurinn endaði með stórsigri heimamanna 135-95.
Benedikt Guðmundssyni, þjálfara liðs Njarðvíkur í Subway-deild karla í körfubolta, leist ekkert á blikuna í upphafi leiks hans manna á heimavelli gegn Breiðablik fyrr í kvöld. Eftir tvær og hálfa mínútu í fyrsta leikhluta var staðan 0-11 fyrir gestina.
Breiðablik lagði Fylki í lokaumferð Ljósleiðaradeildarinnar.
Atlantic, Dusty og Þór eru jöfn að stigum á toppnum þegar aðeins ein umferð er eftir.
Þór þurfti að vinna Breiðablik til að halda í við Dusty og Atlantic fyrir lokaumferðina
ÍR-ingar unnu sinn annan sigur í röð í Subway-deild karla þegar þeir heimsóttu Breiðablik í 16. umferð deildarinnar í kvöld. ÍR-ingar fóru með þrettán stiga sigur úr Smáranum, 91-104 lokatölur.
Íslandsmeistarinn og fyrirliðinn Höskuldur Gunnlaugsson er með áhugaverðari leikmönnum Bestu deildar karla í fótbolta fyrir margar sakir. Segja má að hann fari ótroðnar slóðir innan vallar sem utan en hér verður meira einblínt á það sem gerist innan vallar.
Íslandsmeistarar Breiðabliks unnu öruggan 3-1 sigur er liðið fékk Selfyssinga í heimsókn í riðli 2 í A-deild Lengjubikars karla í fótbolta í dag.
Enn er allt í járnum í Ljósleiðaradeildinni í CS:GO þegar einungis tvær umferðir eru eftir.
Keflavík hefur nú unnið alla átta heimaleiki sína á tímabilinu eftir öruggan 20 stiga sigur gegn Breiðablik í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur 109-89, en með sigrinum jöfnuðu Keflvíkingar Val á toppi deildarinnar.
FH vann fyrsta titil knattspyrnuársins 2023 þegar liðið tryggði sér Þungavigtarbikarinn í gær. FH-ingar gerðu það með stæl eða með því að vinna 4-0 sigur á Íslandsmeisturum Breiðabliks á þeirra eigin heimavelli.
Varnarmaðurinn Heiðdís Lillýjardóttir er gengin í raðir Basel frá Breiðabliki. Hún skrifaði undir tveggja ára samning við svissneska félagið.
Lárus Ingi Magnússon aðstoðarþjálfari liðs Njarðvíkur í Subway deild kvenna í körfubolta, sem gegndi hlutverki aðalþjálfara í fjarveru Rúnars Inga Erlingssonar, var ekki beinlínis skælbrosandi eftir stórsigur á liði Breiðabliks 85-45 fyrr í kvöld.
Fyrsti leikur nítjándu umferðar Subway deildar kvenna í körfubolta fór fram fyrr í kvöld í Ljónagryfjunni í Njarðvík. Lið Njarðvíkur tók þar á móti liði Breiðabliks. Njarðvík hefur haft gott tak á Blikum og ekki breyttist það í kvöld, lokatölur 85-45.
Atlantic og Breiðablik mættust í fyrsta leik 16. umferðarinnar í CS:GO
Fyrsti fótboltatitilinn á árinu 2023 er í boði í kvöld og verður hægt að fylgjast með leiknum í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.