Stéttarfélög

Fréttamynd

Treystir Vil­hjálmi ekki til em­bættis vara­­for­­seta ASÍ

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segist ekki treysta Vilhjálmi Birgissyni, formanni Starfsgreinasambandsins (SGS), fyrir embætti varaforseta Alþýðusambandsins. Ákveði félagsmenn Eflingar að segja sig úr SGS standi eftir sjálfstæð aðild félagsins að ASÍ, þvert á fullyrðingar Vilhjálms.

Innlent
Fréttamynd

Styrkir úr sögunni vegna stór­aukinna veikinda

Gleraugna- og tannviðgerðastyrkir eru á meðal þeirra styrkja sem heyra sögunni til hjá Bandalagi háskólamanna. Ástæðan er stóraukin sókn félagsmanna í sjúkradagpeninga sem er í forgangi hjá félaginu.

Innlent
Fréttamynd

Greiddu 53 milljónir til SGS í fyrra en sæki enga þjónustu þangað

Formaður Eflingar segir mögulega úrsögn félagsins úr Starfsgreinasambandinu (SGS) ekki tengjast óeiningu í kjarasamningsviðræðum í vetur. Hún segir að boðað verði til félagsfundar á næstu dögum þar sem ákveðið verður hvort úrsögnin fari í allsherjaratkvæðagreiðslu eða ekki. 

Innlent
Fréttamynd

Vill ekki vera for­seti eftir krefjandi mánuði

Kristján Þórður Snæbjarnarson, forseti ASÍ og formaður Rafiðnaðarsambands Íslands, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í embætti forseta ASÍ á framhaldsþingi sambandsins sem fer fram í lok mánaðar. Hann mun hins vegar gefa kost á sér í embætti fyrsta varaforseta. 

Innlent
Fréttamynd

BHM náð samkomulagi við ríki og borg um efni nýrra samninga

BHM hefur náð rammasamkomulagi við fulltrúa ríkis og Reykjavíkurborgar um meginefni nýrra kjarasamninga aðildarfélaga bandalagsins. Samkomulagið er til tólf mánaða en á næstu dögum munu aðildarfélög eiga fundi með ríki og borg til að klára endanlega samninga. Stefnt er að því að ljúka sambærilegu samkomulagi við Samband íslenskra sveitarfélaga innan tíðar. 

Innlent
Fréttamynd

Er VM orðið spilltasta stéttar­fé­lag landsins?

Það er sorglegt að sjá stéttarfélagið mitt VM - Félag vélstjóra og málmtæknimanna vera hugsanlega orðið spilltasta stéttarfélag landsins. Þau vinnubrögð sem hafa verið stunduð í félaginu síðan núverandi formaður tók við eru með ólíkindum. Lög ítrekað brotin, sérstaklega hvað varðar meðferð á fjármunum félagsins auk sameiningar inn í annað félag sem félagsmenn hafa ekki fengið kynningu á.

Skoðun
Fréttamynd

Fáum peningana aftur heim, skattaða í drasl!

Hugmyndir þeirra Ragnars Þórs Ingólfssonar formanns VR og Ásthildar Lóu Þórsdóttur þingmanns Flokks fólksins og formanns Hagsmunasamtaka heimilana um sérstakan þrepaskiptan skyldusparnað á laun fólks, til þess að slá á einkaneyslu og kæmu í staðinn fyrir vaxtahækkanir Seðlabankans, eru á margan hátt athyglisverðar en ekki endilega góðar þegar aðeins er reynt að kafa ofan í málið.

Skoðun
Fréttamynd

Tveir samningar undir­ritaðir en enn eru nokkrir eftir

Formaður Rafiðnaðarsambandsins segir það ánægjulegt að kjarasamningsviðræður virðast komnar á skrið. Fyrir helgi var talið að viðræður við Orkuveituna hefðu siglt í strand en samningur við þau var undirritaður í gær. Í dag voru samningar við HS Orku og HS Veitur undirritaðir en nokkrir samningar standa eftir. 

Innlent
Fréttamynd

„Ég sé ekki eftir neinu“

Elva Hrönn Hjartardóttir segist ekki sjá eftir því að hafa farið í framboð til formanns VR gegn Ragnari Þór Ingólfssyni. Hún hvetur Ragnar til þess að fara annað slagið út og tala við félagsfólk sitt.

Innlent
Fréttamynd

Vaktin: Ragnar Þór endurkjörinn formaður

Ragnar Þór Ingólfsson var í dag endurkjörinn formaður VR og ný stjörn kjörin. Úrslitin voru kynnt frambjóðendum um klukkan 13:30 í dag. Ragnar Þór hlaut 57 prósent atkvæða gegn 39,4 prósentum Elvu. Kosningaþátttaka var rétt rúmlega 30 prósent og hefur aldrei verið meiri í sögu félagsins.

Innlent
Fréttamynd

Kosningum til formanns VR lýkur í dag

Kosningum til formanns stéttarfélagsins VR lýkur í dag á hádegi. Tvö eru í framboði, Ragnar Þór Ingólfsson, núverandi formaður, og Elva Hrönn Hjartardóttir, starfsmaður VR. Úrslitin verða tilkynnt upp úr klukkan eitt í dag.

Innlent
Fréttamynd

Elva Hrönn verður frá­bær for­maður VR

Athyglisvert hefur verið að fylgjast með viðbrögðum sem greinarkorn mitt á Vísi hlaut í gær. Ekki leið á löngu fyrr en mykjudreifarar VR formannsins voru farnir af stað og þvílíkt skítkast.

Skoðun
Fréttamynd

Hvað er að gerast í ASÍ?

Að vera starfandi í verkalýðshreyfingunni eru oft miklar áskoranir og átök. Félagsmenn ASÍ eru tæplega 130.000 í 5 landssamböndum og 44 aðildarfélögum um allt land. Félagsmenn eru starfandi á flestum sviðum samfélagsins, á almennum vinnumarkaði og hjá ríki og sveitarfélögum.

Skoðun
Fréttamynd

VR þarf nýjan for­mann

Félagar í VR ganga nú enn á ný til formannskosninga. Elva Hrönn Hjartardóttir gefur kost á sér ásamt núverandi formanni.

Skoðun
Fréttamynd

Let’s make a blacklist for employers who willingly short wages

If an employee takes 5,000 kr. from the company cash register, their employer can go to the police and press charges for theft. Even if the employee returns this money the next day so that the company doesn’t suffer any lasting damage, the crime has already been committed in the eyes of the law.

Skoðun
Fréttamynd

Ég mæli með Ragnari Þór sem formanni VR

Nú standa yfir kosningar til stjórnar og formanns VR. Sem ritari í fráfarandi stjórn og þar áður varaformaður hef ég átt náið samstarf við Ragnar þór og kynnst því vel hvern mann hann hefur að geyma, hann er réttsýnn og sanngjarn þegar kemur að hagsmunabaráttu fyrir félagsfólk VR.

Skoðun
Fréttamynd

Ég býð mig fram til áframhaldandi forystu í VR

Sú kjaralota sem við stöndum í nú verður sú mikilvægasta í áratugi. Vanda þarf til verka og mun reynsla og staðfesta skipta öllu máli ef ekki á illa að fara. Í eftirmálum hrunsins var verkalýðshreyfingin samofin valdablokk stjórnmálanna.

Skoðun
Fréttamynd

Öldunga­ráð VR fyrir eldri borgara sem við verðum öll

Ég hef átt því láni að fagna að vera fulltrúi í stjórn VR frá árinu 2000. Á þeim tíma hafa 6 formenn verið starfandi og ég hef unnið með þeim öllum af bestu getu.Áherslur mínar í gegnum árin hafa ávallt verið að launakjör séu í samræmi við þá framleiðniaukningu sem starfsmenn leggja til með vinnuframlagi sínu.

Skoðun
Fréttamynd

Af hverju býð ég mig fram til formanns VR

Öflug og samstillt verkalýðshreyfing getur stuðlað að miklum kjarabótum og öðrum samfélagslegum breytingum sem hafa jákvæðar afleiðingar fyrir launafólk. Við höfum séð mátt hennar í gegnum tíðina og oftar en ekki hefur VR verið þar í fararbroddi. Þannig á það að vera, en til þess þarf að tryggja að félagið beiti sér fyrir hagsmunum félagsfólks á breiðum grundvelli, með þann fjölbreytileika sem ríkir innan félagsins að leiðarljósi.

Skoðun
Fréttamynd

Refsum at­vinnu­rek­endum sem brjóta sannan­lega á starfs­fólki sínu

Á Íslandi er staðan sú að atvinnurekendur sem brjóta á starfsfólki sínu þurfa ekki greiða neina sekt fyrir það. Jafnvel ef stéttarfélag starfsfólksins blandar sér í málið, og hægt er að sanna að um miskunnarlausan launaþjófnað sé að ræða, þarf atvinnurekandinn ekki að greiða neitt umfram vangoldnu launin og það án dráttarvaxta.

Skoðun
Fréttamynd

Í hvaða höndum endar VR

Eftir kynni mín af Ragnari Þór Ingólfssyni formanni VR hefur hann vaxið í mínum augum sem einstaklingur. Hann er ekki bara mikill baráttumaður fyrir réttlæti í samfélaginu okkar heldur er hann mjög viðkunnanlegur einstaklingur. Hann er laus við allan hroka og yfirgang og maður sátta.

Skoðun
Fréttamynd

Þess vegna þarf nýja forystu í VR

Samstaða samtaka launafólks í komandi kjarasamningagerð, í stað innbyrðis átaka, skiptir okkur öll máli af þremur megin ástæðum. Í fyrsta lagi af því einungis þannig næst raunverulegur árangur í að bæta kjör og réttindi þeirra sem veikast standa á vinnumarkaði.

Skoðun