Frjálsar íþróttir

Fréttamynd

Róbert Ísak keppir fyrstur Ís­lendinga

Nú fer að styttast í að Ólympíumót fatlaðra 2024, Paralympics, hefjist í París. Íslenski hópurinn heldur út á laugardaginn og leikarnir standa síðan yfir frá 28. ágúst til 8. september.

Sport
Fréttamynd

68 ára alpagreinagoðsögn keppti í stangar­stökki

Svíinn Ingemar Stenmark er einn sigursælasti skíðamaður sögunnar en hann hætti að keppa á skíðum í lok níunda áratugar síðustu aldar. Stenmark var meðal keppenda á heimsmeistaramóti í gær en þó í allt annarri íþróttagrein.

Sport
Fréttamynd

Ní­ræð tugþrautarkona með 35 heims­met

Florence Meiler er engin venjuleg íþróttakona því hún er enn á fullu í keppnisíþróttum þegar flestir á hennar aldri láta sér nægja létta göngutúra, stólinn og rúmið.

Sport
Fréttamynd

Fánaberinn með móts­met í Kópa­vogi

Nokkrum dögum eftir að hafa verið fánaberi Íslands á lokahátíð Ólympíuleikanna í París var Erna Sóley Gunnarsdóttir mætt til að keppa fyrir hönd ÍR í Bikarkeppni Frjálsíþróttasambands Íslands í dag.

Sport
Fréttamynd

„Ég er ekki hroka­fullur og há­vær eins og Lyles“

Letsile Tebogo frá Botsvana, sem vann tvö hundruð metra hlaup karla á Ólympíuleikunum í París, skaut föstum skotum á Noah Lyles eftir hlaupið í gær. Hann sagði þann bandaríska vera illa til þess fallinn að vera andlit frjálsra íþrótta.

Sport