Lífið

Von á á­kæru eftir spennuþrungna daga í Malmö

Fulltrúi Hollands í Eurovision sem var meinuð þátttaka á úrslitakvöldinu klukkustundum fyrir keppni verður að líkindum ákærður fyrir hótanir að sögn sænsku lögreglunnar. Hinn 26 ára gamli Joost Klein komst á spjöld sögunnar því engum keppanda hefur áður verið vísað úr keppni.

Lífið

Inga Lind selur í­búð við Valshlíð

Inga Lind Karlsdóttir fjölmiðlakona hefur sett smekklega íbúð við Valshlíð í Reykjavík á sölu. Íbúðin er jafntfram í eigu dóttur hennar Hrafnhildar Össurardóttur og eiginmanns hennar Árna Hjaltasonar. Ásett verð er 93,9 milljónir.

Lífið

Fal­leg tón­list GDRN hljómaði ekki nógu vel

Ég hitti mann nýlega sem kvartaði yfir því hve margar íslenskar söngkonur rauli. „Ekki Björk, sko – hún SYNGUR – en svo margar aðrar syngja bara í hálfum hljóðum. Það er varla að þær séu með raddbönd.“

Gagnrýni

Fann fíkni­efnin strax

Í fimmta þætti af þáttunum Hundarnir okkar, sem sýndir eru á Vísi alla þriðjudaga, er skyggnst inn í starf lögreglunnar þar sem fíkiniefnaleitarhundar eru notaðir, þjálfun þeirra og hæfniskröfur ræddar og sýnt hvernig þeir vinna.

Lífið

Tára­flóð í útgáfuteiti Bjarna

Bjarni Snæbjörnsson leikari og rithöfundur fagnaði bók sinni Mennsku með glæsilegu útgáfuteiti í Bókabúð forlagsins á dögunum.  Ljósmyndarinn Mummi Lú mætti á viðburðinn og fangaði stemninguna.

Lífið

Hlutu „Óskarinn“ í brúðkaupsskipulagningu

„Þetta sýnir okkur að það sé tekið eftir þeirri vinnu sem við höfum lagt í að koma Íslandi á kortið sem ákjósanlegum áfangastað fyrir brúðkaup og viðburði“, segja forsvarsmenn ferðaskrifstofunnar Pink Iceland, sem hlaut í apríl verðlaun sem uppáhalds skipuleggjandi áfangastaðabrúðkaupa í Evrópu og Asíu. Skrifstofan er talin brautryðjandi í skipulagningu brúðkaupa fyrir erlenda gesti sem vilja gifta sig á Íslandi.

Lífið

Bill Barton kemur í Augað í Kringlunni

Hópur snillinga frá gleraugnamerkinu Barton Perreira mætir í gleraugnaverslunina Augað í Kringlunni á morgun, þriðjudaginn 14. maí, og sýnir það nýjasta úr 2024 línunni. Með í för er Bill Barton, stofnandi gleraugnamerkisins, sem mun svara spurningum gesta og gefa góð ráð.

Lífið samstarf

Herra Hnetu­smjör hitti Akon: „Þeir vita sem vita“

Rapparinn Herra Hnetusmjör eða Árni Páll Árnason, gerði sér lítið fyrir og hitti bandaríska rapparann Akon. Herrann birtir mynd af sér með Akon á Instagram en hann hitti hann í Berlín í Þýskalandi þar sem hann skellti sér á tónleika.

Lífið

Ari Bragi og Dóróthea eignuðust dreng

Tónlistarmaðurinn Ari Bragi Kárason og unnusta hans Dórthea Jóhannesdóttir eignuðust dreng á dögunum. Um er að ræða þeirra annað barn en fyrir eiga þau hina þriggja ára gömlu Ellen Ingu.

Lífið

Kom fram sem stór­stjarna

Útgáfutónleikar nýstirnisins Blossa fóru fram í Iðnó síðastliðið miðvikudagskvöld þar sem hann fagnaði útgáfu fyrstu smáskífu hans Le Blossi.

Tónlist

Greindu frá kyninu á ströndinni

Sandra Björg Helgadóttir þjálfari og eiginmaður hennar Hilmar Arnarsson eiga von á sínu fyrsta barni í september. Hjónin tilkynntu á Instagram í gær að von sé á dreng.

Lífið

Stjörnulífið: „Mér fannst mæðradagurinn alltaf triggerandi“

Stjörnur landsins nutu liðinnar viku eins og þeim einum er lagið. Mæðradagurinn var í gær og sendu fjölmargir Íslendingar fallegar kveðjur á mæður í lífi þeirra í tilefni dagsins. Fjölmargir sóttu tónleika hljómsveitarinnar GusGus í Hörpu um helgina, þar sem stiginn var trylltur dans.

Lífið

Þessi lönd gáfu Ís­landi stigin þrjú

Áhorfendur í Svíþjóð og Kýpur voru þeir einu sem gáfu Íslandi stig í símakosningunni í fyrri undanúrslitum Eurovision í ár. Eins og fram hefur komið vermir Ísland botnsætið í ár, með einungis þrjú stig.

Lífið

„Það var al­gjört kossaflens í gangi í Breið­holtinu“

„Ég er með rosalegan bucket-lista sem er skipt í flokka. Staðir, veitingastaðir, fjöll sem mig langar að ganga á og margt fleira,“ segir Þórdís Valsdóttir, lögfræðingur og forstöðumaður hljóðmiðla hjá Sýn. Þórdís er mikil útivistarkona og segist ætla að haka eitt atriði af bucket-listanum í sumar og ganga Laugaveginn. 

Lífið

Fögnuðu heim­komu Nemo

Nokkur hundruð manns voru saman komin á alþjóðaflugvellinum í Zürich í Sviss í gær til að taka á móti söngvaranum Nemo sem vann sigur í Eurovision á laugardagskvöldið.

Lífið

Hellti sér yfir EBU að lokinni keppni

Bambie Thug, sem flutti framlag Írlands í Eurovision, sendi Sambandi evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) kaldar kveðjur að lokinni keppni í gærkvöldi. Hán segir sambandið hafa brugðist.

Lífið

Hundar mæta í vinnuna með eig­endum sínum

Það færist sífellt í vöxt að dýr séu notuð í meðferðum með börnum til að bæta lífsgæði þeirra, ekki síst hundar. Gott dæmi um þetta er sálfræðingur í Reykjavík, sem ætlar sér að nýta sinn hund í tímum með skjólstæðingum sínum og í Fossvogsskóla mætir hundur tvisvar í viku með eiganda sínum í vinnuna.

Lífið

Skil­yrði að koma Borgar­nesi á kortið

Tónlistarmaðurinn Friðrik Ómar Hjörleifsson gerði það að skilyrði fyrir því að kynna stig Íslands í Eurovision, að fá að koma Borgarnesi á kortið í leiðinni. Þangað flutti hann fyrir ári síðan, nýtur sín vel og segir það merki um að hann sé að eldast og þroskast.

Lífið

Mætti í eftir­­­partý og verður eftir í Mal­­mö

Hollenski tónlistarmaðurinn Joost Klein mætti var í eftirpartýi úrslitakvölds Eurovision-keppninnar í gærkvöldi, þrátt fyrir að hafa verið vísað úr keppninni fyrr um daginn. Hann verður þá eftir í Malmö, þar sem keppnin fór fram, þrátt fyrir að aðrir úr hollenska föruneytinu haldi heim á leið.

Lífið