Miami 3 - Washington 0 13. október 2005 19:12 Lið Washington er að breytast í gólfmottu fyrir Dwayne Wade og félaga í Miami Heat, sem unnu sannfærandi sigur 102-95 á útivelli í nótt og það án Shaquille O´Neal, sem er enn að berjast við meiðsli á læri og verður jafnvel ekki með í næsta leik. O´Neal missti af sínum fyrsta leik í úrslitakeppni á ferlinum í nótt, en hann hefur leikið 164 leiki í keppninni á ferlinum. Honum var ráðlagt að hvíla af læknum og því gekk hann til félaga síns Alonzo Mourning fyrir leikinn og sagði "við þurfum á þér að halda í kvöld." Mourning svaraði kallinu og skoraði 14 stig og hirti 13 fráköst og var allt í öllu í varnarleiknum hjá Miami, þrátt fyrir að vera ekki í góðu leikformi. Mourning hefur verið lengi frá keppni vegna nýrnasjúkdóms, en hann var Miami afar mikilvægur í nótt, eins og reyndar alla úrslitakeppnina. Dwayne Wade átti góðan leik fyrir Miami og skoraði 31 stig í leiknum. Hann tapaði 8 boltum í leiknum, en var mikilvægur sínu liði eins og alltaf. Washington er nú komið ofan í djúpa holu í einvíginu, því ekkert lið í sögu úrslitakeppninnar hefur komið til baka og unnið 7 leikja seríu eftir að hafa lent undir 3-0. Ekki er sagan frekar á bandi höfuðborgarliðsins þegar litið er til þess að Eddie Jordan, þjálfari Wizards hefur tapað öllum 14 leikjum sínum á móti Miami á ferlinum. "Þeir voru að spila án Shaq og við náðum ekki að nýta okkur það. Við verðum að vera miklu grimmari en þetta ef við ætlum að vinna þá," sagði Jared Jeffries hjá Wizards. Atkvæðamestir hjá liði Washington:Antawn Jamison 21 stig, Gilbert Arenas 20 stig (14 stoðs), Larry Hughes 19 stig (7 frák), Juan Dixon 16 stig, Brendan Haywood 15 stig (8 frák).Atkvæðamestir hjá Miami:Dwayne Wade 31 stig (9 frák, 6 stoðs, 8 tapaðir boltar), Damon Jones 16 stig, Eddie Jones 16 stig, Alonzo Mourning 14 stig (13 frák), Udonis Haslem 12 stig (12 frák), Keyon Dooling 9 stig. NBA Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Fleiri fréttir Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili Í beinni: FH - Stjarnan | FH þarf stig til að sleppa úr fallsætinu Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Ellefu reiðhjólum stolið frá Cofidis liðinu 47 ára boxhetja snýr aftur í hnefaleikahringinn Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ KR semur við ungan bandarískan framherja Sveindísi var enginn greiði gerður Aron ráðinn til FH Ísold vann veðmálið örugglega og sendi Aron út í sjó Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Þrettán ára Íslendingur í Noregi stefnir á Formúlu 1 Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Dagskráin í dag: Besta sætið til að horfa á Bestu deildina Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Sjá meira
Lið Washington er að breytast í gólfmottu fyrir Dwayne Wade og félaga í Miami Heat, sem unnu sannfærandi sigur 102-95 á útivelli í nótt og það án Shaquille O´Neal, sem er enn að berjast við meiðsli á læri og verður jafnvel ekki með í næsta leik. O´Neal missti af sínum fyrsta leik í úrslitakeppni á ferlinum í nótt, en hann hefur leikið 164 leiki í keppninni á ferlinum. Honum var ráðlagt að hvíla af læknum og því gekk hann til félaga síns Alonzo Mourning fyrir leikinn og sagði "við þurfum á þér að halda í kvöld." Mourning svaraði kallinu og skoraði 14 stig og hirti 13 fráköst og var allt í öllu í varnarleiknum hjá Miami, þrátt fyrir að vera ekki í góðu leikformi. Mourning hefur verið lengi frá keppni vegna nýrnasjúkdóms, en hann var Miami afar mikilvægur í nótt, eins og reyndar alla úrslitakeppnina. Dwayne Wade átti góðan leik fyrir Miami og skoraði 31 stig í leiknum. Hann tapaði 8 boltum í leiknum, en var mikilvægur sínu liði eins og alltaf. Washington er nú komið ofan í djúpa holu í einvíginu, því ekkert lið í sögu úrslitakeppninnar hefur komið til baka og unnið 7 leikja seríu eftir að hafa lent undir 3-0. Ekki er sagan frekar á bandi höfuðborgarliðsins þegar litið er til þess að Eddie Jordan, þjálfari Wizards hefur tapað öllum 14 leikjum sínum á móti Miami á ferlinum. "Þeir voru að spila án Shaq og við náðum ekki að nýta okkur það. Við verðum að vera miklu grimmari en þetta ef við ætlum að vinna þá," sagði Jared Jeffries hjá Wizards. Atkvæðamestir hjá liði Washington:Antawn Jamison 21 stig, Gilbert Arenas 20 stig (14 stoðs), Larry Hughes 19 stig (7 frák), Juan Dixon 16 stig, Brendan Haywood 15 stig (8 frák).Atkvæðamestir hjá Miami:Dwayne Wade 31 stig (9 frák, 6 stoðs, 8 tapaðir boltar), Damon Jones 16 stig, Eddie Jones 16 stig, Alonzo Mourning 14 stig (13 frák), Udonis Haslem 12 stig (12 frák), Keyon Dooling 9 stig.
NBA Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Fleiri fréttir Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili Í beinni: FH - Stjarnan | FH þarf stig til að sleppa úr fallsætinu Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Ellefu reiðhjólum stolið frá Cofidis liðinu 47 ára boxhetja snýr aftur í hnefaleikahringinn Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ KR semur við ungan bandarískan framherja Sveindísi var enginn greiði gerður Aron ráðinn til FH Ísold vann veðmálið örugglega og sendi Aron út í sjó Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Þrettán ára Íslendingur í Noregi stefnir á Formúlu 1 Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Dagskráin í dag: Besta sætið til að horfa á Bestu deildina Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Sjá meira