Phoenix 2 - Dallas 1 14. maí 2005 00:01 Það var sannkölluð flugeldasýning í Dallas í nótt, þar sem stórskotalið Phoenix Suns kom í heimsókn og vann góðan 119-102 sigur og hefur náð forystu í envígi liðanna á ný. Áskrifendur Sýnar fengu að verða vitni að leiknum í nótt, sem var frábær á að horfa og gefur góð fyrirheit á restina af úrslitakeppninni. Amare Stoudemire og Steve Nash fóru hreinlega á kostum í leiknum í nótt, þar sem eins og við hér á Vísi höfðum lofað, sóknarleikurinn var í fyrirrúmi og tilþrifin glæsileg. Stoudemire skoraði 37 stig, hirti 14 fráköst og varði 5 skot fyrir Phoenix og Nash var sínum gömlu félögum erfiður, skoraði 27 stig og átti 17 stoðsendingar. Dirk Nowitzki náði sér aldrei á strik í leiknum fyrir Dallas, sem þrátt fyrir að vera með góða breidd, þarf mikið á góðu framlagi frá honum að halda. Eins og áður sagði var lítið um varnir í leiknum og raunar var varnarleikurinn á tíðum skelfilegur og þá sérstaklega hjá Dallas. Það var ótrúlegt að fylgjast með Amare Stoudemire í fyrrihálfleiknum í nótt, þar sem hann fór mikinn og skoraði megnið af 37 stigum sínum. Hann tróð boltanum alls átta sinnum í leiknum, sem er ótrúlegt og oft á tíðum var drengurinn með hálfann búkinn yfir körfuhringnum. Stoudemire tróð miskunnarlaust yfir leikmenn Dallas, hvern af öðrum, en liðið hefur engann leikmann sem á möguleika í hann, eins og sést á tölfræði hans í einvíginu. Stoudemire er með yfir 35 stig að meðaltali í leik í seríunni og um 15 fráköst, sem er ótrúleg tölfræði og ef hann fær að leika svona lausum hala áfram, verður erfitt fyrir Dallas að vinna einvígið. Steve Nash var sömuleiðis frábær í leiknum og voru stoðsendingarnar sautján persónulegt met hans í úrslitakeppni. Shawn Marion var liðinu líka gríðarlega mikilvægur með hittni sinni úr langskotunum, en hann hitti úr 5 af 7 þriggja stiga skotum sínum. Atkvæðamestir hjá liði Dallas:Dirk Nowitzki 21 stig (13 frák), Jerry Stackhouse 20 stig (7 frák), Josh Howard 15 stig, Jason Terry 14 stig (9 frák, 7 stoðs), Marquis Daniels 13 stig, Michael Finley 11 stig.Atkvæðamestir hjá Phoenix:Amare Stoudemire 37 stig (14 frák, 5 varin, 8 troðslur), Steve Nash 27 stig (17 stoðs), Shawn Marion 21 stig (9 frák), Jimmy Jackson 17 stig (8 frák), Quentin Richardson 12 stig. NBA Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Fleiri fréttir Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili Í beinni: FH - Stjarnan | FH þarf stig til að sleppa úr fallsætinu Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Ellefu reiðhjólum stolið frá Cofidis liðinu 47 ára boxhetja snýr aftur í hnefaleikahringinn Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ KR semur við ungan bandarískan framherja Sveindísi var enginn greiði gerður Aron ráðinn til FH Ísold vann veðmálið örugglega og sendi Aron út í sjó Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Þrettán ára Íslendingur í Noregi stefnir á Formúlu 1 Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Dagskráin í dag: Besta sætið til að horfa á Bestu deildina Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Sjá meira
Það var sannkölluð flugeldasýning í Dallas í nótt, þar sem stórskotalið Phoenix Suns kom í heimsókn og vann góðan 119-102 sigur og hefur náð forystu í envígi liðanna á ný. Áskrifendur Sýnar fengu að verða vitni að leiknum í nótt, sem var frábær á að horfa og gefur góð fyrirheit á restina af úrslitakeppninni. Amare Stoudemire og Steve Nash fóru hreinlega á kostum í leiknum í nótt, þar sem eins og við hér á Vísi höfðum lofað, sóknarleikurinn var í fyrirrúmi og tilþrifin glæsileg. Stoudemire skoraði 37 stig, hirti 14 fráköst og varði 5 skot fyrir Phoenix og Nash var sínum gömlu félögum erfiður, skoraði 27 stig og átti 17 stoðsendingar. Dirk Nowitzki náði sér aldrei á strik í leiknum fyrir Dallas, sem þrátt fyrir að vera með góða breidd, þarf mikið á góðu framlagi frá honum að halda. Eins og áður sagði var lítið um varnir í leiknum og raunar var varnarleikurinn á tíðum skelfilegur og þá sérstaklega hjá Dallas. Það var ótrúlegt að fylgjast með Amare Stoudemire í fyrrihálfleiknum í nótt, þar sem hann fór mikinn og skoraði megnið af 37 stigum sínum. Hann tróð boltanum alls átta sinnum í leiknum, sem er ótrúlegt og oft á tíðum var drengurinn með hálfann búkinn yfir körfuhringnum. Stoudemire tróð miskunnarlaust yfir leikmenn Dallas, hvern af öðrum, en liðið hefur engann leikmann sem á möguleika í hann, eins og sést á tölfræði hans í einvíginu. Stoudemire er með yfir 35 stig að meðaltali í leik í seríunni og um 15 fráköst, sem er ótrúleg tölfræði og ef hann fær að leika svona lausum hala áfram, verður erfitt fyrir Dallas að vinna einvígið. Steve Nash var sömuleiðis frábær í leiknum og voru stoðsendingarnar sautján persónulegt met hans í úrslitakeppni. Shawn Marion var liðinu líka gríðarlega mikilvægur með hittni sinni úr langskotunum, en hann hitti úr 5 af 7 þriggja stiga skotum sínum. Atkvæðamestir hjá liði Dallas:Dirk Nowitzki 21 stig (13 frák), Jerry Stackhouse 20 stig (7 frák), Josh Howard 15 stig, Jason Terry 14 stig (9 frák, 7 stoðs), Marquis Daniels 13 stig, Michael Finley 11 stig.Atkvæðamestir hjá Phoenix:Amare Stoudemire 37 stig (14 frák, 5 varin, 8 troðslur), Steve Nash 27 stig (17 stoðs), Shawn Marion 21 stig (9 frák), Jimmy Jackson 17 stig (8 frák), Quentin Richardson 12 stig.
NBA Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Fleiri fréttir Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili Í beinni: FH - Stjarnan | FH þarf stig til að sleppa úr fallsætinu Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Ellefu reiðhjólum stolið frá Cofidis liðinu 47 ára boxhetja snýr aftur í hnefaleikahringinn Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ KR semur við ungan bandarískan framherja Sveindísi var enginn greiði gerður Aron ráðinn til FH Ísold vann veðmálið örugglega og sendi Aron út í sjó Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Þrettán ára Íslendingur í Noregi stefnir á Formúlu 1 Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Dagskráin í dag: Besta sætið til að horfa á Bestu deildina Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Sjá meira