Miami 4 - Washington 0 15. maí 2005 00:01 Á meðan félagar hans á öðru ári í deildinni, LeBron James og Carmelo Anthony, sleikja sólina í sumarfríinu er Dwayne Wade að stimpla sig inn sem einn af betri leikmönnum deildarinnar í úrslitakeppninni. Wade leiddi Miami til 99-95 sigurs á Washington í nótt, þegar þeir kláruðu einvígið 4-0. Dwayne Wade skoraði 42 stig og leiddi Miami í sigrinum í nótt, en lið hans var að leika án Shaquille O´Neal, annan leikinn í röð. Wade fór hamförum í þriðja leikhlutanum þar sem hann skoraði 22 stig og hitti öllum sjö skotum sínum utan af velli og öllum átta vítaskotum sínum og sló öll stigamet sem til eru í bókum Miami liðsins með frammistöðu sinni. Washington náði góðu áhlaupi í fjórða leikhlutanum og komst yfir í stutta stund, en gestirnir frá Flórída náðu að halda haus og klára leikinn. Miami hefur nú unnið alla átta leiki sína í úrslitakeppninni og munu fá langa hvíld áður en þeir mæta annað hvort Detroit eða Indiana í úrslitum austurdeildarinnar. "Það væri hægt að gera kvikmynd um drenginn í þessari seríu og skíra hana "Stjarna er fædd"," sagði Eddie Jordan, þjálfari Washington um Wade eftir leikinn. "Hann hefur svo sannarlega stimplað sig inn sem einn af þeim allra bestu í úrslitakeppninni, þrátt fyrir að vera þetta ungur," bætti hann við. "Tilfinningin er ekki sú sama og hún var og leikmenn koma dálítið öðruvísi fram við mann," sagði Wade þegar hann var spurður hvort hann finndi fyrir því að vera orðinn stjarna. "Ég hef hinsvegar verið að reyna að bæta leik minn allt árið, ekki bara í úrslitakeppninni. Nú fær fólk hinsvegar að sjá mig spila oftar og ég er að reyna að bæta mig og vona að fólk hafi gaman af að sjá mig spila," sagði Wade. "Mér finnst á fólki eins og það telji Wade einn af 10 eða 15 bestu leikmönnum deildarinnar í dag og ég held að sem leikmaður á öðru ári, fáirðu ekki mikið meiri virðingu en það," sagði Stan Van Gundy, þjálfari Wade hjá Miami. Atkvæðamestir í liði Washington:Gilbert Arenas 25 stig (6 frák, hitti úr 5 af 17 skotum), Brendan Haywood 18 stig (15 frák, 5 varin), Larry Hughes 15 stig (8 frák, 5 stoðs, hitti úr 4 af 17 skotum), Juan Dixon 15 stig, Antawn Jamison 10 stig.Atkvæðamestir hjá Miami:Dwayne Wade 42 stig (7 frák), Damon Jones 19 stig (6 stoðs, 6 þristar), Eddie Jones 13 stig, Udonis Haslem 8 stig (13 frák), Michael Doleac 8 stig (6 frák). NBA Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Sjá meira
Á meðan félagar hans á öðru ári í deildinni, LeBron James og Carmelo Anthony, sleikja sólina í sumarfríinu er Dwayne Wade að stimpla sig inn sem einn af betri leikmönnum deildarinnar í úrslitakeppninni. Wade leiddi Miami til 99-95 sigurs á Washington í nótt, þegar þeir kláruðu einvígið 4-0. Dwayne Wade skoraði 42 stig og leiddi Miami í sigrinum í nótt, en lið hans var að leika án Shaquille O´Neal, annan leikinn í röð. Wade fór hamförum í þriðja leikhlutanum þar sem hann skoraði 22 stig og hitti öllum sjö skotum sínum utan af velli og öllum átta vítaskotum sínum og sló öll stigamet sem til eru í bókum Miami liðsins með frammistöðu sinni. Washington náði góðu áhlaupi í fjórða leikhlutanum og komst yfir í stutta stund, en gestirnir frá Flórída náðu að halda haus og klára leikinn. Miami hefur nú unnið alla átta leiki sína í úrslitakeppninni og munu fá langa hvíld áður en þeir mæta annað hvort Detroit eða Indiana í úrslitum austurdeildarinnar. "Það væri hægt að gera kvikmynd um drenginn í þessari seríu og skíra hana "Stjarna er fædd"," sagði Eddie Jordan, þjálfari Washington um Wade eftir leikinn. "Hann hefur svo sannarlega stimplað sig inn sem einn af þeim allra bestu í úrslitakeppninni, þrátt fyrir að vera þetta ungur," bætti hann við. "Tilfinningin er ekki sú sama og hún var og leikmenn koma dálítið öðruvísi fram við mann," sagði Wade þegar hann var spurður hvort hann finndi fyrir því að vera orðinn stjarna. "Ég hef hinsvegar verið að reyna að bæta leik minn allt árið, ekki bara í úrslitakeppninni. Nú fær fólk hinsvegar að sjá mig spila oftar og ég er að reyna að bæta mig og vona að fólk hafi gaman af að sjá mig spila," sagði Wade. "Mér finnst á fólki eins og það telji Wade einn af 10 eða 15 bestu leikmönnum deildarinnar í dag og ég held að sem leikmaður á öðru ári, fáirðu ekki mikið meiri virðingu en það," sagði Stan Van Gundy, þjálfari Wade hjá Miami. Atkvæðamestir í liði Washington:Gilbert Arenas 25 stig (6 frák, hitti úr 5 af 17 skotum), Brendan Haywood 18 stig (15 frák, 5 varin), Larry Hughes 15 stig (8 frák, 5 stoðs, hitti úr 4 af 17 skotum), Juan Dixon 15 stig, Antawn Jamison 10 stig.Atkvæðamestir hjá Miami:Dwayne Wade 42 stig (7 frák), Damon Jones 19 stig (6 stoðs, 6 þristar), Eddie Jones 13 stig, Udonis Haslem 8 stig (13 frák), Michael Doleac 8 stig (6 frák).
NBA Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Sjá meira