San Antonio 2 - Seattle 2 16. maí 2005 00:01 NordicPhotos/GettyImages Martröð Gregg Popovich, þjálfara San Antonio, varð að veruleika í nótt, þegar lið Seattle kom tvíeflt til leiks í fjarveru Rashard Lewis vegna meiðsla og náði að jafna metin í einvíginu við San Antonio í 2-2 með góðum sigri 101-89 á heimavelli sínum. Popovich hafði fyrir leikinn spáð því að fjarvera Lewis, sem er brákaði tá á fæti sínum í þriðja leiknum, myndi verða til þess að heimamenn þjöppuðu sér saman og lyftu leik sínum á hærra plan. Menn þóttu hann taka djúpt í árina með þessum ummælum sínum og fæstir voru á því að Sonics yrðu Spurs mikil hindrun án Lewis, en annað kom á daginn. Luke Ridnour, leikstjórnandi Sonics, fór hamförum í þriðja leikhlutanum í nótt, hitti öllum 7 skotum sínum í leikhlutanum og skoraði þar 15 af 20 stigum sínum í leiknum. Ridnour, ásamt varamanninum Damien Wilkins, voru mennirnir á bak við nokkuð öruggan sigur heimamanna í gær og nú hafa þeir jafnað metin í seríunni. Ray Allen var frábær í liði Seattle að venju og skoraði 32 stig, auk þess sem hann tókst á við Bruce Bowen hjá Spurs með þeim afleiðingum að báðir fengu tæknivillu. Einvígi þeirra er smátt og smátt að hitna og óvíst að Allen fái góðar viðtökur þegar liðin fara aftur niður til Texas og leika fimmta leikinn. Tim Duncan var allt í öllu í liði Spurs í leiknum og skoraði 35 stig og hirti 10 fráköst, en félagar hans voru ekki jafn grimmir í sóknarleiknum og nú þurfa þeir að byrja upp á nýtt, eftir að hafa náð öruggri 2-0 forystu í einvíginu. "Þetta er martröð þjálfara þegar liðið sem keppir á móti þér verður fyrir svona blóðtöku. Maður reynir að segja strákunum að halda haus, en það er eins og þeir slaki ómeðvitað á þegar vantar lykilmenn í lið andstæðinganna og þeir koma helmingi grimmari til leiks", sagði Popovich eftir leikinn. "Stóru strákarnir okkar stóðu sig mjög vel í vörninni og það voru þeir sem voru kveikjan að öllum hraðaupphlaupunum sem skópu sigurinn í þriðja leikhlutanum," sagði ánægður þjálfari Seattle, Nate McMillan. Atkvæðamestir í liði Seattle:Ray Allen 32 stig, Luke Ridnour 20 stig (6 stoðs), Antonio Daniels 19 stig (7 stoðs), Damien Wilkins 15 stig (6 frák, 5 stolnir).Atkvæðamestir í liði San Antonio:Tim Duncan 35 stig (10 frák), Manu Ginobili 15 stig (7 frák), Tony Parker 12 stig (5 stoðs), Glenn Robinson 7 stig, Beno Udrih 6 stig. NBA Mest lesið „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Fleiri fréttir Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Hvergerðingar í úrslit umspilsins Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Sjá meira
Martröð Gregg Popovich, þjálfara San Antonio, varð að veruleika í nótt, þegar lið Seattle kom tvíeflt til leiks í fjarveru Rashard Lewis vegna meiðsla og náði að jafna metin í einvíginu við San Antonio í 2-2 með góðum sigri 101-89 á heimavelli sínum. Popovich hafði fyrir leikinn spáð því að fjarvera Lewis, sem er brákaði tá á fæti sínum í þriðja leiknum, myndi verða til þess að heimamenn þjöppuðu sér saman og lyftu leik sínum á hærra plan. Menn þóttu hann taka djúpt í árina með þessum ummælum sínum og fæstir voru á því að Sonics yrðu Spurs mikil hindrun án Lewis, en annað kom á daginn. Luke Ridnour, leikstjórnandi Sonics, fór hamförum í þriðja leikhlutanum í nótt, hitti öllum 7 skotum sínum í leikhlutanum og skoraði þar 15 af 20 stigum sínum í leiknum. Ridnour, ásamt varamanninum Damien Wilkins, voru mennirnir á bak við nokkuð öruggan sigur heimamanna í gær og nú hafa þeir jafnað metin í seríunni. Ray Allen var frábær í liði Seattle að venju og skoraði 32 stig, auk þess sem hann tókst á við Bruce Bowen hjá Spurs með þeim afleiðingum að báðir fengu tæknivillu. Einvígi þeirra er smátt og smátt að hitna og óvíst að Allen fái góðar viðtökur þegar liðin fara aftur niður til Texas og leika fimmta leikinn. Tim Duncan var allt í öllu í liði Spurs í leiknum og skoraði 35 stig og hirti 10 fráköst, en félagar hans voru ekki jafn grimmir í sóknarleiknum og nú þurfa þeir að byrja upp á nýtt, eftir að hafa náð öruggri 2-0 forystu í einvíginu. "Þetta er martröð þjálfara þegar liðið sem keppir á móti þér verður fyrir svona blóðtöku. Maður reynir að segja strákunum að halda haus, en það er eins og þeir slaki ómeðvitað á þegar vantar lykilmenn í lið andstæðinganna og þeir koma helmingi grimmari til leiks", sagði Popovich eftir leikinn. "Stóru strákarnir okkar stóðu sig mjög vel í vörninni og það voru þeir sem voru kveikjan að öllum hraðaupphlaupunum sem skópu sigurinn í þriðja leikhlutanum," sagði ánægður þjálfari Seattle, Nate McMillan. Atkvæðamestir í liði Seattle:Ray Allen 32 stig, Luke Ridnour 20 stig (6 stoðs), Antonio Daniels 19 stig (7 stoðs), Damien Wilkins 15 stig (6 frák, 5 stolnir).Atkvæðamestir í liði San Antonio:Tim Duncan 35 stig (10 frák), Manu Ginobili 15 stig (7 frák), Tony Parker 12 stig (5 stoðs), Glenn Robinson 7 stig, Beno Udrih 6 stig.
NBA Mest lesið „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Fleiri fréttir Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Hvergerðingar í úrslit umspilsins Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Sjá meira