San Antonio 3 - Seattle 2 18. maí 2005 00:01 Nate McMillan, þjálfari Seattle brýndi fyrir sínum mönnum að byrja fyrsta og þriðja fjórðung af krafti í leiknum í nótt, en leikmenn hans brugðust við með því að gera hið andstæða. San Antonio náði fljótt forystu í leiknum og vann nokkuð auðveldan sigur 103-90. Seattle hitti ekki úr fyrstu sjö skotum sínum í leiknum á meðan heimamenn í San Antonio fóru mikinn frá fyrstu mínútu eins og jafnan þegra þeir leika heima. Manu Ginobili var settur aftur í byrjunarliðið og svaraði því með því að skora 39 stig í leiknum og var hreint út sagt frábær í sóknarleiknum. Spurs fengu líka góða hjálp frá miðherja sínum Nazr Mohammed sem átti óvænt framlag í sóknarleiknum og Bruce Bowen hafði aðal skyttu Seattle í strangri gæslu, því Ray Allen skoraði aðeins 19 stig í leiknum. Sonics léku án Rashard Lewis sem er enn meiddur, en það er von manna að hann verði klár í slaginn í næsta leik, sem verður í Seattle. Það verður sannkallaður úrslitaleikur fyrir Seattle, því nú dugir Spurs að vinna einn leik til að komast í úrslit vesturdeildarinnar. "Mér var mikið í mun að koma með mikla baráttu inn í leikinn og mér er slétt sama hvort það er af bekknum eða byrjunarliðinu. Ég vildi bara keyra mikið að körfunni og reyna að skapa hluti fyrir okkur," sagði Manu Ginobili, sem er að spila æ stærri rullu í liði San Antonio. "Manu var frábær og leiddi okkur í gegn um leikinn. Við Tony (Parker) vorum ekki að ná okkur sérstaklega á strik í leiknum, svo að Manu var okkur ómetanlegur í leiknum," sagði Tim Duncan hjá Spurs eftir leikinn. Atkvæðamestir hjá San Antonio:Manu Ginobili 39 stig (6 stoðs), Tim Duncan 20 stig (14 frák), Nazr Mohammed 19 stig (7 frák), Tony Parker 11 stig, Bruce Bowen 8 stig.Atkvæðamestir hjá Seattle:Ray Allen 19 stig (6 stoðs), Antonio Daniels 17 stig, Nick Collison 14 stig, Luke Ridnour 12 stig (6 frák), Jerome James 10 stig. NBA Mest lesið Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Durant vill ekki fara til Golden State Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Brady fær ekki að mæta á æfingar hjá Chiefs og Eagles Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Arteta vonsvikinn „Ég fór ekki í fýlu, ég var bara sóttur“ Sonur Jordans handtekinn með kókaín Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Tiger syrgir móður sína Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Sjá meira
Nate McMillan, þjálfari Seattle brýndi fyrir sínum mönnum að byrja fyrsta og þriðja fjórðung af krafti í leiknum í nótt, en leikmenn hans brugðust við með því að gera hið andstæða. San Antonio náði fljótt forystu í leiknum og vann nokkuð auðveldan sigur 103-90. Seattle hitti ekki úr fyrstu sjö skotum sínum í leiknum á meðan heimamenn í San Antonio fóru mikinn frá fyrstu mínútu eins og jafnan þegra þeir leika heima. Manu Ginobili var settur aftur í byrjunarliðið og svaraði því með því að skora 39 stig í leiknum og var hreint út sagt frábær í sóknarleiknum. Spurs fengu líka góða hjálp frá miðherja sínum Nazr Mohammed sem átti óvænt framlag í sóknarleiknum og Bruce Bowen hafði aðal skyttu Seattle í strangri gæslu, því Ray Allen skoraði aðeins 19 stig í leiknum. Sonics léku án Rashard Lewis sem er enn meiddur, en það er von manna að hann verði klár í slaginn í næsta leik, sem verður í Seattle. Það verður sannkallaður úrslitaleikur fyrir Seattle, því nú dugir Spurs að vinna einn leik til að komast í úrslit vesturdeildarinnar. "Mér var mikið í mun að koma með mikla baráttu inn í leikinn og mér er slétt sama hvort það er af bekknum eða byrjunarliðinu. Ég vildi bara keyra mikið að körfunni og reyna að skapa hluti fyrir okkur," sagði Manu Ginobili, sem er að spila æ stærri rullu í liði San Antonio. "Manu var frábær og leiddi okkur í gegn um leikinn. Við Tony (Parker) vorum ekki að ná okkur sérstaklega á strik í leiknum, svo að Manu var okkur ómetanlegur í leiknum," sagði Tim Duncan hjá Spurs eftir leikinn. Atkvæðamestir hjá San Antonio:Manu Ginobili 39 stig (6 stoðs), Tim Duncan 20 stig (14 frák), Nazr Mohammed 19 stig (7 frák), Tony Parker 11 stig, Bruce Bowen 8 stig.Atkvæðamestir hjá Seattle:Ray Allen 19 stig (6 stoðs), Antonio Daniels 17 stig, Nick Collison 14 stig, Luke Ridnour 12 stig (6 frák), Jerome James 10 stig.
NBA Mest lesið Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Durant vill ekki fara til Golden State Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Brady fær ekki að mæta á æfingar hjá Chiefs og Eagles Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Arteta vonsvikinn „Ég fór ekki í fýlu, ég var bara sóttur“ Sonur Jordans handtekinn með kókaín Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Tiger syrgir móður sína Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Sjá meira