Phoenix 1 - San Antonio 3 31. maí 2005 00:01 NordicPhotos/GettyImages Phoenix Suns neituðu að láta San Antonio Spurs niðurlægja sig í úrslitakeppninni og náðu að vinna sigur í fjórða leik liðanna í nótt, 111-106. Skyndilega eru þeir komnir í ágætis aðstöðu til að bjarga andlitinu, því næsti leikur fer fram á heimavelli þeirra í Phoenix. Þar hafa þeir að vísu ekki riðið feitum hesti gegn Spurs, en þeir virðast hafa endurheimt sjálfstraustið. Suns voru skrefinu á undan heimamönnum í leiknum í nótt og sýndu mikinn karakter þegar þeir stóðu af sér góð áhlaup þeirra á lokasprettinum. Amare Stoudemire var allt í öllu í blálokin og skoraði mikilvægar körfur, varði skot og stal knettinum. Hann hefur greinilega verið orðinn leiður á að hlusta á fólk tala um hvernig lið hans ætti ekki möguleika á að vinna reynt lið San Antonio. "Amare var ótrúlegur. Þó hann sé með manni í liði getur maður ekki annað en dáðst að honum. Hann var rosalega mikilvægur fyrir okkur á lokasprettinum," sagði Steve Nash um hinn unga samherja sinn. Tim Duncan átti mjög erfitt uppdráttar í gær og skoraði aðeins 15 stig í leiknum. Hann náði sér aldrei á strik í sóknarleiknum og góð hjálparvörn frá Joe Johnson virtist trufla hann mikið. Verst af öllu var þó vítanýting hans, en hann hitti aðeins úr 3 af 12 vítaskotum sínum í leiknum, sem er skelfilegt í jafn mikilvægum leik. "Við erum bæði vonsviknir og reiðir," sagði Manu Ginobili sem var eini leikmaður Spurs sem lék af eðlilegri getu. "Takmark okkar í þessari seríu var hinsvegar að komast í úrslitin, ekki að vinna Phoenix 4-0, þannig að við hengjum ekkert haus þó við höfum tapað einum leik, við erum í fínu formi" bætti hann við. San Antonio hefur unnið báða leiki liðanna í Phoenix, en það þýðir ekki að þeir þurfi ekki á sínum allra besta leik til að sigra þar. Ef Phoenix tekst að vinna næsta leik, gæti þetta einvígi þannig orðið lengra en margur var farinn að sjá fyrir sér. Engu liði af þeim 76 sem lent hafa undir 3-0 í sögu úrslitakeppninnar, hefur þó tekist að koma til baka og vinna seríuna og aðeins átta liðum af því hefur tekist að vinna tvo leiki eftir það. Atkvæðamestir hjá San Antonio:Manu Ginobili 28 stig (7 frák), Tim Duncan 15 stig (16 frák), Robert Horry 15 stig (7 frák), Bruce Bowen 15 stig, Tony Parker 13 stig, Beno Udrih 9 stig, Nazr Mohammed 8 stig (8 frák).Atkvæðamestir hjá Phoenix:Amare Stoudemire 31 stig, Joe Johnson 26 stig, Steve Nash 17 stig (12 stoðs), Quentin Richardson 14 stig (6 frák), Shawn Marion 11 stig (14 frák), Jimmy Jackson 8 stig. NBA Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Fótbolti „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Íslenski boltinn „Við þurfum hjálp frá Guði“ Handbolti „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Handbolti „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ Handbolti Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þriggja leikja banns Stefáns gagnrýnt: „Aldrei reynt að meiða neinn“ Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Var ekki nógu ánægður með Trent Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Sjá meira
Phoenix Suns neituðu að láta San Antonio Spurs niðurlægja sig í úrslitakeppninni og náðu að vinna sigur í fjórða leik liðanna í nótt, 111-106. Skyndilega eru þeir komnir í ágætis aðstöðu til að bjarga andlitinu, því næsti leikur fer fram á heimavelli þeirra í Phoenix. Þar hafa þeir að vísu ekki riðið feitum hesti gegn Spurs, en þeir virðast hafa endurheimt sjálfstraustið. Suns voru skrefinu á undan heimamönnum í leiknum í nótt og sýndu mikinn karakter þegar þeir stóðu af sér góð áhlaup þeirra á lokasprettinum. Amare Stoudemire var allt í öllu í blálokin og skoraði mikilvægar körfur, varði skot og stal knettinum. Hann hefur greinilega verið orðinn leiður á að hlusta á fólk tala um hvernig lið hans ætti ekki möguleika á að vinna reynt lið San Antonio. "Amare var ótrúlegur. Þó hann sé með manni í liði getur maður ekki annað en dáðst að honum. Hann var rosalega mikilvægur fyrir okkur á lokasprettinum," sagði Steve Nash um hinn unga samherja sinn. Tim Duncan átti mjög erfitt uppdráttar í gær og skoraði aðeins 15 stig í leiknum. Hann náði sér aldrei á strik í sóknarleiknum og góð hjálparvörn frá Joe Johnson virtist trufla hann mikið. Verst af öllu var þó vítanýting hans, en hann hitti aðeins úr 3 af 12 vítaskotum sínum í leiknum, sem er skelfilegt í jafn mikilvægum leik. "Við erum bæði vonsviknir og reiðir," sagði Manu Ginobili sem var eini leikmaður Spurs sem lék af eðlilegri getu. "Takmark okkar í þessari seríu var hinsvegar að komast í úrslitin, ekki að vinna Phoenix 4-0, þannig að við hengjum ekkert haus þó við höfum tapað einum leik, við erum í fínu formi" bætti hann við. San Antonio hefur unnið báða leiki liðanna í Phoenix, en það þýðir ekki að þeir þurfi ekki á sínum allra besta leik til að sigra þar. Ef Phoenix tekst að vinna næsta leik, gæti þetta einvígi þannig orðið lengra en margur var farinn að sjá fyrir sér. Engu liði af þeim 76 sem lent hafa undir 3-0 í sögu úrslitakeppninnar, hefur þó tekist að koma til baka og vinna seríuna og aðeins átta liðum af því hefur tekist að vinna tvo leiki eftir það. Atkvæðamestir hjá San Antonio:Manu Ginobili 28 stig (7 frák), Tim Duncan 15 stig (16 frák), Robert Horry 15 stig (7 frák), Bruce Bowen 15 stig, Tony Parker 13 stig, Beno Udrih 9 stig, Nazr Mohammed 8 stig (8 frák).Atkvæðamestir hjá Phoenix:Amare Stoudemire 31 stig, Joe Johnson 26 stig, Steve Nash 17 stig (12 stoðs), Quentin Richardson 14 stig (6 frák), Shawn Marion 11 stig (14 frák), Jimmy Jackson 8 stig.
NBA Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Fótbolti „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Íslenski boltinn „Við þurfum hjálp frá Guði“ Handbolti „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Handbolti „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ Handbolti Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þriggja leikja banns Stefáns gagnrýnt: „Aldrei reynt að meiða neinn“ Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Var ekki nógu ánægður með Trent Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Sjá meira