Úthýst, útrýmt og fordæmt 16. nóvember 2006 05:00 Um helgina heimsótti mig Felix Selig Rottberger, fyrsti gyðingurinn sem fæddist á Íslandi. Hann og fjölskylda hans voru ekki aufúsugestir á landinu okkar fyrir sjötíu árum. Rúmum tveimur árum eftir að fjölskyldan kom til Íslands, var hún hrakin úr landi. Þá var Felix á öðru ári og man því ekkert frá þeim ósköpum. Reyndar tókst dönskum sendiráðsfulltrúa, C.A.C. Brun, að fá smá framlengingu á dvöl Rottberger fjölskyldunnar árið 1937, með því að tala einslega við Hermann Jónasson. Hermann tók þó skýrt fram að „Það væri grundvallarregla, að Ísland hefði alltaf verið hreint norrænt land, laust við Gyðinga, og að þeir sem komnir væru til landsins skyldu aftur hverfa á brott." Rottberger-fjölskyldunni var í raun ætlað að snúa til Þýskalands, en fékk fyrir tilstuðlan góðra manna, að fara í land í Kaupmannahöfn. Þá tóku frændur okkar Danir við, og ekki urðu hremmingar fjölskyldunnar minni þar en á Íslandi. Fjölskyldan var skilin í sundur haustið 1943. Foreldrar Felix, Hans og Olga, neyddust til að flýja til Svíþjóðar án fjögurra barna sinna. Þeim var komið fyrir á barnaheimili á Fjóni. Eitt ríkasta bæjarfélagið í Danmörku norður af Kaupmannahöfn, sem borgaði uppihald barnanna þar, þótti kostnaður við það of mikill og lagði barnaverndarnefnd til árið 1944 að börnin yrðu send til „heimlands síns", Þýskalands. Það voru margir á sama máli og barnaverndarnefndin, en til allrar hamingju voru börnin látin í friði. Velviljaður fulltrúi hjá Ríkislögreglunni í Kaupmannahöfn kom í veg fyrir morð yfirvalda á fjórum börnum. Felix Rottberger býr í dag í Þýskalandi, en þangað sneru foreldrar hans aftur með sex börn sín árið 1954, fullsödd á illri meðferð í Danmörku og slæmum minningum frá Íslandi. Hann ber þó hvorki kala til Íslendinga né Dana. Ég greindi Felix frá umræðunni um útlendinga á Íslandi. Hann hristi höfuðið. Hann skildi ekkert í því hvað fólk vildi á Íslandi. En hans skoðun er sú, að ef næg vinna er handa erlendu fólki á Íslandi, og það vill vinna, er það blessun fyrir Ísland og Íslendinga. Líkt og með Íslendinga í útrás annars staðar. Fjölskylda Felix fékk ekki að stunda eðlilega vinnu á Íslandi og skjóta þar rótum, svo hann veit hvað hann talar um. En svo þegar ég sagði honum frá því að íslensk stjórnvöld hefðu nýverið fordæmt Ísrael, sá ég dapurleika í augum hans. Hjörtu flestra gyðinga slá meira eða minna fyrir Landið helga. Þótt honum þætti, eins og okkur öllum, grátlegt að sjá saklaus fórnarlömb átakanna í sjónvarpsfréttum, spurði hann réttilega: „Hefur Ísland fordæmt aðra aðila en Ísraela við botn Miðjarðarhafs?" Mér varð svara vant og hugsi. Hvar eru fordæmingar Íslands á þeim ríkjum og stjórnum í heimi múhameðstrúarmanna, sem lýst hafa yfir þeirri skoðun að Ísraelsríki skuli afmáð af yfirborði jarðar? Ætli stjórnmálamenn á Íslandi í dag hefðu þor til þess að fordæma, eða biðjast afsökunar, á aðgerðum fyrirvera sinna, sem sendu saklaust fólk í hendur böðla, er einnig vildu Ísraelsþjóð feiga? Litlu munaði að Felix Rottberger yrði sendur í gasklefann með systrum sínum árið 1944. Í dag sendir hann sínar bestu kveðjur og óskar nýbúum og útlendingum, án tillits til trúar og uppruna, farnaðar á Íslandi. Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson. Höfundur er fornleifafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Um helgina heimsótti mig Felix Selig Rottberger, fyrsti gyðingurinn sem fæddist á Íslandi. Hann og fjölskylda hans voru ekki aufúsugestir á landinu okkar fyrir sjötíu árum. Rúmum tveimur árum eftir að fjölskyldan kom til Íslands, var hún hrakin úr landi. Þá var Felix á öðru ári og man því ekkert frá þeim ósköpum. Reyndar tókst dönskum sendiráðsfulltrúa, C.A.C. Brun, að fá smá framlengingu á dvöl Rottberger fjölskyldunnar árið 1937, með því að tala einslega við Hermann Jónasson. Hermann tók þó skýrt fram að „Það væri grundvallarregla, að Ísland hefði alltaf verið hreint norrænt land, laust við Gyðinga, og að þeir sem komnir væru til landsins skyldu aftur hverfa á brott." Rottberger-fjölskyldunni var í raun ætlað að snúa til Þýskalands, en fékk fyrir tilstuðlan góðra manna, að fara í land í Kaupmannahöfn. Þá tóku frændur okkar Danir við, og ekki urðu hremmingar fjölskyldunnar minni þar en á Íslandi. Fjölskyldan var skilin í sundur haustið 1943. Foreldrar Felix, Hans og Olga, neyddust til að flýja til Svíþjóðar án fjögurra barna sinna. Þeim var komið fyrir á barnaheimili á Fjóni. Eitt ríkasta bæjarfélagið í Danmörku norður af Kaupmannahöfn, sem borgaði uppihald barnanna þar, þótti kostnaður við það of mikill og lagði barnaverndarnefnd til árið 1944 að börnin yrðu send til „heimlands síns", Þýskalands. Það voru margir á sama máli og barnaverndarnefndin, en til allrar hamingju voru börnin látin í friði. Velviljaður fulltrúi hjá Ríkislögreglunni í Kaupmannahöfn kom í veg fyrir morð yfirvalda á fjórum börnum. Felix Rottberger býr í dag í Þýskalandi, en þangað sneru foreldrar hans aftur með sex börn sín árið 1954, fullsödd á illri meðferð í Danmörku og slæmum minningum frá Íslandi. Hann ber þó hvorki kala til Íslendinga né Dana. Ég greindi Felix frá umræðunni um útlendinga á Íslandi. Hann hristi höfuðið. Hann skildi ekkert í því hvað fólk vildi á Íslandi. En hans skoðun er sú, að ef næg vinna er handa erlendu fólki á Íslandi, og það vill vinna, er það blessun fyrir Ísland og Íslendinga. Líkt og með Íslendinga í útrás annars staðar. Fjölskylda Felix fékk ekki að stunda eðlilega vinnu á Íslandi og skjóta þar rótum, svo hann veit hvað hann talar um. En svo þegar ég sagði honum frá því að íslensk stjórnvöld hefðu nýverið fordæmt Ísrael, sá ég dapurleika í augum hans. Hjörtu flestra gyðinga slá meira eða minna fyrir Landið helga. Þótt honum þætti, eins og okkur öllum, grátlegt að sjá saklaus fórnarlömb átakanna í sjónvarpsfréttum, spurði hann réttilega: „Hefur Ísland fordæmt aðra aðila en Ísraela við botn Miðjarðarhafs?" Mér varð svara vant og hugsi. Hvar eru fordæmingar Íslands á þeim ríkjum og stjórnum í heimi múhameðstrúarmanna, sem lýst hafa yfir þeirri skoðun að Ísraelsríki skuli afmáð af yfirborði jarðar? Ætli stjórnmálamenn á Íslandi í dag hefðu þor til þess að fordæma, eða biðjast afsökunar, á aðgerðum fyrirvera sinna, sem sendu saklaust fólk í hendur böðla, er einnig vildu Ísraelsþjóð feiga? Litlu munaði að Felix Rottberger yrði sendur í gasklefann með systrum sínum árið 1944. Í dag sendir hann sínar bestu kveðjur og óskar nýbúum og útlendingum, án tillits til trúar og uppruna, farnaðar á Íslandi. Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson. Höfundur er fornleifafræðingur.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun