Úthýst, útrýmt og fordæmt 16. nóvember 2006 05:00 Um helgina heimsótti mig Felix Selig Rottberger, fyrsti gyðingurinn sem fæddist á Íslandi. Hann og fjölskylda hans voru ekki aufúsugestir á landinu okkar fyrir sjötíu árum. Rúmum tveimur árum eftir að fjölskyldan kom til Íslands, var hún hrakin úr landi. Þá var Felix á öðru ári og man því ekkert frá þeim ósköpum. Reyndar tókst dönskum sendiráðsfulltrúa, C.A.C. Brun, að fá smá framlengingu á dvöl Rottberger fjölskyldunnar árið 1937, með því að tala einslega við Hermann Jónasson. Hermann tók þó skýrt fram að „Það væri grundvallarregla, að Ísland hefði alltaf verið hreint norrænt land, laust við Gyðinga, og að þeir sem komnir væru til landsins skyldu aftur hverfa á brott." Rottberger-fjölskyldunni var í raun ætlað að snúa til Þýskalands, en fékk fyrir tilstuðlan góðra manna, að fara í land í Kaupmannahöfn. Þá tóku frændur okkar Danir við, og ekki urðu hremmingar fjölskyldunnar minni þar en á Íslandi. Fjölskyldan var skilin í sundur haustið 1943. Foreldrar Felix, Hans og Olga, neyddust til að flýja til Svíþjóðar án fjögurra barna sinna. Þeim var komið fyrir á barnaheimili á Fjóni. Eitt ríkasta bæjarfélagið í Danmörku norður af Kaupmannahöfn, sem borgaði uppihald barnanna þar, þótti kostnaður við það of mikill og lagði barnaverndarnefnd til árið 1944 að börnin yrðu send til „heimlands síns", Þýskalands. Það voru margir á sama máli og barnaverndarnefndin, en til allrar hamingju voru börnin látin í friði. Velviljaður fulltrúi hjá Ríkislögreglunni í Kaupmannahöfn kom í veg fyrir morð yfirvalda á fjórum börnum. Felix Rottberger býr í dag í Þýskalandi, en þangað sneru foreldrar hans aftur með sex börn sín árið 1954, fullsödd á illri meðferð í Danmörku og slæmum minningum frá Íslandi. Hann ber þó hvorki kala til Íslendinga né Dana. Ég greindi Felix frá umræðunni um útlendinga á Íslandi. Hann hristi höfuðið. Hann skildi ekkert í því hvað fólk vildi á Íslandi. En hans skoðun er sú, að ef næg vinna er handa erlendu fólki á Íslandi, og það vill vinna, er það blessun fyrir Ísland og Íslendinga. Líkt og með Íslendinga í útrás annars staðar. Fjölskylda Felix fékk ekki að stunda eðlilega vinnu á Íslandi og skjóta þar rótum, svo hann veit hvað hann talar um. En svo þegar ég sagði honum frá því að íslensk stjórnvöld hefðu nýverið fordæmt Ísrael, sá ég dapurleika í augum hans. Hjörtu flestra gyðinga slá meira eða minna fyrir Landið helga. Þótt honum þætti, eins og okkur öllum, grátlegt að sjá saklaus fórnarlömb átakanna í sjónvarpsfréttum, spurði hann réttilega: „Hefur Ísland fordæmt aðra aðila en Ísraela við botn Miðjarðarhafs?" Mér varð svara vant og hugsi. Hvar eru fordæmingar Íslands á þeim ríkjum og stjórnum í heimi múhameðstrúarmanna, sem lýst hafa yfir þeirri skoðun að Ísraelsríki skuli afmáð af yfirborði jarðar? Ætli stjórnmálamenn á Íslandi í dag hefðu þor til þess að fordæma, eða biðjast afsökunar, á aðgerðum fyrirvera sinna, sem sendu saklaust fólk í hendur böðla, er einnig vildu Ísraelsþjóð feiga? Litlu munaði að Felix Rottberger yrði sendur í gasklefann með systrum sínum árið 1944. Í dag sendir hann sínar bestu kveðjur og óskar nýbúum og útlendingum, án tillits til trúar og uppruna, farnaðar á Íslandi. Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson. Höfundur er fornleifafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Halldór 20.07.2023 Halldór Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Um helgina heimsótti mig Felix Selig Rottberger, fyrsti gyðingurinn sem fæddist á Íslandi. Hann og fjölskylda hans voru ekki aufúsugestir á landinu okkar fyrir sjötíu árum. Rúmum tveimur árum eftir að fjölskyldan kom til Íslands, var hún hrakin úr landi. Þá var Felix á öðru ári og man því ekkert frá þeim ósköpum. Reyndar tókst dönskum sendiráðsfulltrúa, C.A.C. Brun, að fá smá framlengingu á dvöl Rottberger fjölskyldunnar árið 1937, með því að tala einslega við Hermann Jónasson. Hermann tók þó skýrt fram að „Það væri grundvallarregla, að Ísland hefði alltaf verið hreint norrænt land, laust við Gyðinga, og að þeir sem komnir væru til landsins skyldu aftur hverfa á brott." Rottberger-fjölskyldunni var í raun ætlað að snúa til Þýskalands, en fékk fyrir tilstuðlan góðra manna, að fara í land í Kaupmannahöfn. Þá tóku frændur okkar Danir við, og ekki urðu hremmingar fjölskyldunnar minni þar en á Íslandi. Fjölskyldan var skilin í sundur haustið 1943. Foreldrar Felix, Hans og Olga, neyddust til að flýja til Svíþjóðar án fjögurra barna sinna. Þeim var komið fyrir á barnaheimili á Fjóni. Eitt ríkasta bæjarfélagið í Danmörku norður af Kaupmannahöfn, sem borgaði uppihald barnanna þar, þótti kostnaður við það of mikill og lagði barnaverndarnefnd til árið 1944 að börnin yrðu send til „heimlands síns", Þýskalands. Það voru margir á sama máli og barnaverndarnefndin, en til allrar hamingju voru börnin látin í friði. Velviljaður fulltrúi hjá Ríkislögreglunni í Kaupmannahöfn kom í veg fyrir morð yfirvalda á fjórum börnum. Felix Rottberger býr í dag í Þýskalandi, en þangað sneru foreldrar hans aftur með sex börn sín árið 1954, fullsödd á illri meðferð í Danmörku og slæmum minningum frá Íslandi. Hann ber þó hvorki kala til Íslendinga né Dana. Ég greindi Felix frá umræðunni um útlendinga á Íslandi. Hann hristi höfuðið. Hann skildi ekkert í því hvað fólk vildi á Íslandi. En hans skoðun er sú, að ef næg vinna er handa erlendu fólki á Íslandi, og það vill vinna, er það blessun fyrir Ísland og Íslendinga. Líkt og með Íslendinga í útrás annars staðar. Fjölskylda Felix fékk ekki að stunda eðlilega vinnu á Íslandi og skjóta þar rótum, svo hann veit hvað hann talar um. En svo þegar ég sagði honum frá því að íslensk stjórnvöld hefðu nýverið fordæmt Ísrael, sá ég dapurleika í augum hans. Hjörtu flestra gyðinga slá meira eða minna fyrir Landið helga. Þótt honum þætti, eins og okkur öllum, grátlegt að sjá saklaus fórnarlömb átakanna í sjónvarpsfréttum, spurði hann réttilega: „Hefur Ísland fordæmt aðra aðila en Ísraela við botn Miðjarðarhafs?" Mér varð svara vant og hugsi. Hvar eru fordæmingar Íslands á þeim ríkjum og stjórnum í heimi múhameðstrúarmanna, sem lýst hafa yfir þeirri skoðun að Ísraelsríki skuli afmáð af yfirborði jarðar? Ætli stjórnmálamenn á Íslandi í dag hefðu þor til þess að fordæma, eða biðjast afsökunar, á aðgerðum fyrirvera sinna, sem sendu saklaust fólk í hendur böðla, er einnig vildu Ísraelsþjóð feiga? Litlu munaði að Felix Rottberger yrði sendur í gasklefann með systrum sínum árið 1944. Í dag sendir hann sínar bestu kveðjur og óskar nýbúum og útlendingum, án tillits til trúar og uppruna, farnaðar á Íslandi. Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson. Höfundur er fornleifafræðingur.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun