Árás Bretastjórnar Jón Sigurðsson skrifar 15. október 2009 06:00 Enda þótt ár sé liðið fer því víðs fjarri að áhrifin af tilhæfulausri árás Bretastjórnar á Íslendinga séu farin að minnka. Því fer líka fjarri að upplýst hafi verið til fulls hverjar ástæður Bretastjórn notaði sem yfirskin til þessara aðgerða. Síst af öllu kemur til mála að Íslendingar gleymi þessu tilræði. Þvert á móti eigum við að hafa þetta fólskubragð vel hugfast. Árás Bretastjórnar var í raun fjórföld. Í fyrsta lagi var ráðist á Landsbanka Íslands og útibú hans. Í öðru lagi var ráðist á aðra íslenska banka. Í þriðja lagi var lagt til atlögu við breska banka og fjármálafyrirtæki í eigu íslenskra fyrirtækja, hvort sem þau tengdust Landsbankanum eða öðrum. Í fjórða lagi réðst Bretastjórn einnig á íslenska fjármálaráðuneytið og þar með beinlínis á Lýðveldið Ísland. Árásin á Lýðveldið Ísland og íslensku þjóðina er sérstakur þáttur þessa máls og nær langt út yfir allt það sem rakið verður til Landsbankans eða gremju Bretastjórnar vegna Icesave. Hafi Bretastjórn með þessu tiltæki ætlað að veita eigin fjármálaeftirliti tímabæra aðvörun, verður að segja að ofurdramb og fantaskapur breskra ráðamanna er með ólíkindum. Sú ákvörðun Bretastjórnar að notast við lög um varnir gegn hryðjuverkum er annar ósóminn í þessu skammarlega máli. Hafi Bretastjórn með þessu ráðslagi ætlað að auka vinsældir sínar heima fyrir, verður að segja að slíkt er aumkunarvert. Fyrir þetta er verðugt að breska forsætisráðherranum verði reist níðstöng. Enn er engan veginn upplýst um áhrifin sem þetta fjandskaparbragð bresku stjórnarinnar hafði á hrun íslenska fjármálakerfisins. Margt bendir til þess að árásin hafi beinlínis haft úrslitaáhrif á það að breyta erfiðleikum og hruni fjármálafyrirtækja í allsherjarhrun í íslensku fjármálakerfi með skelfilegum afleiðingum fyrir lífskjör almennings hérlendis. Þeir sem gera lítið úr áhrifum árásarinnar telja að minnsta kosti ljóst að hún hafi komið á versta tíma og magnað og margfaldað þau vandræði sem við var að fást í fyrrahaust. Ekki hefur heldur verið upplýst hver voru tildrög eða ástæður, uppdiktaðar og aðrar, fyrir árásinni. Mjög mikilvægt er að nákvæm rannsókn verði gerð á þessu. Þjóðin á kröfu á því að íslensk stjórnvöld leggi þunga áherslu á að efna til slíkrar rannsóknar og að láta birta niðurstöður hennar opinberlega. Litlu skiptir að slík rannsókn kunni að leiða í ljós óþægilegar upplýsingar um framkomu eða athafnir íslenskra manna. Íslendingar vilja ekki fara fram með rökleysur eða innihaldslausar ásakanir. Þeim mun mikilvægara er að greina frá öllum staðreyndum. En Íslendingar mega ekki beina réttlátri reiði sinni gegn breskum almenningi eða þeim sem lagt höfðu fé til vörslu í íslensku bönkunum. Jafnvel þótt þetta fólk hafi hlaupið fram í blindri græðgi eftir gylliboðum bankanna verður það ekki sakað um tilræði ríkisstjórnarinnar í Lundúnum. En þáttur breska forsætisráðherrans og fjármálaráðherrans á ekki að gleymast á Íslandi. Þeir eiga áfram að vera alræmdir og fordæmdir sem hryðjuverkamenn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurðsson Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Enda þótt ár sé liðið fer því víðs fjarri að áhrifin af tilhæfulausri árás Bretastjórnar á Íslendinga séu farin að minnka. Því fer líka fjarri að upplýst hafi verið til fulls hverjar ástæður Bretastjórn notaði sem yfirskin til þessara aðgerða. Síst af öllu kemur til mála að Íslendingar gleymi þessu tilræði. Þvert á móti eigum við að hafa þetta fólskubragð vel hugfast. Árás Bretastjórnar var í raun fjórföld. Í fyrsta lagi var ráðist á Landsbanka Íslands og útibú hans. Í öðru lagi var ráðist á aðra íslenska banka. Í þriðja lagi var lagt til atlögu við breska banka og fjármálafyrirtæki í eigu íslenskra fyrirtækja, hvort sem þau tengdust Landsbankanum eða öðrum. Í fjórða lagi réðst Bretastjórn einnig á íslenska fjármálaráðuneytið og þar með beinlínis á Lýðveldið Ísland. Árásin á Lýðveldið Ísland og íslensku þjóðina er sérstakur þáttur þessa máls og nær langt út yfir allt það sem rakið verður til Landsbankans eða gremju Bretastjórnar vegna Icesave. Hafi Bretastjórn með þessu tiltæki ætlað að veita eigin fjármálaeftirliti tímabæra aðvörun, verður að segja að ofurdramb og fantaskapur breskra ráðamanna er með ólíkindum. Sú ákvörðun Bretastjórnar að notast við lög um varnir gegn hryðjuverkum er annar ósóminn í þessu skammarlega máli. Hafi Bretastjórn með þessu ráðslagi ætlað að auka vinsældir sínar heima fyrir, verður að segja að slíkt er aumkunarvert. Fyrir þetta er verðugt að breska forsætisráðherranum verði reist níðstöng. Enn er engan veginn upplýst um áhrifin sem þetta fjandskaparbragð bresku stjórnarinnar hafði á hrun íslenska fjármálakerfisins. Margt bendir til þess að árásin hafi beinlínis haft úrslitaáhrif á það að breyta erfiðleikum og hruni fjármálafyrirtækja í allsherjarhrun í íslensku fjármálakerfi með skelfilegum afleiðingum fyrir lífskjör almennings hérlendis. Þeir sem gera lítið úr áhrifum árásarinnar telja að minnsta kosti ljóst að hún hafi komið á versta tíma og magnað og margfaldað þau vandræði sem við var að fást í fyrrahaust. Ekki hefur heldur verið upplýst hver voru tildrög eða ástæður, uppdiktaðar og aðrar, fyrir árásinni. Mjög mikilvægt er að nákvæm rannsókn verði gerð á þessu. Þjóðin á kröfu á því að íslensk stjórnvöld leggi þunga áherslu á að efna til slíkrar rannsóknar og að láta birta niðurstöður hennar opinberlega. Litlu skiptir að slík rannsókn kunni að leiða í ljós óþægilegar upplýsingar um framkomu eða athafnir íslenskra manna. Íslendingar vilja ekki fara fram með rökleysur eða innihaldslausar ásakanir. Þeim mun mikilvægara er að greina frá öllum staðreyndum. En Íslendingar mega ekki beina réttlátri reiði sinni gegn breskum almenningi eða þeim sem lagt höfðu fé til vörslu í íslensku bönkunum. Jafnvel þótt þetta fólk hafi hlaupið fram í blindri græðgi eftir gylliboðum bankanna verður það ekki sakað um tilræði ríkisstjórnarinnar í Lundúnum. En þáttur breska forsætisráðherrans og fjármálaráðherrans á ekki að gleymast á Íslandi. Þeir eiga áfram að vera alræmdir og fordæmdir sem hryðjuverkamenn.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun