Pólitík í predikunarstól Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 26. júlí 2018 10:00 Það taldist til tíðinda og rataði í fréttir þegar nýr vígslubiskup í Skálholti, séra Kristján Björnsson, gerði loftslagbreytingar að umtalsefni í vígsluræðu sinni og lagði áherslu á nauðsyn þess að bregðast við háskanum. Í sömu predikun minntist hann á kynþáttahatur, kynjamisrétti og réttindamál minnihlutahópa. „Mannréttindi“, „jafnrétti“ og „misskipting“ voru orð sem komu fyrir í ræðu hans. Þetta var ekki bara hugguleg sunnudagsræða. Predikun hins nýja Skálholtsbiskups var að hluta til pólitísk. Það hefur ekki ætíð verið til vinsælda fallið þegar kirkjunnar þjónar taka afstöðu í þjóðfélagsmálum, það hefur jafnvel kostað úrsagnir úr þjóðkirkjunni. Langauðveldast væri fyrir presta þjóðkirkjunnar að sýna hlutleysi í álitamálum og einbeita sér að því lesa upp úr ritningunni við hinar ýmsu athafnir án þess að setja orð hennar í samhengi við brýn þjóðfélagsmál. Biblían er þá bara gömul bók með bókstaf sem á ekki lengur sérstakt erindi. Þannig helst kirkjan íhaldssöm og framtakslaus og um leið verður hún skeytingarlaus og sinn versti óvinur. Þetta gerðist einmitt þegar þjóðkirkjan á sínum tíma tók ekki afstöðu með samkynhneigðum, rétt eins og trú þeirra væri óæskilegri en trúarsannfæring annarra. Kirkjunnar þjónn sem lítur á orð Krists sem lifandi boðskap setur þau í samhengi við samtímann. Kjósi hann í predikun að ræða um hætturnar sem blasa við vegna loftslagsbreytinga getur hann auðveldlega tengt skilaboð sín við orð Páls postula úr Rómverjabréfinu: „Ég er í skuld“ og minnt á að öll erum við í skuld við framtíðina. Það sé skylda okkar að bregðast við loftslagsbreytingum og reyna að snúa skelfilegri þróun við. Prestur sem lætur sér ekki standa á sama um neyð flóttamanna getur lagt sitt til málanna með því að vísa í predikun sinni í orðin úr Matteusarguðspjalli: „Því hungraður var ég, og þér gáfuð mér að eta, þyrstur var ég, og þér gáfuð mér að drekka, gestur var ég, og þér hýstuð mig, nakinn og þér klædduð mig.“ Hann ætti að eiga auðvelt með að leggja út af þessum orðum og minna um leið á þá siðferðilegu skyldu okkar að rétta hjálparhönd fólki sem hefur orðið að þola miklar þjáningar. Kirkjunnar menn sem taka afstöðu til þjóðfélagsmála og koma skoðun sinni til skila í predikun mega búast við harðri gagnrýni. Prestur sem í predikunarstól varar við hættunum sem stafa af loftslagsbreytingum og segir að auki að þær séu af mannavöldum fær skammir frá þeim sem halda því fram að slíkt hafi engan veginn verið sannað. Prestur sem vísar í orð Krists til staðfestingar á því að það sé siðferðileg skylda að veita flóttamönnum skjól kann að kalla yfir sig reiði þeirra sem segja að nær sé að huga að bágstöddum Íslendingum fremur en að dekra við útlendinga sem þar að auki séu margir hverjir múslimar. Prestar landsins hafa vonandi ekki slíkt hérahjarta að þeir hrökkvi í kút við svo auma gagnrýni. Þeir eiga að standa uppréttir, minnugir orða úr Kronikubók: „Verið hughraustir. Látið ykkur ekki fallast hendur.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Trúmál Mest lesið Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Skoðun Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Það taldist til tíðinda og rataði í fréttir þegar nýr vígslubiskup í Skálholti, séra Kristján Björnsson, gerði loftslagbreytingar að umtalsefni í vígsluræðu sinni og lagði áherslu á nauðsyn þess að bregðast við háskanum. Í sömu predikun minntist hann á kynþáttahatur, kynjamisrétti og réttindamál minnihlutahópa. „Mannréttindi“, „jafnrétti“ og „misskipting“ voru orð sem komu fyrir í ræðu hans. Þetta var ekki bara hugguleg sunnudagsræða. Predikun hins nýja Skálholtsbiskups var að hluta til pólitísk. Það hefur ekki ætíð verið til vinsælda fallið þegar kirkjunnar þjónar taka afstöðu í þjóðfélagsmálum, það hefur jafnvel kostað úrsagnir úr þjóðkirkjunni. Langauðveldast væri fyrir presta þjóðkirkjunnar að sýna hlutleysi í álitamálum og einbeita sér að því lesa upp úr ritningunni við hinar ýmsu athafnir án þess að setja orð hennar í samhengi við brýn þjóðfélagsmál. Biblían er þá bara gömul bók með bókstaf sem á ekki lengur sérstakt erindi. Þannig helst kirkjan íhaldssöm og framtakslaus og um leið verður hún skeytingarlaus og sinn versti óvinur. Þetta gerðist einmitt þegar þjóðkirkjan á sínum tíma tók ekki afstöðu með samkynhneigðum, rétt eins og trú þeirra væri óæskilegri en trúarsannfæring annarra. Kirkjunnar þjónn sem lítur á orð Krists sem lifandi boðskap setur þau í samhengi við samtímann. Kjósi hann í predikun að ræða um hætturnar sem blasa við vegna loftslagsbreytinga getur hann auðveldlega tengt skilaboð sín við orð Páls postula úr Rómverjabréfinu: „Ég er í skuld“ og minnt á að öll erum við í skuld við framtíðina. Það sé skylda okkar að bregðast við loftslagsbreytingum og reyna að snúa skelfilegri þróun við. Prestur sem lætur sér ekki standa á sama um neyð flóttamanna getur lagt sitt til málanna með því að vísa í predikun sinni í orðin úr Matteusarguðspjalli: „Því hungraður var ég, og þér gáfuð mér að eta, þyrstur var ég, og þér gáfuð mér að drekka, gestur var ég, og þér hýstuð mig, nakinn og þér klædduð mig.“ Hann ætti að eiga auðvelt með að leggja út af þessum orðum og minna um leið á þá siðferðilegu skyldu okkar að rétta hjálparhönd fólki sem hefur orðið að þola miklar þjáningar. Kirkjunnar menn sem taka afstöðu til þjóðfélagsmála og koma skoðun sinni til skila í predikun mega búast við harðri gagnrýni. Prestur sem í predikunarstól varar við hættunum sem stafa af loftslagsbreytingum og segir að auki að þær séu af mannavöldum fær skammir frá þeim sem halda því fram að slíkt hafi engan veginn verið sannað. Prestur sem vísar í orð Krists til staðfestingar á því að það sé siðferðileg skylda að veita flóttamönnum skjól kann að kalla yfir sig reiði þeirra sem segja að nær sé að huga að bágstöddum Íslendingum fremur en að dekra við útlendinga sem þar að auki séu margir hverjir múslimar. Prestar landsins hafa vonandi ekki slíkt hérahjarta að þeir hrökkvi í kút við svo auma gagnrýni. Þeir eiga að standa uppréttir, minnugir orða úr Kronikubók: „Verið hughraustir. Látið ykkur ekki fallast hendur.“
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun