Umhverfismálin eru lykilmál Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 30. janúar 2019 07:00 Samkvæmt nýlegri könnun Gallup nefna helmingi fleiri en áður umhverfismál og loftslagsbreytingar sem helstu áskoranirnar sem Ísland stendur frammi fyrir í dag. Áhyggjur Íslendinga af loftslagsbreytingum hafa aukist milli ára og fleiri segjast jafnframt hugsa mikið um hvað þau geti gert til að draga úr áhrifum sínum á loftslagið, nærri 60%. Þetta er þó ekki einungis spurning um að hugsa heldur líka gera. Þannig var gleðilegt að sjá að mikill meirihluti landsmanna kveðst hafa breytt hegðun sinni síðastliðið ár til að lágmarka áhrif sín á umhverfi og loftslag. Þá segist um helmingur hafa breytt neysluvenjum sínum í sama tilgangi. Það sem hafði mest áhrif á breytta hegðun var aukin umræða, fréttaumfjöllun og fræðsla. Samkvæmt gagnagrunni Fjölmiðlavaktarinnar hefur fréttum sem innibera orðið „umhverfismál“ fjölgað um tæp 80% á einungis fimm árum. Plast hefur aldeilis komist á dagskrá en 56% aukning varð á fréttum um plast seinustu þrjú ár. Nær tvöföldun hefur orðið á fréttum um friðlýsingar á sama tímabili og æ fleiri fréttir eru fluttar um matarsóun. Árið 2010 innihéldu 164 fréttir orðið „loftlagsbreytingar“ en í fyrra tæplega 1.000 eða hátt í þrjár á dag. Ég hef alltaf haft þá bjargföstu trú að það að auka sýnileika umhverfismála skipti máli og lagt áherslu á að við gerum í sameiningu allt sem við getum til að auka þennan sýnileika. Ég gladdist því að fá staðfest í könnuninni að þetta geti sannarlega verið afl til breytinga. Mun fleiri en áður telja stjórnvöld almennt ná miklum árangri í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda í samfélaginu. 19,6% voru á þeirri skoðun árið 2017 en 33,9% nú. Í könnuninni kemur líka fram að fólk vill að stjórnmálamenn geri enn meira til að takmarka losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi. Það eru góðar fréttir. Fólk vill samkvæmt könnuninni að ríki, sveitarfélög og fyrirtæki taki umhverfismálin föstum tökum. Umhverfismálin eru orðin lykilmál.Höfundur er umhverfis- og auðlindaráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Ingi Guðbrandsson Loftslagsmál Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Samkvæmt nýlegri könnun Gallup nefna helmingi fleiri en áður umhverfismál og loftslagsbreytingar sem helstu áskoranirnar sem Ísland stendur frammi fyrir í dag. Áhyggjur Íslendinga af loftslagsbreytingum hafa aukist milli ára og fleiri segjast jafnframt hugsa mikið um hvað þau geti gert til að draga úr áhrifum sínum á loftslagið, nærri 60%. Þetta er þó ekki einungis spurning um að hugsa heldur líka gera. Þannig var gleðilegt að sjá að mikill meirihluti landsmanna kveðst hafa breytt hegðun sinni síðastliðið ár til að lágmarka áhrif sín á umhverfi og loftslag. Þá segist um helmingur hafa breytt neysluvenjum sínum í sama tilgangi. Það sem hafði mest áhrif á breytta hegðun var aukin umræða, fréttaumfjöllun og fræðsla. Samkvæmt gagnagrunni Fjölmiðlavaktarinnar hefur fréttum sem innibera orðið „umhverfismál“ fjölgað um tæp 80% á einungis fimm árum. Plast hefur aldeilis komist á dagskrá en 56% aukning varð á fréttum um plast seinustu þrjú ár. Nær tvöföldun hefur orðið á fréttum um friðlýsingar á sama tímabili og æ fleiri fréttir eru fluttar um matarsóun. Árið 2010 innihéldu 164 fréttir orðið „loftlagsbreytingar“ en í fyrra tæplega 1.000 eða hátt í þrjár á dag. Ég hef alltaf haft þá bjargföstu trú að það að auka sýnileika umhverfismála skipti máli og lagt áherslu á að við gerum í sameiningu allt sem við getum til að auka þennan sýnileika. Ég gladdist því að fá staðfest í könnuninni að þetta geti sannarlega verið afl til breytinga. Mun fleiri en áður telja stjórnvöld almennt ná miklum árangri í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda í samfélaginu. 19,6% voru á þeirri skoðun árið 2017 en 33,9% nú. Í könnuninni kemur líka fram að fólk vill að stjórnmálamenn geri enn meira til að takmarka losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi. Það eru góðar fréttir. Fólk vill samkvæmt könnuninni að ríki, sveitarfélög og fyrirtæki taki umhverfismálin föstum tökum. Umhverfismálin eru orðin lykilmál.Höfundur er umhverfis- og auðlindaráðherra
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar