Smánarblettur Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 11. febrúar 2019 07:00 Ekki er sjálfgefið í sjálfhverfum heimi að einstaklingur sé fær um að elska náungann eins og sjálfan sig. Það má þó alltaf reyna. Víst er að flestir kjósa að koma fram við aðra eins og þeir vilja að komið sé fram við þá sjálfa. Þetta á þó ekki við um alla. Til eru þeir sem virðast alls ófærir um að setja sig í annarra spor, hugur þeirra drífur ekki svo langt og þeir miða allt fyrst og fremst út frá sjálfum sér. Þegar græðgishugsun fangar auk þess huga þeirra er ekki von á góðu. Þegar þessir einstaklingar átta sig á því að hægt er að græða heilmikið með því að auka eymd annarra þá gera þeir það blygðunarlaust. Síðustu daga hafa fréttir af aðbúnaði rúmenskra verkamanna sem starfa fyrir íslenska starfsmannaleigu verið fyrirferðarmiklar í fréttum. Reyndar er þessi fréttaflutningur framhald af umfjöllun sem var í fréttaskýringarþættinum Kveik fyrir nokkrum mánuðum. Það vekur mjög auðveldlega upp þá spurningu af hverju ekki var brugðist við af hörku strax eftir sýningu þess þáttar. Einhverjir sofnuðu greinilega á verðinum. Það er ljóst að á vinnumarkaði þrífast einstaklingar sem hafa komist upp með það að haga sér eins og þrælaeigendur. Þeir ráða til sín erlenda verkamenn, sópa þeim saman inn í kytrur, hirða af þeim háa húsaleigu og borga þeim laun undir lágmarkstaxta, ef þeir á annað borð hafa fyrir því að greiða þeim laun. Vart þarf að hafa mörg orð um einstaklinga sem haga sér á þennan hátt. Þeir eru einfaldlega siðleysingjar. Þessa menn á að draga fram í dagsljósið og kalla þá til ábyrgðar, það á ekki að leyfa þeim að forða sér í skjól. Mannvonska þeirra er hyldjúp. Enginn á að fá að koma fram við aðra eins og þeir hafa komið fram við starfsmenn sína. Þeir eru að stunda glæpastarfsemi og glæpamenn eiga að gjalda fyrir glæpi sína. Í siðuðu samfélagi á þrælahald af þessu tagi ekki að líðast. Samt hefur það þrifist of lengi. Þegar upp kemst um mál af þessu tagi þá er ekki nóg að rekin séu upp undrunaróp, það þarf að bregðast við og hefja rannsókn sem á að taka stuttan tíma og skila raunverulegum aðgerðum. Það á ekki að líðast að einstaklingar sem haga sér eins og þrælaeigendur geti haldið áfram að brjóta á erlendum verkamönnum vikum og mánuðum saman eftir að framferði þeirra hefur verið dregið fram í dagsljósið. Þetta eru einstaklingar sem leggja sig sérstaklega fram við að blekkja og svíkja og leika á kerfið og treysta um leið á að embættismenn sem ættu að sjá við þeim séu bæði svifaseinir og latir. Því miður virðist slíkt of oft vera raunin. Ef ekki væri fyrir framtak fjölmiðla hefði lítið sem ekkert gerst í málum rúmensku verkamannanna sem brotið var svo skelfilega á. Þeir væru enn í vonlausri stöðu með enga útgönguleið. Fjölmargir hafa brugðist í þessu máli. Vonandi sjá þeir hinir sömu sér fært að líta í eigin barm og kannast við mistök sín. Hinn nöturlegi sannleikur er sá að þrælahald hefur verið látið viðgangast. Það er smánarblettur á samfélagi okkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Sjá meira
Ekki er sjálfgefið í sjálfhverfum heimi að einstaklingur sé fær um að elska náungann eins og sjálfan sig. Það má þó alltaf reyna. Víst er að flestir kjósa að koma fram við aðra eins og þeir vilja að komið sé fram við þá sjálfa. Þetta á þó ekki við um alla. Til eru þeir sem virðast alls ófærir um að setja sig í annarra spor, hugur þeirra drífur ekki svo langt og þeir miða allt fyrst og fremst út frá sjálfum sér. Þegar græðgishugsun fangar auk þess huga þeirra er ekki von á góðu. Þegar þessir einstaklingar átta sig á því að hægt er að græða heilmikið með því að auka eymd annarra þá gera þeir það blygðunarlaust. Síðustu daga hafa fréttir af aðbúnaði rúmenskra verkamanna sem starfa fyrir íslenska starfsmannaleigu verið fyrirferðarmiklar í fréttum. Reyndar er þessi fréttaflutningur framhald af umfjöllun sem var í fréttaskýringarþættinum Kveik fyrir nokkrum mánuðum. Það vekur mjög auðveldlega upp þá spurningu af hverju ekki var brugðist við af hörku strax eftir sýningu þess þáttar. Einhverjir sofnuðu greinilega á verðinum. Það er ljóst að á vinnumarkaði þrífast einstaklingar sem hafa komist upp með það að haga sér eins og þrælaeigendur. Þeir ráða til sín erlenda verkamenn, sópa þeim saman inn í kytrur, hirða af þeim háa húsaleigu og borga þeim laun undir lágmarkstaxta, ef þeir á annað borð hafa fyrir því að greiða þeim laun. Vart þarf að hafa mörg orð um einstaklinga sem haga sér á þennan hátt. Þeir eru einfaldlega siðleysingjar. Þessa menn á að draga fram í dagsljósið og kalla þá til ábyrgðar, það á ekki að leyfa þeim að forða sér í skjól. Mannvonska þeirra er hyldjúp. Enginn á að fá að koma fram við aðra eins og þeir hafa komið fram við starfsmenn sína. Þeir eru að stunda glæpastarfsemi og glæpamenn eiga að gjalda fyrir glæpi sína. Í siðuðu samfélagi á þrælahald af þessu tagi ekki að líðast. Samt hefur það þrifist of lengi. Þegar upp kemst um mál af þessu tagi þá er ekki nóg að rekin séu upp undrunaróp, það þarf að bregðast við og hefja rannsókn sem á að taka stuttan tíma og skila raunverulegum aðgerðum. Það á ekki að líðast að einstaklingar sem haga sér eins og þrælaeigendur geti haldið áfram að brjóta á erlendum verkamönnum vikum og mánuðum saman eftir að framferði þeirra hefur verið dregið fram í dagsljósið. Þetta eru einstaklingar sem leggja sig sérstaklega fram við að blekkja og svíkja og leika á kerfið og treysta um leið á að embættismenn sem ættu að sjá við þeim séu bæði svifaseinir og latir. Því miður virðist slíkt of oft vera raunin. Ef ekki væri fyrir framtak fjölmiðla hefði lítið sem ekkert gerst í málum rúmensku verkamannanna sem brotið var svo skelfilega á. Þeir væru enn í vonlausri stöðu með enga útgönguleið. Fjölmargir hafa brugðist í þessu máli. Vonandi sjá þeir hinir sömu sér fært að líta í eigin barm og kannast við mistök sín. Hinn nöturlegi sannleikur er sá að þrælahald hefur verið látið viðgangast. Það er smánarblettur á samfélagi okkar.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun