Hafnar áhrifum Rússa á kosningar Ari Brynjólfsson skrifar 16. nóvember 2019 09:00 Johnson setti sig í stellingar Winstons Churchill, forvera síns í embætti, þegar hann heimsótti sælgætisverksmiðju í gær. Nordicphotos/Getty Bretland Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segir engar sannanir fyrir því að Rússar hafi haft einhver áhrif á bresk stjórnmál. Johnson var í beinni útsendingu hjá breska ríkisútvarpinu BBC í gær þar sem hann svaraði innhringjendum. Fengust þá svör við ýmsum spurningum. Var hann meðal annars spurður hvers vegna skýrsla leyniþjónustunefndar breska þingsins væri ekki birt fyrir þingkosningarnar 12. desember næstkomandi. Í skýrslunni hefur verið sagt að greint verði frá gögnum bresku leyniþjónustunnar um að Rússar hafi reynt að hafa áhrif á þjóðaratkvæðagreiðsluna um útgöngu Breta úr Evrópusambandinu árið 2016. Einnig að Rússar hafi reynt að hafa áhrif á þingkosningarnar 2017. Skýrslan hefur verið tilbúin síðan í mars og er nú í yfirlestri á skrifstofu forsætisráðherrans. Dominic Grieve, formaður leyniþjónustunefndarinnar, hefur hvatt til að skýrslan yrði birt fyrir kosningar þar sem innihaldið skipti kjósendur máli. Hillary Clinton, fyrrverandi öldungadeildarþingmaður í Bandaríkjunum, hefur einnig hvatt til að skýrslan yrði birt. Johnson svaraði þessu rólega og sagði þetta ferli eðlilegt. „Það er engin ástæða til að breyta hefðbundnu verkferli og birta þessa skýrslu bara af því að það eru kosningar,“ sagði Johnson. Hann varaði við því að stimpla Rússa sem einhver illmenni og vísaði því á bug að Rússar hefðu haft áhrif á kosningar í Bretlandi. „Það eru engar sannanir fyrir því og þú þarft að fara varlega. Það er ekki hægt að kasta rýrð á alla sem koma frá ákveðnu landi, bara vegna þjóðernis þeirra.“ Johnson hafnaði sögusögnum um að hann hefði boðið Nigel Farage, leiðtoga Brexit-flokksins, aðalstign í skiptum fyrir að afturkalla frambjóðendur í mikilvægum kjördæmum. Hann var þá spurður hvort kjósendur gætu samsamað sig með honum. „Ég hef ekki hugmynd um það,“ sagði Johnson. „Það er bara almenningur sem metur það. Þetta er örugglega erfiðasta spurning sem ég hef fengið.“ Talið barst þá að börnunum hans og hvort þau væru í einkaskóla. „Ég ræði ekki um börnin mín opinberlega. Staðhæfingar um að börnin mín hafi aldrei farið í opinbera skóla eru rangar,“ sagði Johnson. „Ég vil að allir okkar skólar séu frábærir og ég vil að öll börn hafi sömu tækifærin.“ Birtist í Fréttablaðinu Bretland Kosningar í Bretlandi Rússland Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Sjá meira
Bretland Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segir engar sannanir fyrir því að Rússar hafi haft einhver áhrif á bresk stjórnmál. Johnson var í beinni útsendingu hjá breska ríkisútvarpinu BBC í gær þar sem hann svaraði innhringjendum. Fengust þá svör við ýmsum spurningum. Var hann meðal annars spurður hvers vegna skýrsla leyniþjónustunefndar breska þingsins væri ekki birt fyrir þingkosningarnar 12. desember næstkomandi. Í skýrslunni hefur verið sagt að greint verði frá gögnum bresku leyniþjónustunnar um að Rússar hafi reynt að hafa áhrif á þjóðaratkvæðagreiðsluna um útgöngu Breta úr Evrópusambandinu árið 2016. Einnig að Rússar hafi reynt að hafa áhrif á þingkosningarnar 2017. Skýrslan hefur verið tilbúin síðan í mars og er nú í yfirlestri á skrifstofu forsætisráðherrans. Dominic Grieve, formaður leyniþjónustunefndarinnar, hefur hvatt til að skýrslan yrði birt fyrir kosningar þar sem innihaldið skipti kjósendur máli. Hillary Clinton, fyrrverandi öldungadeildarþingmaður í Bandaríkjunum, hefur einnig hvatt til að skýrslan yrði birt. Johnson svaraði þessu rólega og sagði þetta ferli eðlilegt. „Það er engin ástæða til að breyta hefðbundnu verkferli og birta þessa skýrslu bara af því að það eru kosningar,“ sagði Johnson. Hann varaði við því að stimpla Rússa sem einhver illmenni og vísaði því á bug að Rússar hefðu haft áhrif á kosningar í Bretlandi. „Það eru engar sannanir fyrir því og þú þarft að fara varlega. Það er ekki hægt að kasta rýrð á alla sem koma frá ákveðnu landi, bara vegna þjóðernis þeirra.“ Johnson hafnaði sögusögnum um að hann hefði boðið Nigel Farage, leiðtoga Brexit-flokksins, aðalstign í skiptum fyrir að afturkalla frambjóðendur í mikilvægum kjördæmum. Hann var þá spurður hvort kjósendur gætu samsamað sig með honum. „Ég hef ekki hugmynd um það,“ sagði Johnson. „Það er bara almenningur sem metur það. Þetta er örugglega erfiðasta spurning sem ég hef fengið.“ Talið barst þá að börnunum hans og hvort þau væru í einkaskóla. „Ég ræði ekki um börnin mín opinberlega. Staðhæfingar um að börnin mín hafi aldrei farið í opinbera skóla eru rangar,“ sagði Johnson. „Ég vil að allir okkar skólar séu frábærir og ég vil að öll börn hafi sömu tækifærin.“
Birtist í Fréttablaðinu Bretland Kosningar í Bretlandi Rússland Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“