Lið Menntaskólans í Reykjavík, MR, vann úrslitaviðureign spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur, í kvöld. MR atti þar kappi við lið Borgarholtsskóla.
MR vann með 24 stigum gegn 12. Sigurliðið er skipað þeim Ármanni Leifssyni, Birtu Líf Breiðfjörð Jónasdóttur og Víkingi Hjörleifssyni. Lið Borgarholtsskóla er skipað Fanneyju Ósk Einarsdóttur, Magnúsi Hrafni Einarssyni og Viktors Huga Jónssonar.
Upphaflega stóð til að úrslitin í kvöld færu fram fyrir luktum dyrum vegna kórónuveirunnar. Að lokum fór þó svo að nokkrir áhorfendur fylgdust með keppninni í sjónvarpssal. Þetta er í 21. skipti sem MR vinnur Gettu betur, oftast allra skóla.