Hugleiðingar í kjölfar atvinnumissis í ferðaþjónustu Björn Jónsson skrifar 1. september 2020 10:30 Fyrir nokkrum mánuðum, í upphafi heimsfaraldursins, skrifaði ég smá hugleiðingar mínar um stöðu ferðaþjónustunnar og hversu mikilvægt það væri að hjálpa fyrirtækjum og starfsfólki í greininni. Greininni þar sem um 25.000 manns starfa, um land allt. Greininni sem hefur skapað íslensku þjóðarbúi hundruð milljarða í gjaldeyristekjur á undanförnum árum og þannig byggt upp, að stórum hluta, þá velsæld sem hér í raun ríkir. Við skulum ekki gleyma því að hér varð algjört efnahagslegt hrun fyrir rúmum 10 árum. Með hjálp ferðaþjónustunnar og erlendra ferðamanna hefur okkur tekist að byggja upp sameiginlega sjóði og innviði, sem hjálpa okkur í dag að takast á við þá efnahagslegu erfiðleika sem nú blasa við. Nú er hins vegar búið að skrúfa nokkurn veginn algjörlega fyrir þessa tekjuöflun þjóðarinnar um óákveðinn tíma. Afleiðingarnar eru slæmar og virðist versta niðurstaðan, sem ég leiddi hugann að í vor, vera nú að raungerast. Fullt af góðu fólki er að missa vinnuna, fyrirtæki verða gjaldþrota og önnur loka tímabundið, í von um betri tíð síðar. Eitthvað sem enginn getur sagt til um með vissu hvort eða hvenær verði. Þau fyrirtæki sem eftir standa, verða ekki svipur hjá sjón, miðað við fyrir heimsfaraldur. Ákvarðanirnar sem þessu valda, virðast hafa verið teknar án samtals við þá sem þær bitna einna helst á og áætlun um næstu skref virðist ekki vera til staðar. Eins og oft hefur verið nefnt lifum við á fordæmalausum tímum og í raun veit enginn nákvæmlega hvernig við eigum að takast á við vandann. Allir hafa hins vegar skoðanir á því. Öll höfum við líka hagsmuni af þeim ákvörðunum sem eru teknar, sem og þeim sem ekki eru teknar. Okkur líður öllum alls konar og ekkert okkar vill vera í þeirri stöðu sem við erum í. Veiran hefur heft frelsi okkar, við megum ekki hitta hvern þann sem við viljum, fáum ekki að ferðast óheft, megum ekki safnast saman og við megum ekki gera hluti, sem okkur þóttu eðlislægir, fyrir ekki svo mörgum mánuðum. Skyndilega getur of mikil nálægð við annað fólk reynst hættuleg. Veiran hefur svipt marga atvinnunni og möguleikum til tekjuöflunar og þar með skert lífsgæði þeirra. Verst er þó að veiran hefur svipt suma heilsunni og jafnvel lífinu. Fólk hefur misst ástvini. Allt þetta skapar tilfinningar hjá okkur og er eðlilegt að þessar tilfinningar finni sér farveg. Einn farvegurinn er að finna sökudólga, finna einhvern (eða eitthvað) til að kenna um ástandið. Ég er ekki viss um að það hjálpi okkur, í þeirri stöðu sem við erum í, að finna sökudólga. Það mun svo sannarlega ekki leysa vandann eða færa okkur nær lausninni, að benda á allt og alla og skamma einstaklinga eða úthrópa fyrirtækjum, stjórnvöldum eða hagsmunasamtökum. Það að leita sökudólga er í besta falli fóður fyrir kjaftasögur á kaffistofunni, en í versta falli leið til að sundra fólki og særa. Ferðaþjónustan hefur ekki farið varhluta af þessu og margir kennt henni um að veiran hafi sprottið upp aftur. Vinsælt tónlistarfólk hefur m.a. öskrað hátt á samfélagsmiðlum og háskólaprófessorar sagt nánast að réttlætanlegt sé að fórna ferðaþjónustunni, að því virðist vera án rökstuðnings. Samfélagsmiðlar eru stútfullir af pistlum og athugasemdum um græðgi og frekju fyrirtækjanna í ferðaþjónustu, sem hugsa bara um eigin hagsmuni og vilji einungis græða peninga á erlendum ferðamönnum. Það eina sem þessi fyrirtæki eru þó að reyna, er að bjarga störfum og verðmætum. Fyrirtæki eru lítið annað en fólkið sem þar vinnur. Það er ekki græðgi að vilja bjarga störfum fólks og skapa verðmæti, svo hægt sé að borga fólki laun. Laun sem fólk notar út í samfélaginu. Oft er talað um að halda verði uppi menningarlífi í landinu og til þess þurfum við að takmarka aðgang útlendinga að landinu. Hvað ætli sé eitt af því fyrsta sem atvinnulaust fólk neitar sér um? Sennilega eru menning og listir ofarlega á þeim lista. Það eru því hagsmunir okkar allra, að sem flestir hafi vinnu. Við erum í þessu saman og við þurfum að finna sameiginlegar og skynsamlegar lausnir. Við erum jú einu sinni samfélag. Þessar hugleiðingar mínar skrifa ég, í stöðu sem ég hef ekki áður verið í á lífsleiðinni, en þ.e. án atvinnu. Ég er einn fjölmargra sem þurfa nú að kveðja frábæran vinnustað, yndislega samstarfsfélaga og góða vini. Það er sárt. Það er líka sárt að lesa um og heyra talað um græðgi ferðaþjónustannar. En eins og áður segir, líður okkur öllum alls konar. Við erum öll að reyna okkar besta. Reyna að fóta okkur í veruleika sem sem við fæst kærum okkur um. Ég er hins vegar sannfærður um að við komumst í gegnum þetta ástand m.a. með auknu umburðarlyndi, færri ásökunum og auknum skilningi á mismunandi aðstæðum. Bóluefni myndi heldur ekki skemma fyrir. Ég er líka sannfærður um það, að fljótlega munum við aftur taka á móti erlendum ferðamönnum, með sama myndarskap og við höfum gert í gegnum árin. Eftir rúman áratug á besta vinnustað landsins, taka við nýir tímar hjá mér. Ég veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sér, en ég veit þó að hún býður upp á ný tækifæri og valmöguleika. Það er mitt að nýta það. Það er best að takast á við það með jákvæðni, opnum hug og muna að gleyma ekki gleðinni. Höfundur er fyrrum starfsmaður í ferðaþjónustufyrirtæki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Vinnumarkaður Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Fyrir nokkrum mánuðum, í upphafi heimsfaraldursins, skrifaði ég smá hugleiðingar mínar um stöðu ferðaþjónustunnar og hversu mikilvægt það væri að hjálpa fyrirtækjum og starfsfólki í greininni. Greininni þar sem um 25.000 manns starfa, um land allt. Greininni sem hefur skapað íslensku þjóðarbúi hundruð milljarða í gjaldeyristekjur á undanförnum árum og þannig byggt upp, að stórum hluta, þá velsæld sem hér í raun ríkir. Við skulum ekki gleyma því að hér varð algjört efnahagslegt hrun fyrir rúmum 10 árum. Með hjálp ferðaþjónustunnar og erlendra ferðamanna hefur okkur tekist að byggja upp sameiginlega sjóði og innviði, sem hjálpa okkur í dag að takast á við þá efnahagslegu erfiðleika sem nú blasa við. Nú er hins vegar búið að skrúfa nokkurn veginn algjörlega fyrir þessa tekjuöflun þjóðarinnar um óákveðinn tíma. Afleiðingarnar eru slæmar og virðist versta niðurstaðan, sem ég leiddi hugann að í vor, vera nú að raungerast. Fullt af góðu fólki er að missa vinnuna, fyrirtæki verða gjaldþrota og önnur loka tímabundið, í von um betri tíð síðar. Eitthvað sem enginn getur sagt til um með vissu hvort eða hvenær verði. Þau fyrirtæki sem eftir standa, verða ekki svipur hjá sjón, miðað við fyrir heimsfaraldur. Ákvarðanirnar sem þessu valda, virðast hafa verið teknar án samtals við þá sem þær bitna einna helst á og áætlun um næstu skref virðist ekki vera til staðar. Eins og oft hefur verið nefnt lifum við á fordæmalausum tímum og í raun veit enginn nákvæmlega hvernig við eigum að takast á við vandann. Allir hafa hins vegar skoðanir á því. Öll höfum við líka hagsmuni af þeim ákvörðunum sem eru teknar, sem og þeim sem ekki eru teknar. Okkur líður öllum alls konar og ekkert okkar vill vera í þeirri stöðu sem við erum í. Veiran hefur heft frelsi okkar, við megum ekki hitta hvern þann sem við viljum, fáum ekki að ferðast óheft, megum ekki safnast saman og við megum ekki gera hluti, sem okkur þóttu eðlislægir, fyrir ekki svo mörgum mánuðum. Skyndilega getur of mikil nálægð við annað fólk reynst hættuleg. Veiran hefur svipt marga atvinnunni og möguleikum til tekjuöflunar og þar með skert lífsgæði þeirra. Verst er þó að veiran hefur svipt suma heilsunni og jafnvel lífinu. Fólk hefur misst ástvini. Allt þetta skapar tilfinningar hjá okkur og er eðlilegt að þessar tilfinningar finni sér farveg. Einn farvegurinn er að finna sökudólga, finna einhvern (eða eitthvað) til að kenna um ástandið. Ég er ekki viss um að það hjálpi okkur, í þeirri stöðu sem við erum í, að finna sökudólga. Það mun svo sannarlega ekki leysa vandann eða færa okkur nær lausninni, að benda á allt og alla og skamma einstaklinga eða úthrópa fyrirtækjum, stjórnvöldum eða hagsmunasamtökum. Það að leita sökudólga er í besta falli fóður fyrir kjaftasögur á kaffistofunni, en í versta falli leið til að sundra fólki og særa. Ferðaþjónustan hefur ekki farið varhluta af þessu og margir kennt henni um að veiran hafi sprottið upp aftur. Vinsælt tónlistarfólk hefur m.a. öskrað hátt á samfélagsmiðlum og háskólaprófessorar sagt nánast að réttlætanlegt sé að fórna ferðaþjónustunni, að því virðist vera án rökstuðnings. Samfélagsmiðlar eru stútfullir af pistlum og athugasemdum um græðgi og frekju fyrirtækjanna í ferðaþjónustu, sem hugsa bara um eigin hagsmuni og vilji einungis græða peninga á erlendum ferðamönnum. Það eina sem þessi fyrirtæki eru þó að reyna, er að bjarga störfum og verðmætum. Fyrirtæki eru lítið annað en fólkið sem þar vinnur. Það er ekki græðgi að vilja bjarga störfum fólks og skapa verðmæti, svo hægt sé að borga fólki laun. Laun sem fólk notar út í samfélaginu. Oft er talað um að halda verði uppi menningarlífi í landinu og til þess þurfum við að takmarka aðgang útlendinga að landinu. Hvað ætli sé eitt af því fyrsta sem atvinnulaust fólk neitar sér um? Sennilega eru menning og listir ofarlega á þeim lista. Það eru því hagsmunir okkar allra, að sem flestir hafi vinnu. Við erum í þessu saman og við þurfum að finna sameiginlegar og skynsamlegar lausnir. Við erum jú einu sinni samfélag. Þessar hugleiðingar mínar skrifa ég, í stöðu sem ég hef ekki áður verið í á lífsleiðinni, en þ.e. án atvinnu. Ég er einn fjölmargra sem þurfa nú að kveðja frábæran vinnustað, yndislega samstarfsfélaga og góða vini. Það er sárt. Það er líka sárt að lesa um og heyra talað um græðgi ferðaþjónustannar. En eins og áður segir, líður okkur öllum alls konar. Við erum öll að reyna okkar besta. Reyna að fóta okkur í veruleika sem sem við fæst kærum okkur um. Ég er hins vegar sannfærður um að við komumst í gegnum þetta ástand m.a. með auknu umburðarlyndi, færri ásökunum og auknum skilningi á mismunandi aðstæðum. Bóluefni myndi heldur ekki skemma fyrir. Ég er líka sannfærður um það, að fljótlega munum við aftur taka á móti erlendum ferðamönnum, með sama myndarskap og við höfum gert í gegnum árin. Eftir rúman áratug á besta vinnustað landsins, taka við nýir tímar hjá mér. Ég veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sér, en ég veit þó að hún býður upp á ný tækifæri og valmöguleika. Það er mitt að nýta það. Það er best að takast á við það með jákvæðni, opnum hug og muna að gleyma ekki gleðinni. Höfundur er fyrrum starfsmaður í ferðaþjónustufyrirtæki.
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar