Hvernig líður þér? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar 2. febrúar 2021 12:00 „Bara vel“ er svolítið eins og autoreply við spurningunni: Hvernig líður þér? Stundum skiljanlega enda hefjast mörg samtöl með þessum orðum og maður vill kannski ekki skutla gusunni af pirringi eða erfiðleikum dagsins framan í viðmælandann svona óforvarendis. Það er þó skiljanlegt að margir upplifi erfiðleika á þessum undarlegu tímum og kannski þarf að finna nýjar leiðir til að vinna úr þeim erfiðleikum. Knúsfúsir krúttspaðar sem og þeir sem eru örlítið lokaðri hafa þurft að finna nýjar leiðir til þess að upplifa nánd og kærleika unanfarið ár. Þeir eru kannski á síðustu dropunum og á barmið þess að kvæsa á samstarfsmenn sína á næsta fjarfundi þó að þeir eigi það alls ekki skilið. Erfiðar eða flóknar tilfinningar þurfa þó ekki að safnast upp hjá manni þó og kannski er kominn tími til að leita nýrra leiða til þess að fá útrás fyrir þær. Hugleiðsla er frábær leið til þess að glíma við hugann og tilfinningar hjartans en getur verið erfitt að byrja þegar allt er komið í knút. Það eru margar leiðir til þess að hugleiða og aðeins ein þeirra krefst þesss að þú sitjir kyrr með fæturna pakkaða í saltkringlu og reynir að hemja hugann. Það getur verið mjög erfitt að ætla sér það þegar maður er leiður, hræddur eða stressaður og kannski svolítið eins og að ætla sér beint upp úr sófanum og snakkpokanum á Everest. Hvort sem maður er ofurmeðvitaður jóga- og hugleiðsluiðkandi eða bara alls ekkert á þeirri bylgjulengd er það góð hugmynd að spyrja sjálfan sig að því daglega: hvernig líður mér? Og gæta þess að svara ekki á autoreply „bara vel.“ Það er hressandi að svara sjálfum sér heiðarlega og finna fyrir gleði, pirringi eða hverju sem kann að gerast þá stundina innra með manni. Þegar maður veit hvernig manni líður er aðveldara að finna hvað mann vantar og því er næsta spurning sem gott er að spyjar sig: hvað viltu finna í hugleiðslu dagsins? Og svo er hægt að spyrja sig að því hverju maður vilji sleppa tökunum af. Til þess að finna hugleiðslu við hæfi eru ótal hugleiðsluöpp sem bjóða upp á stuttar hugleiðslur til að nota þegar þú gefur þér stund til þess að huga að sjálfum þér. Flow Meditation er til dæmis ókeypis fyrir snjallsíma og þar geturðu fundið hugleiðslur sem eru aðeins 4 mínútur. Með þessum þremur spurningum kemstu nær því að skilja hvernig þér líður og vera meðvitaður um þau skref sem þú villt taka til þess að breyta stöðunni. Hvernig líður þér?Hvað viltu finna?Hverju viltu sleppa tökunum af? Meðvituð um áhættuna á því að hljóma eins og misjafnlega-alvitur-amerískur-mark- og lífsstíls-leiðtoga-þjálfari skrifa ég samt um þessar spurningar því þær eru gagnlegar en virka auðvitað best ef maður er heiðarlegur við sjálfan sig og finnur sér leiðir til þess að grípa til aðgerða í eigin lífi. Það er kannski betra en að gubba eigin gremju yfir saklausa fundargesti hinu megin á fjarfundarlínunni sem eiga líka nóg með sig. Höfundur er framkvæmdastjóri Flow. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Hrefna Halldórsdóttir Heilsa Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
„Bara vel“ er svolítið eins og autoreply við spurningunni: Hvernig líður þér? Stundum skiljanlega enda hefjast mörg samtöl með þessum orðum og maður vill kannski ekki skutla gusunni af pirringi eða erfiðleikum dagsins framan í viðmælandann svona óforvarendis. Það er þó skiljanlegt að margir upplifi erfiðleika á þessum undarlegu tímum og kannski þarf að finna nýjar leiðir til að vinna úr þeim erfiðleikum. Knúsfúsir krúttspaðar sem og þeir sem eru örlítið lokaðri hafa þurft að finna nýjar leiðir til þess að upplifa nánd og kærleika unanfarið ár. Þeir eru kannski á síðustu dropunum og á barmið þess að kvæsa á samstarfsmenn sína á næsta fjarfundi þó að þeir eigi það alls ekki skilið. Erfiðar eða flóknar tilfinningar þurfa þó ekki að safnast upp hjá manni þó og kannski er kominn tími til að leita nýrra leiða til þess að fá útrás fyrir þær. Hugleiðsla er frábær leið til þess að glíma við hugann og tilfinningar hjartans en getur verið erfitt að byrja þegar allt er komið í knút. Það eru margar leiðir til þess að hugleiða og aðeins ein þeirra krefst þesss að þú sitjir kyrr með fæturna pakkaða í saltkringlu og reynir að hemja hugann. Það getur verið mjög erfitt að ætla sér það þegar maður er leiður, hræddur eða stressaður og kannski svolítið eins og að ætla sér beint upp úr sófanum og snakkpokanum á Everest. Hvort sem maður er ofurmeðvitaður jóga- og hugleiðsluiðkandi eða bara alls ekkert á þeirri bylgjulengd er það góð hugmynd að spyrja sjálfan sig að því daglega: hvernig líður mér? Og gæta þess að svara ekki á autoreply „bara vel.“ Það er hressandi að svara sjálfum sér heiðarlega og finna fyrir gleði, pirringi eða hverju sem kann að gerast þá stundina innra með manni. Þegar maður veit hvernig manni líður er aðveldara að finna hvað mann vantar og því er næsta spurning sem gott er að spyjar sig: hvað viltu finna í hugleiðslu dagsins? Og svo er hægt að spyrja sig að því hverju maður vilji sleppa tökunum af. Til þess að finna hugleiðslu við hæfi eru ótal hugleiðsluöpp sem bjóða upp á stuttar hugleiðslur til að nota þegar þú gefur þér stund til þess að huga að sjálfum þér. Flow Meditation er til dæmis ókeypis fyrir snjallsíma og þar geturðu fundið hugleiðslur sem eru aðeins 4 mínútur. Með þessum þremur spurningum kemstu nær því að skilja hvernig þér líður og vera meðvitaður um þau skref sem þú villt taka til þess að breyta stöðunni. Hvernig líður þér?Hvað viltu finna?Hverju viltu sleppa tökunum af? Meðvituð um áhættuna á því að hljóma eins og misjafnlega-alvitur-amerískur-mark- og lífsstíls-leiðtoga-þjálfari skrifa ég samt um þessar spurningar því þær eru gagnlegar en virka auðvitað best ef maður er heiðarlegur við sjálfan sig og finnur sér leiðir til þess að grípa til aðgerða í eigin lífi. Það er kannski betra en að gubba eigin gremju yfir saklausa fundargesti hinu megin á fjarfundarlínunni sem eiga líka nóg með sig. Höfundur er framkvæmdastjóri Flow.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun