Af réttlátum og óréttlátum umskiptum Drífa Snædal skrifar 23. apríl 2021 16:00 Sumardagurinn fyrsti var hefðbundinn að þessu sinni hvað veðrið varðar, þótt hátíðarhöldin hafi vantað. Nú er um að gera að draga fram sólgleraugun og stuttbuxurnar og hefjast handa við að telja okkur sjálfum trú um að sumarið sé komið! Sumardaginn fyrsta bar upp á sama dag og dag jarðar, sem er alþjóðlegur dagur til áminningar um mikilvægi umhverfisverndar. Ef okkur á að verða ágengt í baráttunni gegn loftslagsbreytingum þyrftu allir dagar að vera tileinkaðir jörðinni; gagngerar breytingar á atvinnu- og lifnaðarháttum eru óumflýjanlegar. Alþjóðlega verkalýðshreyfingin hefur þróað ramma utan um breytingar á vinnumarkaði undir yfirskriftinni réttlát umskipti. Markmiðið með réttlátum umskiptum er að tryggja réttindi og lífsviðurværi fólks í gegnum breytingar á atvinnu- og lifnaðarháttum vegna loftslagsbreytinga. Samhliða því er tekist á við áhrif nýrrar tækni, gervigreindar og sjálfvirknivæðingar. Grunnstefið er að breytingarnar þurfi að vera réttlátar gagnvart launafólki, ekki síst í þeim atvinnugreinum sem munu gjörbreytast eða jafnvel hverfa. Eins og staðan er í dag hefur skort á þessi gleraugu þegar ráðist er í aðgerðir gegn loftslagsbreytingum og tæknibreytingar hafa heldur orðið til að auka á hlut hinna fáu í verðmætum samfélagsins. Þessari þróun þarf að snúa við. Ein af þeim starfsstéttum sem mun ekki hverfa vegna tæknibreytinga er umönnun. Reyndar er talið að til framtíðar muni vægi starfa í umönnun, heilbrigðisþjónustu og menntun sífellt aukast. Þar er ekki svo auðvelt að skipta manneskjunni út. Þetta þarf að hafa í huga við mótun framtíðarumhverfis öldrunarþjónustu, svo dæmi sé tekið. Þessi afstaða birtist þó hvergi í þeirri tilfærslu á rekstri hjúkrunarheimila sem nú stendur yfir, þar sem ríkið fríar sig ábyrgð á kjararýrnun starfsfólksins. Í vikunni sendi miðstjórn ASÍ frá sér ályktun þar sem minnt er á ábyrgð ríkisins á kjörum starfsfólks hjúkrunarheimila. Það er nefnilega ríkið sem setur rammann utan um reksturinn og ákvarðar daggjaldið, sem er svo lágt að það felur beinlínis í sér hvata til að greiða lægstu mögulegu laun. Hér eiga sér því stað óréttlát umskipti, þar sem starfsfólk er látið borga brúsann og stéttarfélög sem hafa barist duglega fyrir hagsmunum þessar láglaunahópa eru send ár og jafnvel áratugi aftur í tímann. Við þetta verður ekki unað! Góða helgi, Drífa Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Vinnumarkaður Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Sumardagurinn fyrsti var hefðbundinn að þessu sinni hvað veðrið varðar, þótt hátíðarhöldin hafi vantað. Nú er um að gera að draga fram sólgleraugun og stuttbuxurnar og hefjast handa við að telja okkur sjálfum trú um að sumarið sé komið! Sumardaginn fyrsta bar upp á sama dag og dag jarðar, sem er alþjóðlegur dagur til áminningar um mikilvægi umhverfisverndar. Ef okkur á að verða ágengt í baráttunni gegn loftslagsbreytingum þyrftu allir dagar að vera tileinkaðir jörðinni; gagngerar breytingar á atvinnu- og lifnaðarháttum eru óumflýjanlegar. Alþjóðlega verkalýðshreyfingin hefur þróað ramma utan um breytingar á vinnumarkaði undir yfirskriftinni réttlát umskipti. Markmiðið með réttlátum umskiptum er að tryggja réttindi og lífsviðurværi fólks í gegnum breytingar á atvinnu- og lifnaðarháttum vegna loftslagsbreytinga. Samhliða því er tekist á við áhrif nýrrar tækni, gervigreindar og sjálfvirknivæðingar. Grunnstefið er að breytingarnar þurfi að vera réttlátar gagnvart launafólki, ekki síst í þeim atvinnugreinum sem munu gjörbreytast eða jafnvel hverfa. Eins og staðan er í dag hefur skort á þessi gleraugu þegar ráðist er í aðgerðir gegn loftslagsbreytingum og tæknibreytingar hafa heldur orðið til að auka á hlut hinna fáu í verðmætum samfélagsins. Þessari þróun þarf að snúa við. Ein af þeim starfsstéttum sem mun ekki hverfa vegna tæknibreytinga er umönnun. Reyndar er talið að til framtíðar muni vægi starfa í umönnun, heilbrigðisþjónustu og menntun sífellt aukast. Þar er ekki svo auðvelt að skipta manneskjunni út. Þetta þarf að hafa í huga við mótun framtíðarumhverfis öldrunarþjónustu, svo dæmi sé tekið. Þessi afstaða birtist þó hvergi í þeirri tilfærslu á rekstri hjúkrunarheimila sem nú stendur yfir, þar sem ríkið fríar sig ábyrgð á kjararýrnun starfsfólksins. Í vikunni sendi miðstjórn ASÍ frá sér ályktun þar sem minnt er á ábyrgð ríkisins á kjörum starfsfólks hjúkrunarheimila. Það er nefnilega ríkið sem setur rammann utan um reksturinn og ákvarðar daggjaldið, sem er svo lágt að það felur beinlínis í sér hvata til að greiða lægstu mögulegu laun. Hér eiga sér því stað óréttlát umskipti, þar sem starfsfólk er látið borga brúsann og stéttarfélög sem hafa barist duglega fyrir hagsmunum þessar láglaunahópa eru send ár og jafnvel áratugi aftur í tímann. Við þetta verður ekki unað! Góða helgi, Drífa Höfundur er forseti ASÍ.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun