Núna er rétti tíminn Natan Kolbeinsson skrifar 16. mars 2022 07:31 Núna er ekki rétti tíminn til að ræða þetta segja þeir sem ekki vilja breyta. Hvort það sé húsbóndi sem nennir ekki að fara í það endurgera baðherbergið eða stjórnmálaleiðtogi sem hugnast ekki þær breytingar sem verið er að skoða þá er svarið alltaf að núna sé ekki tími til breytinga. Í tilviki stjórnmálamannsins nær þetta svar um að núna sé ekki rétti tíminn líka yfir umræðuna. Núna er sko ekki rétti tíminn að ræða því allt gengur svo vel og svo þegar illa gengur þá er ekki rétti tíminn að ræða breytingar því við þurfum að vinna í því að bjarga hlutunum. Sjaldan er þessi hræðsla við breytingar og hvað þá umræðuna um breytingar meiri en þegar rætt er um Evrópusambandið. Allt frá því utanríkisráðherra sem þá var úr röðum Framsóknar sleit aðildarviðræðum árið 2015 án þess að ráðfæra sig þing né þjóð hefur svarið frá andstæðingum alltaf verið að núna sé ekki tími til að ræða þessa hluti. Fyrst var það reyndar þannig að allt var að ganga svo vel á Íslandi, hagvöxtur var að aukast og allir voru sáttir. Svo kom heimsfaraldur og þá var sko alls ekki tími til að ræða þetta þar sem við urðum að einbeita okkur að því að kljást við álagið á heilbrigðiskerfinu og áfallinu sem samkomutakmarkanir höfðu á hagkerfið okkar. Ólíkt húsbóndanum sem segir að núna sé ekki rétti tíminn til að endurgera baðherbergið því hann einfaldlega nennir því ekki þá segja sumir stjórnmálamenn að núna sé ekki rétti tíminn til að ræða Evrópusambandið því þau eru hrædd við umræðuna. Ástæðan afhverju ríkisstjórn Bjarna og Sigmundar Davíðs spurði ekki fólkið hvort það vildi halda aðildarviðræðum áfram var einfaldlega sú að þeir þorðu ekki umræðunni um kosti og galla mögulegrar aðildar okkar að sambandinu. Án umræðunar er nefnilega alltaf hægt að kasta fram fullyrðingum sem oft eiga sér litla stoð í raunveruleikanum. Þegar við leyfum umræðunni að eiga sér stað fara nefnilega staðreyndir að koma í ljós með öllum sínum kostum og göllum en ekki bara getgátur um hvað gæti eða gæti ekki orðið. Núna erum við að sjá hvernig heimurinn getur breyst á stuttum tíma og óvissan um framtíðina er mikil. Á þannig tímum átaka leita ríki til hvors annars til að finna stuðning og þar er Ísland á sama báti með öllum öðrum ríkjum heims. Núna er því fullkominn tími, þegar ekki bara við á þessari litlu fámennu eyju stöndum á tímamótum heldur öll ríki Evrópu, að taka þessa umræðu lyfta henni upp og ræða raunverulega kosti og galla aðildar. Ástæðan fyrir því að ríkisstjórnin vill ekki taka þessa umræðu um hvort við eigum að sækja um aðild að Evrópusambandinu er einfaldlega sú að þau vita að þegar umræðan byrjar og við sjáum hvað stendur okkur til boða mun svarið alltaf vera já. Aðild Íslands að Evrópusambandinu tryggir ekki bara öryggi Íslands í síbreytilegum heimi heldur dregur það úr völdum smákónga og hagsmunaaðila sem hafa allt of lengi fengið að ráða því sem þau vilja ráð hér á landi. Núna er því rétti tíminn til að ræða aðild okkar að Evrópusambandinu. Höfundur er ritari Uppreisnar - Ungliðahreyfingar Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Evrópusambandið Natan Kolbeinsson Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Núna er ekki rétti tíminn til að ræða þetta segja þeir sem ekki vilja breyta. Hvort það sé húsbóndi sem nennir ekki að fara í það endurgera baðherbergið eða stjórnmálaleiðtogi sem hugnast ekki þær breytingar sem verið er að skoða þá er svarið alltaf að núna sé ekki tími til breytinga. Í tilviki stjórnmálamannsins nær þetta svar um að núna sé ekki rétti tíminn líka yfir umræðuna. Núna er sko ekki rétti tíminn að ræða því allt gengur svo vel og svo þegar illa gengur þá er ekki rétti tíminn að ræða breytingar því við þurfum að vinna í því að bjarga hlutunum. Sjaldan er þessi hræðsla við breytingar og hvað þá umræðuna um breytingar meiri en þegar rætt er um Evrópusambandið. Allt frá því utanríkisráðherra sem þá var úr röðum Framsóknar sleit aðildarviðræðum árið 2015 án þess að ráðfæra sig þing né þjóð hefur svarið frá andstæðingum alltaf verið að núna sé ekki tími til að ræða þessa hluti. Fyrst var það reyndar þannig að allt var að ganga svo vel á Íslandi, hagvöxtur var að aukast og allir voru sáttir. Svo kom heimsfaraldur og þá var sko alls ekki tími til að ræða þetta þar sem við urðum að einbeita okkur að því að kljást við álagið á heilbrigðiskerfinu og áfallinu sem samkomutakmarkanir höfðu á hagkerfið okkar. Ólíkt húsbóndanum sem segir að núna sé ekki rétti tíminn til að endurgera baðherbergið því hann einfaldlega nennir því ekki þá segja sumir stjórnmálamenn að núna sé ekki rétti tíminn til að ræða Evrópusambandið því þau eru hrædd við umræðuna. Ástæðan afhverju ríkisstjórn Bjarna og Sigmundar Davíðs spurði ekki fólkið hvort það vildi halda aðildarviðræðum áfram var einfaldlega sú að þeir þorðu ekki umræðunni um kosti og galla mögulegrar aðildar okkar að sambandinu. Án umræðunar er nefnilega alltaf hægt að kasta fram fullyrðingum sem oft eiga sér litla stoð í raunveruleikanum. Þegar við leyfum umræðunni að eiga sér stað fara nefnilega staðreyndir að koma í ljós með öllum sínum kostum og göllum en ekki bara getgátur um hvað gæti eða gæti ekki orðið. Núna erum við að sjá hvernig heimurinn getur breyst á stuttum tíma og óvissan um framtíðina er mikil. Á þannig tímum átaka leita ríki til hvors annars til að finna stuðning og þar er Ísland á sama báti með öllum öðrum ríkjum heims. Núna er því fullkominn tími, þegar ekki bara við á þessari litlu fámennu eyju stöndum á tímamótum heldur öll ríki Evrópu, að taka þessa umræðu lyfta henni upp og ræða raunverulega kosti og galla aðildar. Ástæðan fyrir því að ríkisstjórnin vill ekki taka þessa umræðu um hvort við eigum að sækja um aðild að Evrópusambandinu er einfaldlega sú að þau vita að þegar umræðan byrjar og við sjáum hvað stendur okkur til boða mun svarið alltaf vera já. Aðild Íslands að Evrópusambandinu tryggir ekki bara öryggi Íslands í síbreytilegum heimi heldur dregur það úr völdum smákónga og hagsmunaaðila sem hafa allt of lengi fengið að ráða því sem þau vilja ráð hér á landi. Núna er því rétti tíminn til að ræða aðild okkar að Evrópusambandinu. Höfundur er ritari Uppreisnar - Ungliðahreyfingar Viðreisnar.
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar