Vinnum öll saman að því að auka farsæld barna Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar 13. febrúar 2023 17:00 Á dögunum skrifuðu lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu, heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins, Suðurmiðstöð og Fjölbrautaskólinn í Breiðholti undir samstarfsyfirlýsingu um að vinna enn frekar saman til að stuðla að farsæld barna og ungmenna í viðkvæmri stöðu. Með samstarfsyfirlýsingunni er þjónustuveitendum sem starfa með börnum og fjölskyldum þeirra gert að vinna saman í þverfaglega samstarfi. Hlutverk þeirra er að fylgjast með og greina vísbendingar um að þörfum barna sé ekki mætt á fullnægjandi hátt og bregðast þá við á viðeigandi hátt. Í stefnumörkun Reykjavíkurborgar er skýrt kveðið á um aukið samstarf þjónustuveitenda sem er ætlað að skila börnum og unglingum aukinni farsæld. Í lýðheilsustefnu Reykjavíkurborgar er tekið í sama streng. Í aðgerðaáætlun stefnunnar er lögð áhersla á forvarnir til að bæta líðan barna og ungmenna, og mikilvægi samstarfs lykilaðila sem sinna þjónustu við þau. Sömu áherslur um samstarf og samráð er að finna í velferðarstefnu Reykjavíkurborgar. Miðstöðvar Reykjavíkurborgar hafa til áratuga þróað samstarf í hverfum borgarinnar, þvert á stofnanir Reykjavíkurborgar, íbúum til hagsbóta. Síðustu 3 ár hafa velferðar- og skóla- og frístundasvið þróað verkefnið Betri borg fyrir börn þar sem stjórnendur þessara stofnana í miðstöðvunum deila vinnuaðstöðu, starfa saman í teymum og leggja allt kapp á að styðja börn í þeirra nærumhverfi, m.a. í skólum og frístundastarfi. Þess utan hefur byggst upp mikið samstarfsnet í hverfum borgarinnar með þátttöku íþróttafélaga, bókasafna, sundlauga og annarra sem sinna frístunda-, menningar og frístundastarfi fyrir börn. Þessi samstarfsyfirlýsing byggir á lögum um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna nr. 86/2021. Þau skylda þá sem veita þjónustu til þess að efla eða tryggja farsæld barna og ungmenna, hvort sem hún er hluti af stjórnsýslu ríkis, sveitarfélags eða einkaaðila til að: 1. Fylgjast með velferð og farsæld barna og foreldra og meta þörf fyrir þjónustu. 2. Bregðast við þörf barna og foreldra fyrir þjónustu á skilvirkan hátt um leið og þörf krefur. 3. Hafa samráð sín á milli með það að markmiði að þjónusta sé samfelld og samþætt í þágu velferðar og farsældar barna og foreldra. Hér stíga yfirvöld fram með lög, stefnumörkun og aðgerðir til þess að undirstrika þetta í staðbundnu samhengi. Byggt er á ómetanlegri samstarfsreynslu kennara, þjálfara, stjórnenda, ráðgjafa, lögreglumanna, heilbrigðisstarfsfólks og annarra sem koma að stuðningi barna í nærsamfélagi þeirra. Samstarfsyfirlýsingin auðveldar við að styðja börn og fjölskyldur þeirra á heildrænan hátt. Öll getum við í þorpinu eða hverfinu okkar hjálpað til. Höfundur er framkvæmdastjóri Suðurmiðstöðvar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Börn og uppeldi Mest lesið Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld sinna ekki málefnum barna af fagmennsku Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Kjölfestan í mannlífinu Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Sjá meira
Á dögunum skrifuðu lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu, heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins, Suðurmiðstöð og Fjölbrautaskólinn í Breiðholti undir samstarfsyfirlýsingu um að vinna enn frekar saman til að stuðla að farsæld barna og ungmenna í viðkvæmri stöðu. Með samstarfsyfirlýsingunni er þjónustuveitendum sem starfa með börnum og fjölskyldum þeirra gert að vinna saman í þverfaglega samstarfi. Hlutverk þeirra er að fylgjast með og greina vísbendingar um að þörfum barna sé ekki mætt á fullnægjandi hátt og bregðast þá við á viðeigandi hátt. Í stefnumörkun Reykjavíkurborgar er skýrt kveðið á um aukið samstarf þjónustuveitenda sem er ætlað að skila börnum og unglingum aukinni farsæld. Í lýðheilsustefnu Reykjavíkurborgar er tekið í sama streng. Í aðgerðaáætlun stefnunnar er lögð áhersla á forvarnir til að bæta líðan barna og ungmenna, og mikilvægi samstarfs lykilaðila sem sinna þjónustu við þau. Sömu áherslur um samstarf og samráð er að finna í velferðarstefnu Reykjavíkurborgar. Miðstöðvar Reykjavíkurborgar hafa til áratuga þróað samstarf í hverfum borgarinnar, þvert á stofnanir Reykjavíkurborgar, íbúum til hagsbóta. Síðustu 3 ár hafa velferðar- og skóla- og frístundasvið þróað verkefnið Betri borg fyrir börn þar sem stjórnendur þessara stofnana í miðstöðvunum deila vinnuaðstöðu, starfa saman í teymum og leggja allt kapp á að styðja börn í þeirra nærumhverfi, m.a. í skólum og frístundastarfi. Þess utan hefur byggst upp mikið samstarfsnet í hverfum borgarinnar með þátttöku íþróttafélaga, bókasafna, sundlauga og annarra sem sinna frístunda-, menningar og frístundastarfi fyrir börn. Þessi samstarfsyfirlýsing byggir á lögum um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna nr. 86/2021. Þau skylda þá sem veita þjónustu til þess að efla eða tryggja farsæld barna og ungmenna, hvort sem hún er hluti af stjórnsýslu ríkis, sveitarfélags eða einkaaðila til að: 1. Fylgjast með velferð og farsæld barna og foreldra og meta þörf fyrir þjónustu. 2. Bregðast við þörf barna og foreldra fyrir þjónustu á skilvirkan hátt um leið og þörf krefur. 3. Hafa samráð sín á milli með það að markmiði að þjónusta sé samfelld og samþætt í þágu velferðar og farsældar barna og foreldra. Hér stíga yfirvöld fram með lög, stefnumörkun og aðgerðir til þess að undirstrika þetta í staðbundnu samhengi. Byggt er á ómetanlegri samstarfsreynslu kennara, þjálfara, stjórnenda, ráðgjafa, lögreglumanna, heilbrigðisstarfsfólks og annarra sem koma að stuðningi barna í nærsamfélagi þeirra. Samstarfsyfirlýsingin auðveldar við að styðja börn og fjölskyldur þeirra á heildrænan hátt. Öll getum við í þorpinu eða hverfinu okkar hjálpað til. Höfundur er framkvæmdastjóri Suðurmiðstöðvar.
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun