Svandís og sjallarnir Sigmar Guðmundsson skrifar 9. janúar 2024 08:30 Enn eina ferðina eru ríkisstjórnarflokkarnir tveir, VG og Sjálfstæðisflokkur, að opinbera vandræðaganginn á stjórnarheimilinu. Að venju fylgist Framsókn hnípin með. Núna eru það lögbrot Svandísar Svavarsdóttur í hvalveiðimálinu sem ógna stjórnarsamstarfinu. Sjálfstæðismenn verða að svara því skýrt hvort Svandís Svavarsdóttir njóti trausts þeirra. Hún er ráðherra í þeirra skjóli. Staðan núna hefur ekkert með stjórnarandstöðuna að gera eða áform hennar þegar þing kemur saman. Það gerist eftir tvær vikur og þar sem vika er langur tími í pólitík, hljóta tvær að vera heil eilífð. Það liggur alveg fyrir að stjórnarandstöðuþingmenn styðja ekki ráðherra þessarar ríkisstjórnar, hvorki staka né sem hóp, og sætir það varla tíðindum. Stóru tíðindin eru auðvitað að þingmenn Sjálfstæðisflokksins styðja sennilega ekki lengur einn ráðherra ríkisstjórnarinnar. Þá liggur auðvitað fyrir að ráðherrann verður að víkja, nú eða stjórnin að fara frá. Þetta er því hvorki einkamál þessara þriggja flokka sem ríkisstjórnina mynda, né sérstakt úrlausnarefni fyrir stjórnarandstöðuna á meðan Alþingi er ekki að störfum. Best færi auðvitað á því að þeir þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem ósáttastir eru með Svandísi Svavarsdóttur leggðu sjálfir fram tillögu um vantraust. Með því ynnist tvennt. Í fyrsta lagi gæfi það viðkomandi þingmönnum tækifæri til að standa með sannfæringu sinni í tillöguformi í stað þess að líta til stjórnarandstöðunnar. Í öðru lagi myndi það sjálfkrafa leiða til stjórnarslita og losa þjóðina, og ríkisstjórnarflokkana, undan þessari erindislausu áþján sem þetta samstarf er orðið fyrir alla. En átökin núna út af áliti umboðsmanns Alþingis snúast ekki bara um hvalveiðar. Það hefur skýrt komið fram hjá Sjálfstæðisflokknum að þetta snúist líka um verkefnin fram undan í Matvælaráðuneytinu „þannig að það sé samhljómur og ágreiningslaust milli stjórnarflokkanna.“ Það þýðir á mannamáli að áform Svandísar um breytingar í sjávarútvegsmálum og fiskeldi eru partur af jöfnunni. Það hefur ekki verið mikil stemmning í Sjálfstæðisflokknum fyrir áherslum Svandísar í þeim efnum, svo vægt sé til orða tekið. Hvalveiðarnar einar og sér fella ekki stjórnina. En þegar gamalkunnug varðstaða um hagsmuni stórútgerðar og fiskeldisfyrirtækja bætist við, þá er aldrei að vita hvað gerist. Höfundur er þingmaður Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmar Guðmundsson Viðreisn Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Umboðsmaður Alþingis Hvalveiðar Mest lesið Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Enn eina ferðina eru ríkisstjórnarflokkarnir tveir, VG og Sjálfstæðisflokkur, að opinbera vandræðaganginn á stjórnarheimilinu. Að venju fylgist Framsókn hnípin með. Núna eru það lögbrot Svandísar Svavarsdóttur í hvalveiðimálinu sem ógna stjórnarsamstarfinu. Sjálfstæðismenn verða að svara því skýrt hvort Svandís Svavarsdóttir njóti trausts þeirra. Hún er ráðherra í þeirra skjóli. Staðan núna hefur ekkert með stjórnarandstöðuna að gera eða áform hennar þegar þing kemur saman. Það gerist eftir tvær vikur og þar sem vika er langur tími í pólitík, hljóta tvær að vera heil eilífð. Það liggur alveg fyrir að stjórnarandstöðuþingmenn styðja ekki ráðherra þessarar ríkisstjórnar, hvorki staka né sem hóp, og sætir það varla tíðindum. Stóru tíðindin eru auðvitað að þingmenn Sjálfstæðisflokksins styðja sennilega ekki lengur einn ráðherra ríkisstjórnarinnar. Þá liggur auðvitað fyrir að ráðherrann verður að víkja, nú eða stjórnin að fara frá. Þetta er því hvorki einkamál þessara þriggja flokka sem ríkisstjórnina mynda, né sérstakt úrlausnarefni fyrir stjórnarandstöðuna á meðan Alþingi er ekki að störfum. Best færi auðvitað á því að þeir þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem ósáttastir eru með Svandísi Svavarsdóttur leggðu sjálfir fram tillögu um vantraust. Með því ynnist tvennt. Í fyrsta lagi gæfi það viðkomandi þingmönnum tækifæri til að standa með sannfæringu sinni í tillöguformi í stað þess að líta til stjórnarandstöðunnar. Í öðru lagi myndi það sjálfkrafa leiða til stjórnarslita og losa þjóðina, og ríkisstjórnarflokkana, undan þessari erindislausu áþján sem þetta samstarf er orðið fyrir alla. En átökin núna út af áliti umboðsmanns Alþingis snúast ekki bara um hvalveiðar. Það hefur skýrt komið fram hjá Sjálfstæðisflokknum að þetta snúist líka um verkefnin fram undan í Matvælaráðuneytinu „þannig að það sé samhljómur og ágreiningslaust milli stjórnarflokkanna.“ Það þýðir á mannamáli að áform Svandísar um breytingar í sjávarútvegsmálum og fiskeldi eru partur af jöfnunni. Það hefur ekki verið mikil stemmning í Sjálfstæðisflokknum fyrir áherslum Svandísar í þeim efnum, svo vægt sé til orða tekið. Hvalveiðarnar einar og sér fella ekki stjórnina. En þegar gamalkunnug varðstaða um hagsmuni stórútgerðar og fiskeldisfyrirtækja bætist við, þá er aldrei að vita hvað gerist. Höfundur er þingmaður Viðreisnar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun