Ætlar ekki að hætta við innrás í Rafah Samúel Karl Ólason skrifar 18. febrúar 2024 11:19 Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, segir þá sem vilja stöðva innrásina í Rafah vera að biðja Ísraela um að tapa stríðinu gegn Hamas. AP/Gil Cohen-Magen Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, segir ekki koma til greina að hætta við innrás í borgina Rafah í suðurhluta Gasastrandarinnar. Rúm milljón Palestínumanna hefur flúið þangað undan átökum Ísraela og Hamas-liða sem hafa valdið gífurlegum skaða á svæðinu lokaða. Mikið af þessu fólki heldur til í tjöldum, skólum eða á heimilum vina og ættingja og búa þau við skort á helstu nauðsynjum eins og matvælum og vatni. Forsætisráðherrann sagði í gærkvöldi að hann myndi ekki hætta við, jafnvel þó hann sé undir miklum þrýstingi frá alþjóðasamfélaginu. Hélt hann því fram á blaðamannafundi í gær að þeir sem vildu halda aftur af Ísrael væru í raun að krefjast þess að Ísraelar töpuðu stríðinu við Hamas. „Það er satt að það er mikil andstaða erlendis en þetta er akkúrat augnablikið þar sem við verðum að segja að við ætlum ekki að vinna óklárað verk,“ sagði Netanjahú samkvæmt frétt New York Times. Stríðið hófst eftir mannskæða árás Hamas og annarra á suðurhluta Ísrael þann 7. október í fyrra, þar sem Hamas-liðar tóku á þriðja hundrað gísla til Gasastrandarinnar. Stríðið hefur kostað þúsundir Palestínumanna lífið og hafa stórir hlutar Gasa verið lagðir í rúst. Heilbrigðisráðuneyti Gasa, sem Hamas stýrir, segir að minnsta kosti 28 þúsund Palestínumenn liggja í valnum og er óttast að þúsundir til viðbótar liggi í rústum húsa á Gasaströndinni. Erlendir ráðamenn og forsvarsmenn alþjóðlegra samtaka hafa varið við því að innrás í Rafah myndi hafa gífurlegar afleiðingar fyrir fólkið sem heldur til þar og gera stöðu Palestínumanna mun verri. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hefur kallað eftir því að Ísraelar leggi fram áætlun um brottflutning borgara frá Rafah, áður en innrás verður gerð. Engin slík áætlun liggur fyrir. Sjá einnig: Segir hamfarir myndu fylgja í kjölfar innrásar Ísraelsmanna Netanjahú hélt því þó fram að Palestínumönnum yrði leyft að fara frá Rafah og það væri nægt pláss fyrir þau norður af borginni. Ísraelar segja nauðsynlegt að gera innrás í Rafah því þar megi finna vígamenn og göng undir landamæri Gasa og Egyptalands sem þurfi að eyðileggja. Þegar Netanjahú ræddi við blaðamenn í gærkvöldi fóru fram umfangsmikil mótmæli gegn ríkisstjórn hans í Tel Aviv. NYT segir þetta hafa verið stærstu mótmælin gegn ríkisstjórninni um mánaða skeið. Mótmælendur komu saman til að kalla eftir nýjum kosningum. Umfangsmikil mótmæli gegn ríkisstjórn Ísraels fóru fram í Tel Aviv í gærkvöldi.AP/Leo Correa Kosið um vopnahléskröfu Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mun líklega halda atkvæðagreiðslu um tillögu um að krefjast vopnahlés á þriðjudaginn. Tillaga að slíkri kröfu hefur verið lögð fram af erindrekum Alsír en erindrekar Bandaríkjanna hafa gefið í skyn að þeir muni beita neitunarvaldi, verði tillagan samþykkt. Það segir Linda Thomas-Greenfield, sendiherra Bandaríkjanna, gagnvart Sameinuðu þjóðunum, að sé vegna þess að tillagan gæti komið niður á viðkvæmum viðræðum milli Ísraela og leiðtoga Hamas um að binda enda á átökin, samkvæmt frétt Reuters. Umræddar viðræður snúast í grunninn um vopnahlé í skiptum fyrir það að gíslum Hamas verði sleppt. Netanjahú sagði þó í gær að litlar líkur væru á því að viðræður þessar myndu skila miklum árangri á næstunni. Hann sagði kröfur leiðtoga Hamas vera fáránlegar og að þeir hefðu ekki sýnt neinn vilja til að koma til móts við Ísraela. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Hernaður Sameinuðu þjóðirnar Alsír Bandaríkin Egyptaland Tengdar fréttir Segjast hafa handsamað tugi hryðjuverkamanna á Nasser spítalanum Ísraelsher fullyrðir að hermenn hafi handsamað tugi grunaðra hryðjuverkamanna þegar árás var gerð á stærsta sjúkrahús Gasa svæðisins, Nasser spítalann. 16. febrúar 2024 07:12 Gera aðra tilraun með hernaðaraðstoð Bandarískir öldungadeildarþingmenn samþykktu í dag frumvarp um 95,3 milljarða dala hernaðaraðstoð til Úkraínu, Ísraels og Taívan auk mannúðaraðstoðar til Palestínumanna. Frumvarpið var samþykkt eftir næturlangt málþóf nokkurra þingmanna Repúblikanaflokksins. 13. febrúar 2024 13:34 „Hvert getum við farið?“ Palestínskir flóttamenn og aðrir íbúar í Rafah á suðurhluta Gasa eru gríðarlega óttaslegnir í aðdraganda innrásar Ísraelshers. Harðar loftárásir hersins hafa dunið á borginni síðustu daga. 12. febrúar 2024 23:34 Sagður kalla Netanjahú drullusokk Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, er sagður pirraður út í Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, og hefur kallað hann drullusokk. Það hefur hann meðal annars gert í samræðum við stuðningsmenn forsetaframboðs síns og snýst reiði forsetans að mestu um það hvernig Netanjahú hefur haldið á spöðunum varðandi hernað Ísrael á Gasaströndinni. 12. febrúar 2024 16:16 Sprengjuregn á Rafah og tveimur gíslum bjargað Ísraelar segjast hafa bjargað tveimur gíslum sem verið hafa í haldi Hamas samtakanna frá því í október. 12. febrúar 2024 07:13 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Fleiri fréttir Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Sjá meira
Mikið af þessu fólki heldur til í tjöldum, skólum eða á heimilum vina og ættingja og búa þau við skort á helstu nauðsynjum eins og matvælum og vatni. Forsætisráðherrann sagði í gærkvöldi að hann myndi ekki hætta við, jafnvel þó hann sé undir miklum þrýstingi frá alþjóðasamfélaginu. Hélt hann því fram á blaðamannafundi í gær að þeir sem vildu halda aftur af Ísrael væru í raun að krefjast þess að Ísraelar töpuðu stríðinu við Hamas. „Það er satt að það er mikil andstaða erlendis en þetta er akkúrat augnablikið þar sem við verðum að segja að við ætlum ekki að vinna óklárað verk,“ sagði Netanjahú samkvæmt frétt New York Times. Stríðið hófst eftir mannskæða árás Hamas og annarra á suðurhluta Ísrael þann 7. október í fyrra, þar sem Hamas-liðar tóku á þriðja hundrað gísla til Gasastrandarinnar. Stríðið hefur kostað þúsundir Palestínumanna lífið og hafa stórir hlutar Gasa verið lagðir í rúst. Heilbrigðisráðuneyti Gasa, sem Hamas stýrir, segir að minnsta kosti 28 þúsund Palestínumenn liggja í valnum og er óttast að þúsundir til viðbótar liggi í rústum húsa á Gasaströndinni. Erlendir ráðamenn og forsvarsmenn alþjóðlegra samtaka hafa varið við því að innrás í Rafah myndi hafa gífurlegar afleiðingar fyrir fólkið sem heldur til þar og gera stöðu Palestínumanna mun verri. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hefur kallað eftir því að Ísraelar leggi fram áætlun um brottflutning borgara frá Rafah, áður en innrás verður gerð. Engin slík áætlun liggur fyrir. Sjá einnig: Segir hamfarir myndu fylgja í kjölfar innrásar Ísraelsmanna Netanjahú hélt því þó fram að Palestínumönnum yrði leyft að fara frá Rafah og það væri nægt pláss fyrir þau norður af borginni. Ísraelar segja nauðsynlegt að gera innrás í Rafah því þar megi finna vígamenn og göng undir landamæri Gasa og Egyptalands sem þurfi að eyðileggja. Þegar Netanjahú ræddi við blaðamenn í gærkvöldi fóru fram umfangsmikil mótmæli gegn ríkisstjórn hans í Tel Aviv. NYT segir þetta hafa verið stærstu mótmælin gegn ríkisstjórninni um mánaða skeið. Mótmælendur komu saman til að kalla eftir nýjum kosningum. Umfangsmikil mótmæli gegn ríkisstjórn Ísraels fóru fram í Tel Aviv í gærkvöldi.AP/Leo Correa Kosið um vopnahléskröfu Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mun líklega halda atkvæðagreiðslu um tillögu um að krefjast vopnahlés á þriðjudaginn. Tillaga að slíkri kröfu hefur verið lögð fram af erindrekum Alsír en erindrekar Bandaríkjanna hafa gefið í skyn að þeir muni beita neitunarvaldi, verði tillagan samþykkt. Það segir Linda Thomas-Greenfield, sendiherra Bandaríkjanna, gagnvart Sameinuðu þjóðunum, að sé vegna þess að tillagan gæti komið niður á viðkvæmum viðræðum milli Ísraela og leiðtoga Hamas um að binda enda á átökin, samkvæmt frétt Reuters. Umræddar viðræður snúast í grunninn um vopnahlé í skiptum fyrir það að gíslum Hamas verði sleppt. Netanjahú sagði þó í gær að litlar líkur væru á því að viðræður þessar myndu skila miklum árangri á næstunni. Hann sagði kröfur leiðtoga Hamas vera fáránlegar og að þeir hefðu ekki sýnt neinn vilja til að koma til móts við Ísraela.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Hernaður Sameinuðu þjóðirnar Alsír Bandaríkin Egyptaland Tengdar fréttir Segjast hafa handsamað tugi hryðjuverkamanna á Nasser spítalanum Ísraelsher fullyrðir að hermenn hafi handsamað tugi grunaðra hryðjuverkamanna þegar árás var gerð á stærsta sjúkrahús Gasa svæðisins, Nasser spítalann. 16. febrúar 2024 07:12 Gera aðra tilraun með hernaðaraðstoð Bandarískir öldungadeildarþingmenn samþykktu í dag frumvarp um 95,3 milljarða dala hernaðaraðstoð til Úkraínu, Ísraels og Taívan auk mannúðaraðstoðar til Palestínumanna. Frumvarpið var samþykkt eftir næturlangt málþóf nokkurra þingmanna Repúblikanaflokksins. 13. febrúar 2024 13:34 „Hvert getum við farið?“ Palestínskir flóttamenn og aðrir íbúar í Rafah á suðurhluta Gasa eru gríðarlega óttaslegnir í aðdraganda innrásar Ísraelshers. Harðar loftárásir hersins hafa dunið á borginni síðustu daga. 12. febrúar 2024 23:34 Sagður kalla Netanjahú drullusokk Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, er sagður pirraður út í Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, og hefur kallað hann drullusokk. Það hefur hann meðal annars gert í samræðum við stuðningsmenn forsetaframboðs síns og snýst reiði forsetans að mestu um það hvernig Netanjahú hefur haldið á spöðunum varðandi hernað Ísrael á Gasaströndinni. 12. febrúar 2024 16:16 Sprengjuregn á Rafah og tveimur gíslum bjargað Ísraelar segjast hafa bjargað tveimur gíslum sem verið hafa í haldi Hamas samtakanna frá því í október. 12. febrúar 2024 07:13 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Fleiri fréttir Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Sjá meira
Segjast hafa handsamað tugi hryðjuverkamanna á Nasser spítalanum Ísraelsher fullyrðir að hermenn hafi handsamað tugi grunaðra hryðjuverkamanna þegar árás var gerð á stærsta sjúkrahús Gasa svæðisins, Nasser spítalann. 16. febrúar 2024 07:12
Gera aðra tilraun með hernaðaraðstoð Bandarískir öldungadeildarþingmenn samþykktu í dag frumvarp um 95,3 milljarða dala hernaðaraðstoð til Úkraínu, Ísraels og Taívan auk mannúðaraðstoðar til Palestínumanna. Frumvarpið var samþykkt eftir næturlangt málþóf nokkurra þingmanna Repúblikanaflokksins. 13. febrúar 2024 13:34
„Hvert getum við farið?“ Palestínskir flóttamenn og aðrir íbúar í Rafah á suðurhluta Gasa eru gríðarlega óttaslegnir í aðdraganda innrásar Ísraelshers. Harðar loftárásir hersins hafa dunið á borginni síðustu daga. 12. febrúar 2024 23:34
Sagður kalla Netanjahú drullusokk Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, er sagður pirraður út í Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, og hefur kallað hann drullusokk. Það hefur hann meðal annars gert í samræðum við stuðningsmenn forsetaframboðs síns og snýst reiði forsetans að mestu um það hvernig Netanjahú hefur haldið á spöðunum varðandi hernað Ísrael á Gasaströndinni. 12. febrúar 2024 16:16
Sprengjuregn á Rafah og tveimur gíslum bjargað Ísraelar segjast hafa bjargað tveimur gíslum sem verið hafa í haldi Hamas samtakanna frá því í október. 12. febrúar 2024 07:13