Varhugaverð þróun í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson og Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifa 20. september 2024 13:31 Alþýðusamband Íslands (ASÍ) hefur verulegar áhyggjur af þróun leikskólamála í nokkrum sveitarfélögum hér á landi. Þróunin hefur einkennst af hagræðingu sem bitnar á þjónustu við foreldra á vinnumarkaði, t.d. með hvötum til styttri dagvistunar, færri opnunardögum og hærra gjaldi fyrir foreldra sem reiða sig á fullan leikskóladag fyrir börnin sín. Í raun má tala um kjaraskerðingu launafólks í þessu samhengi. ASÍ telur að rýna þurfi gaumgæfilega í afleiðingar slíkrar þróunar; ekki síst út frá kynja- og stéttasjónarmiði. Reynslan kennir að iðulega hafa slíkar breytingar afleiðingar sem ýmist eru ekki sýnilegar eða stjórnmálafólk kýs að horfa fram hjá. Því er full ástæða til að láta yfirborðslega skoðun aldrei nægja þegar valdhafar ákveða breytingar sem varða hagsmuni almennings. Niðurskurðarstefna og lúmskar afleiðingar hennar Því skal haldið til haga að breytingarnar eru viðbragð við áratuga langri vanfjármögnun leikskólakerfisins sem bitnað hefur á kjörum og aðbúnaði starfsfólks. Þegar leikskólunum er svo lengi þröngur stakkur sniðinn virðist eina úrræðið til bættra starfsaðstæðna sú að stytta leikskóladaginn því borin von sé að fá aukið fjármagn. Það er gömul saga og ný að þegar grunninnviðir eru vanfjármagnaðir til lengri tíma virðist eina lausnin sú að einkavæða, draga úr gæðum eða skerða þjónustu. Þetta sjáum við glögglega í íslenska heilbrigðiskerfinu nú um stundir sem haldið hefur verið í fjársvelti til að greiða fyrir einkavæðingu innan þess. Nýlegar breytingar miða að því að færri börn séu í leikskólum á sama tíma til að draga úr álagi á starfsfólk. Slíkt veldur óhjákvæmilega auknu álagi á foreldra og fjölskyldur sem annað hvort hlaupa hraðar eða minnka við sig vinnu. Þannig er velferð starfsfólks í leikskólum annars vegar og foreldra hins vegar stillt upp andspænis hvort öðru. Nær væri að kalla stjórnvöld til ábyrðar og krefjast viðunandi fjármögnunar leikskóla, sem augljóslega heyra til grunninnviða samfélagsins. Kópavogsmódelið Kópavogsmódelið svokallaða er eitt skýrasta dæmi þessarar þróunar en svo kallast breytt stefna og ný nálgun í leikskólamálum bæjarins. Síðastliðið haust innleiddi Kópavogsbær breytingar sem fólust í því að sex klukkustunda leikskóladvöl var gerð gjaldfrjáls. Samhliða gjaldskrárbreytingum var þjónustan skert með fjölgun svokallaðra skráningadaga. Á móti hækkaði gjald þeirra foreldra sem þurftu á lengri vistun barna að halda. Forsvarsfólk Kópavogsbæjar og fjöldi leikskólastjóra og starfsfólks leikskóla í Kópavogi hafa lýst yfir ánægju sinni með fyrirkomulagið. Kópavogsbær státar sig af góðri útkomu; þriðjungur foreldra hafi stytt dvalartíma barna og fimmtungur nýti sér gjaldfrjálsa þjónustu, hlutfall sem var 2% fyrir breytingar. Á þennan veg hafi vinnuaðstæður starfsfólks batnað. Gildrurnar - kynjajafnrétti og jöfnuður Á Íslandi er há atvinnuþátttaka í alþjóðlegum samanburði, sér í lagi atvinnuþátttaka kvenna, sem stendur undir góðum lífskjörum hér á landi. Leikskólarnir hafa gegnt lykilhlutverki í því að gefa báðum foreldrum færi á að vinna utan heimilis og jafnan hefur verið lögð mikil áhersla á að þeir séu öllum aðgengilegir, óháð uppruna og efnahagsstöðu. Ætla má að hluti þeirra sem nýta sér gjaldfrjálsa leikskóla í Kópavogi sé há- og millitekjufólk, með gott bakland og sveigjanlegan vinnutíma. Annar hópur sem líklegt er að nýti gjaldfrjálsu styttinguna eru foreldrar sem munar um hækkanir á leikskólagjöldum og taka ákvörðun um að minnka við sig í vinnu. Reynslan sýnir svo ekki verður um villst að í slíkum tilvikum kemur oftast í hlut kvenna að bregðast við breyttum fjölskylduaðstæðum með minni atvinnuþátttöku. Hvað atvinnuþátttökuna varðar ber að hafa í huga að nú þegar er tæplega þriðjungur kvenna á Íslandi í hlutastörfum. Samkvæmt niðurstöðum Vörðu, rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins, er helsta ástæðan fyrir skertu starfshlutfalli samræming fjölskyldu- og atvinnulífs. Leiða má að því líkur að Kópavogsmódelið verði til þess að konum í hlutastörfum fjölgi þar sem kröfur til þeirra tengdar samræmingu fjölskyldu- og atvinnulífs munu vaxa. Ákvörðun Kópavogsbæjar mun því skerða enn frekar fjárhagslegt sjálfstæði kvenna og hefta framþróun þeirra á vinnumarkaði. Loks er ónefndur sá hópur fólks sem ekki hefur möguleika á að stytta vinnudaginn, t.d. vegna lítils sveigjanleika í vinnu og skorts á baklandi. Gjaldskrárhækkanir og skert þjónusta í formi skráningadaga koma því af fullum þunga niður á þessu fólki. Í þessum hópi er láglauna- og verkafólk, fullvinnandi einstæðir foreldrar og fjölskyldur með veikt bakland. Brýnt er að nefna innflytjendur í þessu samhengi en atvinnuþátttaka þeirra er meiri en innfæddra á íslenskum vinnumarkaði auk þess sem þau hafa minna bakland, eðli málsins samkvæmt. Dulbúinn gjaldfrjáls leikskóli ASÍ gagnrýnir að ráðist sé í grundvallarbreytingar á grunninnviðum án þess að kafað sé í afleiðingar þeirra í víðum samfélagslegum skilningi. ASÍ gagnrýnir einnig að slík umskipti, sem varða sjálfan samfélagssáttmálann um rekstur leikskóla á forsendum jöfnuðar og kynjajafnréttis, séu framkvæmd án viðeigandi greininga á afleiðingum þeirra. Að lágmarki hefði Kópavogsbær átt að vinna jafnréttismat á slíkum breytingum, sem látið var ógert. ASÍ lítur það alvarlegum augum að slík kjaraskerðing vinnandi foreldra sé dulbúin sem „gjaldfrjáls" leikskóli, þegar slíkt stendur aðeins takmörkuðum hóp til boða með ófyrirséðum jafnréttisáhrifum. ASÍ hafnar því að linsa niðurskurðastefnu stýri þróun slíkra innviða. Ákall leikskólastarfsfólks um bættar starfsaðstæður og kjör er augljóslega réttmætt og um mikilvægi framlags þeirra til samfélagsins verður aldrei efast. Það framlag á að virða starfsfólki til launa og bætts aðbúnaðar í stað niðurskurðar og minni þjónustu við börn og foreldra. Finnbjörn A. Hermannsson, forseti ASÍGuðrún Margrét Guðmundsdóttir, jafnréttisfulltrúi ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnbjörn A. Hermannsson ASÍ Leikskólar Skóla- og menntamál Jafnréttismál Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Alþýðusamband Íslands (ASÍ) hefur verulegar áhyggjur af þróun leikskólamála í nokkrum sveitarfélögum hér á landi. Þróunin hefur einkennst af hagræðingu sem bitnar á þjónustu við foreldra á vinnumarkaði, t.d. með hvötum til styttri dagvistunar, færri opnunardögum og hærra gjaldi fyrir foreldra sem reiða sig á fullan leikskóladag fyrir börnin sín. Í raun má tala um kjaraskerðingu launafólks í þessu samhengi. ASÍ telur að rýna þurfi gaumgæfilega í afleiðingar slíkrar þróunar; ekki síst út frá kynja- og stéttasjónarmiði. Reynslan kennir að iðulega hafa slíkar breytingar afleiðingar sem ýmist eru ekki sýnilegar eða stjórnmálafólk kýs að horfa fram hjá. Því er full ástæða til að láta yfirborðslega skoðun aldrei nægja þegar valdhafar ákveða breytingar sem varða hagsmuni almennings. Niðurskurðarstefna og lúmskar afleiðingar hennar Því skal haldið til haga að breytingarnar eru viðbragð við áratuga langri vanfjármögnun leikskólakerfisins sem bitnað hefur á kjörum og aðbúnaði starfsfólks. Þegar leikskólunum er svo lengi þröngur stakkur sniðinn virðist eina úrræðið til bættra starfsaðstæðna sú að stytta leikskóladaginn því borin von sé að fá aukið fjármagn. Það er gömul saga og ný að þegar grunninnviðir eru vanfjármagnaðir til lengri tíma virðist eina lausnin sú að einkavæða, draga úr gæðum eða skerða þjónustu. Þetta sjáum við glögglega í íslenska heilbrigðiskerfinu nú um stundir sem haldið hefur verið í fjársvelti til að greiða fyrir einkavæðingu innan þess. Nýlegar breytingar miða að því að færri börn séu í leikskólum á sama tíma til að draga úr álagi á starfsfólk. Slíkt veldur óhjákvæmilega auknu álagi á foreldra og fjölskyldur sem annað hvort hlaupa hraðar eða minnka við sig vinnu. Þannig er velferð starfsfólks í leikskólum annars vegar og foreldra hins vegar stillt upp andspænis hvort öðru. Nær væri að kalla stjórnvöld til ábyrðar og krefjast viðunandi fjármögnunar leikskóla, sem augljóslega heyra til grunninnviða samfélagsins. Kópavogsmódelið Kópavogsmódelið svokallaða er eitt skýrasta dæmi þessarar þróunar en svo kallast breytt stefna og ný nálgun í leikskólamálum bæjarins. Síðastliðið haust innleiddi Kópavogsbær breytingar sem fólust í því að sex klukkustunda leikskóladvöl var gerð gjaldfrjáls. Samhliða gjaldskrárbreytingum var þjónustan skert með fjölgun svokallaðra skráningadaga. Á móti hækkaði gjald þeirra foreldra sem þurftu á lengri vistun barna að halda. Forsvarsfólk Kópavogsbæjar og fjöldi leikskólastjóra og starfsfólks leikskóla í Kópavogi hafa lýst yfir ánægju sinni með fyrirkomulagið. Kópavogsbær státar sig af góðri útkomu; þriðjungur foreldra hafi stytt dvalartíma barna og fimmtungur nýti sér gjaldfrjálsa þjónustu, hlutfall sem var 2% fyrir breytingar. Á þennan veg hafi vinnuaðstæður starfsfólks batnað. Gildrurnar - kynjajafnrétti og jöfnuður Á Íslandi er há atvinnuþátttaka í alþjóðlegum samanburði, sér í lagi atvinnuþátttaka kvenna, sem stendur undir góðum lífskjörum hér á landi. Leikskólarnir hafa gegnt lykilhlutverki í því að gefa báðum foreldrum færi á að vinna utan heimilis og jafnan hefur verið lögð mikil áhersla á að þeir séu öllum aðgengilegir, óháð uppruna og efnahagsstöðu. Ætla má að hluti þeirra sem nýta sér gjaldfrjálsa leikskóla í Kópavogi sé há- og millitekjufólk, með gott bakland og sveigjanlegan vinnutíma. Annar hópur sem líklegt er að nýti gjaldfrjálsu styttinguna eru foreldrar sem munar um hækkanir á leikskólagjöldum og taka ákvörðun um að minnka við sig í vinnu. Reynslan sýnir svo ekki verður um villst að í slíkum tilvikum kemur oftast í hlut kvenna að bregðast við breyttum fjölskylduaðstæðum með minni atvinnuþátttöku. Hvað atvinnuþátttökuna varðar ber að hafa í huga að nú þegar er tæplega þriðjungur kvenna á Íslandi í hlutastörfum. Samkvæmt niðurstöðum Vörðu, rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins, er helsta ástæðan fyrir skertu starfshlutfalli samræming fjölskyldu- og atvinnulífs. Leiða má að því líkur að Kópavogsmódelið verði til þess að konum í hlutastörfum fjölgi þar sem kröfur til þeirra tengdar samræmingu fjölskyldu- og atvinnulífs munu vaxa. Ákvörðun Kópavogsbæjar mun því skerða enn frekar fjárhagslegt sjálfstæði kvenna og hefta framþróun þeirra á vinnumarkaði. Loks er ónefndur sá hópur fólks sem ekki hefur möguleika á að stytta vinnudaginn, t.d. vegna lítils sveigjanleika í vinnu og skorts á baklandi. Gjaldskrárhækkanir og skert þjónusta í formi skráningadaga koma því af fullum þunga niður á þessu fólki. Í þessum hópi er láglauna- og verkafólk, fullvinnandi einstæðir foreldrar og fjölskyldur með veikt bakland. Brýnt er að nefna innflytjendur í þessu samhengi en atvinnuþátttaka þeirra er meiri en innfæddra á íslenskum vinnumarkaði auk þess sem þau hafa minna bakland, eðli málsins samkvæmt. Dulbúinn gjaldfrjáls leikskóli ASÍ gagnrýnir að ráðist sé í grundvallarbreytingar á grunninnviðum án þess að kafað sé í afleiðingar þeirra í víðum samfélagslegum skilningi. ASÍ gagnrýnir einnig að slík umskipti, sem varða sjálfan samfélagssáttmálann um rekstur leikskóla á forsendum jöfnuðar og kynjajafnréttis, séu framkvæmd án viðeigandi greininga á afleiðingum þeirra. Að lágmarki hefði Kópavogsbær átt að vinna jafnréttismat á slíkum breytingum, sem látið var ógert. ASÍ lítur það alvarlegum augum að slík kjaraskerðing vinnandi foreldra sé dulbúin sem „gjaldfrjáls" leikskóli, þegar slíkt stendur aðeins takmörkuðum hóp til boða með ófyrirséðum jafnréttisáhrifum. ASÍ hafnar því að linsa niðurskurðastefnu stýri þróun slíkra innviða. Ákall leikskólastarfsfólks um bættar starfsaðstæður og kjör er augljóslega réttmætt og um mikilvægi framlags þeirra til samfélagsins verður aldrei efast. Það framlag á að virða starfsfólki til launa og bætts aðbúnaðar í stað niðurskurðar og minni þjónustu við börn og foreldra. Finnbjörn A. Hermannsson, forseti ASÍGuðrún Margrét Guðmundsdóttir, jafnréttisfulltrúi ASÍ.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar