Flugvöllur í Hvassahrauni eða Árborg? Bragi Bjarnason skrifar 7. október 2024 15:31 Staðsetning nýs flugvallar hefur lengi verið í umræðunni. Þar hafa nokkur svæði verið nefnd sem álitlegir kostir til að þjóna innanlandsflugi, alþjóðaflugi, vöruflutningum og sem varaflugvöllur fyrir Keflavík. Horft hefur verið til Hvassahrauns en einnig svæða á Suður- og Vesturlandi. Í ljós eldsumbrota og óvissu á hluta Reykjaness er umræðan um varaflugvöll jafnframt orðin meiri og ekki óeðlilegt að velta upp mögulegum staðsetningum. Flugvallarstæði í Árborg Þegar breski herinn kom hingað fyrst til landsins á stríðsárunum byggði hann upp flugvöll í Kaldaðarnesi við bakka Ölfusár, milli Selfoss og Eyrarbakka. Það er engin tilviljun að þessi staðsetning varð fyrir valinu, en eftir flóð í ánni 6. mars 1943 fluttu þeir starfsemina að mestu til Keflavíkur, þar sem alþjóðaflugvöllurinn er enn í dag. Staðsetning á nýjum flugvelli í Árborg hefur oft komist inn í umræðuna og á árunum 2019-2021 fór fram skoðun á því hvort svæði í svokallaðri “Stokkseyrarmýri” gæti verið hentugt undir einnar brautar flugvöll líkt og þekkist víða erlendis. Sú takmarkaða skoðun gaf jákvæð fyrirheit hvað veður, jarðlög og hljóðvist varðar. Þó ætti eftir að gera margar rannsóknir áður en svæðið yrði samþykkt undir flugvöll. Slíkt ferli tekur nokkur ár og því mætti segja að orð séu til alls fyrst ef hefja á slíka vegferð í alvöru. Ábyrgðarhluti að kanna málið Í raun má segja að það sé óábyrgt að fá ekki úr því skorið hvort þetta svæði í Árborg sé raunhæfur valkostur og þá betri eða öruggari en Hvassahraunið. Sveitarfélagið Árborg á um 710 hektara á umræddu svæði norðan við Stokkseyri, sjá gulmerkt á mynd, sem telst víst rúmlega nóg undir slíka starfsemi. Þótt niðurstaðan yrði jákvæð úr rannsóknum og samfélagið sátt við slíka uppbyggingu þá er engan veginn í höfn að yfirvöld eða einkaaðilar sjái hag í því að byggja slíkt mannvirki upp í framhaldinu. Kostirnir gætu þó verið ótvíræðir þegar horft er til möguleikanna í nærumhverfinu og á Suðurlandi. Mynd 1 sýnir það land sem Sveitarfélagið Árborg á í svokallaðri “Stokkseyrarmýri”. Sterkt svæði til að taka við flugvelli Ætla má að erlendum ferðamönnum fjölgi áfram og víða eru tækifæri til frekari uppbyggingu ferðaþjónustu. Því er brýnt að tryggja að sama skapi milliandaflug til og frá Íslandi. Við fyrstu hugsun finnst undirrituðum að þessi staðsetning á Suðurlandi geti verið gríðarlegt tækifæri fyrir land og þjóð. Sterkir innviðir eru stutt frá, öflugir þjónustukjarnar, atvinnusvæði sem býður upp á rými til uppbyggingar og hugmyndir um auknar samgöngur í gegnum Ölfus og við Selfoss falla vel að staðsetningunni. Slík breyting má þó aldrei hafa neikvæð áhrif á aðra innviðauppbyggingu á svæðinu líkt og nýja Selfossbrú yfir Ölfusá. Vert er að benda á að vinna við rannsóknir, umhverfismat og fleira í upphafsferlinu þarf ekki að vera á vegum hins opinbera heldur í höndum áhugasamra aðila sem sjá tækifæri í aukinni samgöngubót bæði innanlands sem og til og frá Íslandi. Flugvöllur í Árborg ætti því að vera áfram í umræðunni, og jafnvel framar en aðrir þeir kostir sem ræddir hafa verið til þessa. Höfundur er bæjarstjóri og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bragi Bjarnason Fréttir af flugi Árborg Mest lesið Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 skrifar Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eyðileggjandi umræða Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið sigrar Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar Skoðun Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Lítil breyting sem getur skipt sköpum! Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson skrifar Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Sjá meira
Staðsetning nýs flugvallar hefur lengi verið í umræðunni. Þar hafa nokkur svæði verið nefnd sem álitlegir kostir til að þjóna innanlandsflugi, alþjóðaflugi, vöruflutningum og sem varaflugvöllur fyrir Keflavík. Horft hefur verið til Hvassahrauns en einnig svæða á Suður- og Vesturlandi. Í ljós eldsumbrota og óvissu á hluta Reykjaness er umræðan um varaflugvöll jafnframt orðin meiri og ekki óeðlilegt að velta upp mögulegum staðsetningum. Flugvallarstæði í Árborg Þegar breski herinn kom hingað fyrst til landsins á stríðsárunum byggði hann upp flugvöll í Kaldaðarnesi við bakka Ölfusár, milli Selfoss og Eyrarbakka. Það er engin tilviljun að þessi staðsetning varð fyrir valinu, en eftir flóð í ánni 6. mars 1943 fluttu þeir starfsemina að mestu til Keflavíkur, þar sem alþjóðaflugvöllurinn er enn í dag. Staðsetning á nýjum flugvelli í Árborg hefur oft komist inn í umræðuna og á árunum 2019-2021 fór fram skoðun á því hvort svæði í svokallaðri “Stokkseyrarmýri” gæti verið hentugt undir einnar brautar flugvöll líkt og þekkist víða erlendis. Sú takmarkaða skoðun gaf jákvæð fyrirheit hvað veður, jarðlög og hljóðvist varðar. Þó ætti eftir að gera margar rannsóknir áður en svæðið yrði samþykkt undir flugvöll. Slíkt ferli tekur nokkur ár og því mætti segja að orð séu til alls fyrst ef hefja á slíka vegferð í alvöru. Ábyrgðarhluti að kanna málið Í raun má segja að það sé óábyrgt að fá ekki úr því skorið hvort þetta svæði í Árborg sé raunhæfur valkostur og þá betri eða öruggari en Hvassahraunið. Sveitarfélagið Árborg á um 710 hektara á umræddu svæði norðan við Stokkseyri, sjá gulmerkt á mynd, sem telst víst rúmlega nóg undir slíka starfsemi. Þótt niðurstaðan yrði jákvæð úr rannsóknum og samfélagið sátt við slíka uppbyggingu þá er engan veginn í höfn að yfirvöld eða einkaaðilar sjái hag í því að byggja slíkt mannvirki upp í framhaldinu. Kostirnir gætu þó verið ótvíræðir þegar horft er til möguleikanna í nærumhverfinu og á Suðurlandi. Mynd 1 sýnir það land sem Sveitarfélagið Árborg á í svokallaðri “Stokkseyrarmýri”. Sterkt svæði til að taka við flugvelli Ætla má að erlendum ferðamönnum fjölgi áfram og víða eru tækifæri til frekari uppbyggingu ferðaþjónustu. Því er brýnt að tryggja að sama skapi milliandaflug til og frá Íslandi. Við fyrstu hugsun finnst undirrituðum að þessi staðsetning á Suðurlandi geti verið gríðarlegt tækifæri fyrir land og þjóð. Sterkir innviðir eru stutt frá, öflugir þjónustukjarnar, atvinnusvæði sem býður upp á rými til uppbyggingar og hugmyndir um auknar samgöngur í gegnum Ölfus og við Selfoss falla vel að staðsetningunni. Slík breyting má þó aldrei hafa neikvæð áhrif á aðra innviðauppbyggingu á svæðinu líkt og nýja Selfossbrú yfir Ölfusá. Vert er að benda á að vinna við rannsóknir, umhverfismat og fleira í upphafsferlinu þarf ekki að vera á vegum hins opinbera heldur í höndum áhugasamra aðila sem sjá tækifæri í aukinni samgöngubót bæði innanlands sem og til og frá Íslandi. Flugvöllur í Árborg ætti því að vera áfram í umræðunni, og jafnvel framar en aðrir þeir kostir sem ræddir hafa verið til þessa. Höfundur er bæjarstjóri og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Árborg.
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar
Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar
Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun