Að vinna launalaust Sigþrúður Ármann skrifar 9. febrúar 2025 13:00 Það var áhugavert að hlusta á viðtal í Íslandi í dag við Daníel Má Magnússon, síðasta skósmið miðborgarinnar, sem um mánaðarmótin lokaði skóvinnustofu sinni fyrir fullt og allt, eftir þungan rekstur síðustu ár. Í viðtalinu lýsti þessi geðþekki maður því vel hvernig það er að reka fyrirtæki. Hann hefur rekið fyrirtækið einn síns liðs og þurft að ganga í öll verk eins og svo margir atvinnurekendur þurfa gjarnan að gera. Má þar nefna að sjá um viðgerðir, vera birgðastjóri, lagerstarfsmaður, bókari og áfram mætti telja. Það sem meira er að hann hefur þurft að vinna launalaust suma mánuði til að láta reksturinn ganga upp og þá sleppt því að greiða sér laun. Þetta er heimur margra atvinnurekanda og frumkvöðla. Atvinnurekendur vinna nótt sem dag, ganga í öll störf og launagreiðslur til þeirra sjálfra mæta afgangi, þar sem reikningar og skuldbindingar gagnvart öðrum ganga framar eigin launatékka. Þetta fólk sýnir þrautsegju og er tilbúið að leggja bæði tíma sinn og fjárhag að veði. Það er ekki tekið út með sældinni einni saman og skiljanlegt að slíkt sé ekki hægt til lengri tíma. Daníel Már lýsir því í viðtalinu að það sé súrsæt tilfinning að loka fyrirtæki sínu en ákveðinn léttir að gerast launamaður annars staðar og þurfa ekki að hafa áhyggjur af rekstrinum og öllu sem honum fylgir. Ég óska skósmiðnum velfarnaðar í nýju starfi. Mikilvægi atvinnurekstrar Atvinnurekendur og frumkvöðlar skipta íslenskt samfélag afar miklu máli. Um er að ræða fólk sem er að gera allt hvað það getur til að bjóða okkur hinum upp á lausnir, vörur eða þjónustu. Það sem meira er að atvinnurekstur stuðlar að verðmætasköpun í samfélaginu. Verðmætasköpun sem er forsenda þess að hægt sé að bjóða upp á öflugt heilbrigðiskerfi, menntakerfi, velferðarkerfi og byggja upp innviði. Stofnun Kerecis er frábært dæmi. Stofnandi þess fékk hugmynd, vann baki brotnu og tókst á við ótal áskoranir ásamt góðu fólki sem hafði trú á hugmyndinni með honum. Úr varð margra milljarða fyrirtæki sem í dag býður sjúklingum upp á einstaka lausn, er með öflugt fólk í vinnu í vel launuðum störfum og skapar gríðarleg verðmæti fyrir íslenskt samfélag. Hvetjandi umhverfi Umhverfið fyrir atvinnurekendur og frumkvöðla þarf að vera hvetjandi til að fólk hafi kjark og dug til að leggja slíkt á sig. Ábyrgð stjórnmálamanna við að skapa hvetjandi umhverfi er mikil. Skattaumhverfið, regluverkið, endurgreiðslur vegna rannsókna og þróunar, samgöngur, innviðir, samkeppnisumhverfið, aðgangur að orku og fleiri atriði skipta hér miklu máli. Hvatning til þingmanna Ég hvet nýjan þingheim til að hafa hag atvinnulífsins að leiðarljósi. Látið umræðuna í þingsal snúast um tækifærin til að fjölga einkareknum fyrirtækjum og vinnið markvisst að því að lækka skatta og gjöld og einfalda regluverkið. Standið með nýsköpunarfyrirtækjum sem hafa svo sannarlega skapað miklar tekjur fyrir samfélagið. Sem dæmi má nefna þá voru útflutningstekjur af hugverkaiðnaði um 320 milljarðar í fyrra. Sú upphæð getur tvöfaldast á stuttum tíma ef rétt er á spilum haldið. Þeir stjórnmálamenn sem vilja hækka skatta og gjöld á fyrirtæki, draga úr stuðningi við nýsköpunarfyrirtæki og þrengja að fyrirtækjarekstri eru á villigötum. Slíkar aðgerðir munu þýða að fleiri fyrirtæki þurfa að loka eða segja upp starfsfólki, frumkvöðlum og atvinnurekendum fækkar og það dregur úr verðmætasköpun fyrir íslenskt samfélag. Við eigum að fagna frumkvöðlum og fjölbreyttum fyrirtækjum og ýta undir að fólk vilji stofna og reka fyrirtæki. Höfundur er frumkvöðull, fyrirtækjaeigandi og stjórnarformaður harðfiskverkunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skattar og tollar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sigþrúður Ármann Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Það var áhugavert að hlusta á viðtal í Íslandi í dag við Daníel Má Magnússon, síðasta skósmið miðborgarinnar, sem um mánaðarmótin lokaði skóvinnustofu sinni fyrir fullt og allt, eftir þungan rekstur síðustu ár. Í viðtalinu lýsti þessi geðþekki maður því vel hvernig það er að reka fyrirtæki. Hann hefur rekið fyrirtækið einn síns liðs og þurft að ganga í öll verk eins og svo margir atvinnurekendur þurfa gjarnan að gera. Má þar nefna að sjá um viðgerðir, vera birgðastjóri, lagerstarfsmaður, bókari og áfram mætti telja. Það sem meira er að hann hefur þurft að vinna launalaust suma mánuði til að láta reksturinn ganga upp og þá sleppt því að greiða sér laun. Þetta er heimur margra atvinnurekanda og frumkvöðla. Atvinnurekendur vinna nótt sem dag, ganga í öll störf og launagreiðslur til þeirra sjálfra mæta afgangi, þar sem reikningar og skuldbindingar gagnvart öðrum ganga framar eigin launatékka. Þetta fólk sýnir þrautsegju og er tilbúið að leggja bæði tíma sinn og fjárhag að veði. Það er ekki tekið út með sældinni einni saman og skiljanlegt að slíkt sé ekki hægt til lengri tíma. Daníel Már lýsir því í viðtalinu að það sé súrsæt tilfinning að loka fyrirtæki sínu en ákveðinn léttir að gerast launamaður annars staðar og þurfa ekki að hafa áhyggjur af rekstrinum og öllu sem honum fylgir. Ég óska skósmiðnum velfarnaðar í nýju starfi. Mikilvægi atvinnurekstrar Atvinnurekendur og frumkvöðlar skipta íslenskt samfélag afar miklu máli. Um er að ræða fólk sem er að gera allt hvað það getur til að bjóða okkur hinum upp á lausnir, vörur eða þjónustu. Það sem meira er að atvinnurekstur stuðlar að verðmætasköpun í samfélaginu. Verðmætasköpun sem er forsenda þess að hægt sé að bjóða upp á öflugt heilbrigðiskerfi, menntakerfi, velferðarkerfi og byggja upp innviði. Stofnun Kerecis er frábært dæmi. Stofnandi þess fékk hugmynd, vann baki brotnu og tókst á við ótal áskoranir ásamt góðu fólki sem hafði trú á hugmyndinni með honum. Úr varð margra milljarða fyrirtæki sem í dag býður sjúklingum upp á einstaka lausn, er með öflugt fólk í vinnu í vel launuðum störfum og skapar gríðarleg verðmæti fyrir íslenskt samfélag. Hvetjandi umhverfi Umhverfið fyrir atvinnurekendur og frumkvöðla þarf að vera hvetjandi til að fólk hafi kjark og dug til að leggja slíkt á sig. Ábyrgð stjórnmálamanna við að skapa hvetjandi umhverfi er mikil. Skattaumhverfið, regluverkið, endurgreiðslur vegna rannsókna og þróunar, samgöngur, innviðir, samkeppnisumhverfið, aðgangur að orku og fleiri atriði skipta hér miklu máli. Hvatning til þingmanna Ég hvet nýjan þingheim til að hafa hag atvinnulífsins að leiðarljósi. Látið umræðuna í þingsal snúast um tækifærin til að fjölga einkareknum fyrirtækjum og vinnið markvisst að því að lækka skatta og gjöld og einfalda regluverkið. Standið með nýsköpunarfyrirtækjum sem hafa svo sannarlega skapað miklar tekjur fyrir samfélagið. Sem dæmi má nefna þá voru útflutningstekjur af hugverkaiðnaði um 320 milljarðar í fyrra. Sú upphæð getur tvöfaldast á stuttum tíma ef rétt er á spilum haldið. Þeir stjórnmálamenn sem vilja hækka skatta og gjöld á fyrirtæki, draga úr stuðningi við nýsköpunarfyrirtæki og þrengja að fyrirtækjarekstri eru á villigötum. Slíkar aðgerðir munu þýða að fleiri fyrirtæki þurfa að loka eða segja upp starfsfólki, frumkvöðlum og atvinnurekendum fækkar og það dregur úr verðmætasköpun fyrir íslenskt samfélag. Við eigum að fagna frumkvöðlum og fjölbreyttum fyrirtækjum og ýta undir að fólk vilji stofna og reka fyrirtæki. Höfundur er frumkvöðull, fyrirtækjaeigandi og stjórnarformaður harðfiskverkunar.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar