Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar 31. mars 2025 09:54 Á einhverjum tímapunkti varð það að „umdeildri skoðun“ að vilja samræmd próf í grunnskólum til þess að fá fram áreiðanleg gögn um stöðu íslenskra nemenda. Grafið hefur verið undan prófunum á fjölbreyttum forsendum og nú er svo komið að fólk kemur sumt til manns og játar í hálfum hljóðum að það vilji samræmd próf. Margir hefðu til dæmis áhuga á að vita hvar börn þeirra eru stödd í samanburði við önnur börn eða aðra skóla. Það er ekki hægt núna, enda er það ekki raunverulega mælt og það sem þó er mælt er hvergi birt. Vitaskuld gerast sumir svo djarfir að tjá þessa skoðun opinberlega. Nú síðast benti seðlabankastjóri á að dýr opinber kerfi eins og skólarnir eigi að sjálfsögðu að sæta áreiðanlegu samræmdu mati – til þess að við getum vitað hvort við séum að ná ásættanlegum árangri. Margt bendir til þess að við séum einmitt alls ekki að ná ásættanlegum árangri í skólakerfinu. Helstu upplýsingar okkar um þá stöðu fáum við úr alþjóðlegum samræmdum PISA-prófum. Sem betur fer. Ef við hefðum þau ekki til að veita okkur sannar opinberar upplýsingar um íslenska skólakerfið, værum við enn verr upplýst um hina alvarlegu stöðu. Nú ber svo við í þokkabót að yfirmaður menntamála hjá OECD, Andreas Schleicher, sjálfur guðfaðir þessara PISA-prófa, brýnir fyrir Íslendingum að innleiða sín eigin samræmdu próf. Við erum eitt fárra OECD-landa sem gerir það ekki. Í viðtali við ríkisfréttastofuna bendir Schleicher á að slík próf séu nauðsynleg, enda verði vandi ekki bættur, sem ekki er sýnilegur. Út með „próf“ – inn með „matstæki“ Nú er verið að keyra í gegn frumvarp, þar sem yfirlýst ætlun mun vera að sinna kröfu samfélagsins um samræmd próf, en raunverulegt efni frumvarpsins svarar kröfunni alls ekki með afgerandi hætti. Með frumvarpinu er í raun allt gert – nema að innleiða raunveruleg samræmd lokapróf við lok grunnskóla. Í staðinn er kynntur til leiks svonefndur matsferill – sem felur í sér „samræmt námsmat“ í 4., 6. og 9. bekk. Í efni frumvarpsins hefur orðinu „próf“ verið skipt út fyrir „námsmat og matstæki“. Hið flókna kerfi ber engan veginn í sér fullvissu um raunverulegt samræmt mat. Matið á að fara fram innan fjögurra vikna „matsglugga“ sem skólarnir hafa til að beita alls konar stærri og smærri könnunum og stöðuprófum („heildstæðu safni matstækja“) á þeim tíma sem skólarnir telja henta („í sveigjanlegri fyrirlögn“). Allt þetta á að innleiða í stað þess að láta bara alla taka sama samræmda próf á sama tíma. Sú aðferð er sannarlega takmörkuð á sinn hátt líka og getur ekki verið endanlegur stóridómur um árangur nemenda, en hún er mælikvarði sem er sannarlega samræmdur og allir geta skilið. Þar að auki á ekki að gera þetta við lok grunnskóla, jafnvel þótt tímapunkturinn skipti hér máli. Allir vita að við útskrift úr tíunda bekk eru nemendur komnir í allt annað hugarástand en ári áður. Í bland við aðrar aðferðir gætum við með svona prófi fært fólki vissu um alvöru samræmt mat. Eins og málið lítur núna út, er engin minnsta trygging er fyrir því að matsferillinn leiði fram raunverulega samanburðarhæf gögn á milli skóla. Öllu heldur óttast margir sérfróðir að svo verði ekki. Það er enda erfitt að átta sig á virkni hins lítt mótaða matsferils á þessu stigi. „Börn vilja samræmd próf“ Hvað er unnið með þessari aðferðafræði? Hver er sáttur? Ekki umræddir foreldrar sem vilja skiljanlegar upplýsingar um námsárangur. Ekki kennarar sem sakna þess margir að sjá hvar nemendurnir eru staddir miðað við önnur börn. Ekki nemendur sem njóta ekki jafnræðis í námi en hafa ekki opinber gögn til að færa sönnur á réttmæta upplifun sína. Kerfið er hins vegar ánægt. Menntamálaráðuneytið, sveitarfélögin, Kennarasamband Íslands og hin nýja Miðstöð menntunar og skólaþjónustu. Í færslu á Facebook fjallar einmitt hinn ágæti forstjóri Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu um hvað allir eru ánægðir með þetta nýja frumvarp, nema „fámennum hópi“ sem „hefur staðið stuggur af þeim breytingum sem hafa verið boðaðar“, eins og það er orðað. Maður furðar sig eilítið á þeirri framsetningu. Hér er talað eins og við séum örlítill grenjandi minnihluti, sem vill skýra stefnu um samræmt námsmat. Svo er ekki. Almenningur vill samræmt námsmat og eins og forstjórinn skrifar sjálfur í sömu færslu: „Börn vilja samræmd próf.“ Annað sem sætir furðu er að viðbrögð talsmanna frumvarpsins við skýrum tillögum um samræmd próf – eru að segja að þetta verði samræmd próf! En „sveigjanleg fyrirlögn fjölbreyttra matstækja“ hljómar því miður ekki í eyrum neins eins og samræmd próf. Ef nýja kerfið felur í sér raunverulega samræmd próf, hver er þá vandinn við að kveða skýrt á um það í lagatextanum? Rót vandans Ákveðin öfl hafa barist af slíku harðfylgi gegn samræmdum prófum að þau hafa í hugum fólks orðið að eins konar táknmynd grimmilegra kennsluaðferða. Ef einn nemandi verður kvíðinn er, samkvæmt þessari hugsun, rétt að endurmeta þær kröfur sem valda kvíðanum. Hér skal mælt með annarri aðferð. Ef nemendur geta ekki hugsað sér að taka próf, þarf að efla þá að þrótti og þekkingu, svo að þeir geti mætt þeim áskorunum sem bíða þeirra í lífinu. Uppræta þarf kvíðann, ekki prófið. Skólakerfið er í vanda. Annar hver drengur getur ekki lesið sér til gagns við útskrift úr grunnskóla. Stefna síðustu ára hefur ekki reynst vel. Við megum ekki missa vonina um að hægt sé að snúa þróuninni við í menntakerfinu. Fyrsta skrefið er að horfast í augu við vandann og til þess þurfum við skýr og skiljanleg gögn í rauntíma. Hér gefst tækifæri til að innleiða samræmt mat í grunnskóla sem foreldrar og nemendur geta skilið og treyst. Það virðist ekki standa til að nýta það. Höfundur er þingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Snorri Másson Skóla- og menntamál Miðflokkurinn Mest lesið Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Sjá meira
Á einhverjum tímapunkti varð það að „umdeildri skoðun“ að vilja samræmd próf í grunnskólum til þess að fá fram áreiðanleg gögn um stöðu íslenskra nemenda. Grafið hefur verið undan prófunum á fjölbreyttum forsendum og nú er svo komið að fólk kemur sumt til manns og játar í hálfum hljóðum að það vilji samræmd próf. Margir hefðu til dæmis áhuga á að vita hvar börn þeirra eru stödd í samanburði við önnur börn eða aðra skóla. Það er ekki hægt núna, enda er það ekki raunverulega mælt og það sem þó er mælt er hvergi birt. Vitaskuld gerast sumir svo djarfir að tjá þessa skoðun opinberlega. Nú síðast benti seðlabankastjóri á að dýr opinber kerfi eins og skólarnir eigi að sjálfsögðu að sæta áreiðanlegu samræmdu mati – til þess að við getum vitað hvort við séum að ná ásættanlegum árangri. Margt bendir til þess að við séum einmitt alls ekki að ná ásættanlegum árangri í skólakerfinu. Helstu upplýsingar okkar um þá stöðu fáum við úr alþjóðlegum samræmdum PISA-prófum. Sem betur fer. Ef við hefðum þau ekki til að veita okkur sannar opinberar upplýsingar um íslenska skólakerfið, værum við enn verr upplýst um hina alvarlegu stöðu. Nú ber svo við í þokkabót að yfirmaður menntamála hjá OECD, Andreas Schleicher, sjálfur guðfaðir þessara PISA-prófa, brýnir fyrir Íslendingum að innleiða sín eigin samræmdu próf. Við erum eitt fárra OECD-landa sem gerir það ekki. Í viðtali við ríkisfréttastofuna bendir Schleicher á að slík próf séu nauðsynleg, enda verði vandi ekki bættur, sem ekki er sýnilegur. Út með „próf“ – inn með „matstæki“ Nú er verið að keyra í gegn frumvarp, þar sem yfirlýst ætlun mun vera að sinna kröfu samfélagsins um samræmd próf, en raunverulegt efni frumvarpsins svarar kröfunni alls ekki með afgerandi hætti. Með frumvarpinu er í raun allt gert – nema að innleiða raunveruleg samræmd lokapróf við lok grunnskóla. Í staðinn er kynntur til leiks svonefndur matsferill – sem felur í sér „samræmt námsmat“ í 4., 6. og 9. bekk. Í efni frumvarpsins hefur orðinu „próf“ verið skipt út fyrir „námsmat og matstæki“. Hið flókna kerfi ber engan veginn í sér fullvissu um raunverulegt samræmt mat. Matið á að fara fram innan fjögurra vikna „matsglugga“ sem skólarnir hafa til að beita alls konar stærri og smærri könnunum og stöðuprófum („heildstæðu safni matstækja“) á þeim tíma sem skólarnir telja henta („í sveigjanlegri fyrirlögn“). Allt þetta á að innleiða í stað þess að láta bara alla taka sama samræmda próf á sama tíma. Sú aðferð er sannarlega takmörkuð á sinn hátt líka og getur ekki verið endanlegur stóridómur um árangur nemenda, en hún er mælikvarði sem er sannarlega samræmdur og allir geta skilið. Þar að auki á ekki að gera þetta við lok grunnskóla, jafnvel þótt tímapunkturinn skipti hér máli. Allir vita að við útskrift úr tíunda bekk eru nemendur komnir í allt annað hugarástand en ári áður. Í bland við aðrar aðferðir gætum við með svona prófi fært fólki vissu um alvöru samræmt mat. Eins og málið lítur núna út, er engin minnsta trygging er fyrir því að matsferillinn leiði fram raunverulega samanburðarhæf gögn á milli skóla. Öllu heldur óttast margir sérfróðir að svo verði ekki. Það er enda erfitt að átta sig á virkni hins lítt mótaða matsferils á þessu stigi. „Börn vilja samræmd próf“ Hvað er unnið með þessari aðferðafræði? Hver er sáttur? Ekki umræddir foreldrar sem vilja skiljanlegar upplýsingar um námsárangur. Ekki kennarar sem sakna þess margir að sjá hvar nemendurnir eru staddir miðað við önnur börn. Ekki nemendur sem njóta ekki jafnræðis í námi en hafa ekki opinber gögn til að færa sönnur á réttmæta upplifun sína. Kerfið er hins vegar ánægt. Menntamálaráðuneytið, sveitarfélögin, Kennarasamband Íslands og hin nýja Miðstöð menntunar og skólaþjónustu. Í færslu á Facebook fjallar einmitt hinn ágæti forstjóri Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu um hvað allir eru ánægðir með þetta nýja frumvarp, nema „fámennum hópi“ sem „hefur staðið stuggur af þeim breytingum sem hafa verið boðaðar“, eins og það er orðað. Maður furðar sig eilítið á þeirri framsetningu. Hér er talað eins og við séum örlítill grenjandi minnihluti, sem vill skýra stefnu um samræmt námsmat. Svo er ekki. Almenningur vill samræmt námsmat og eins og forstjórinn skrifar sjálfur í sömu færslu: „Börn vilja samræmd próf.“ Annað sem sætir furðu er að viðbrögð talsmanna frumvarpsins við skýrum tillögum um samræmd próf – eru að segja að þetta verði samræmd próf! En „sveigjanleg fyrirlögn fjölbreyttra matstækja“ hljómar því miður ekki í eyrum neins eins og samræmd próf. Ef nýja kerfið felur í sér raunverulega samræmd próf, hver er þá vandinn við að kveða skýrt á um það í lagatextanum? Rót vandans Ákveðin öfl hafa barist af slíku harðfylgi gegn samræmdum prófum að þau hafa í hugum fólks orðið að eins konar táknmynd grimmilegra kennsluaðferða. Ef einn nemandi verður kvíðinn er, samkvæmt þessari hugsun, rétt að endurmeta þær kröfur sem valda kvíðanum. Hér skal mælt með annarri aðferð. Ef nemendur geta ekki hugsað sér að taka próf, þarf að efla þá að þrótti og þekkingu, svo að þeir geti mætt þeim áskorunum sem bíða þeirra í lífinu. Uppræta þarf kvíðann, ekki prófið. Skólakerfið er í vanda. Annar hver drengur getur ekki lesið sér til gagns við útskrift úr grunnskóla. Stefna síðustu ára hefur ekki reynst vel. Við megum ekki missa vonina um að hægt sé að snúa þróuninni við í menntakerfinu. Fyrsta skrefið er að horfast í augu við vandann og til þess þurfum við skýr og skiljanleg gögn í rauntíma. Hér gefst tækifæri til að innleiða samræmt mat í grunnskóla sem foreldrar og nemendur geta skilið og treyst. Það virðist ekki standa til að nýta það. Höfundur er þingmaður Miðflokksins.
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar