Húsnæðisöryggi – Sameiginleg ábyrgð Kolbrún Halldórsdóttir skrifar 16. júní 2025 14:32 Ein af grundvallarþörfum hverrar manneskju er að eiga öruggt húsnæði fyrir sig og sína. Húsnæðisöryggi telst jafnframt til mikilvægustu réttinda fólks og raunar nýtur sá réttur verndar í alþjóðasamningum sem Ísland hefur fullgilt. Þegar ungt fólk kemur út á vinnumarkað er ævinlega forgangsmál að koma sér upp þaki yfir höfuðið, hvenær sem það skeið hefst í lífi fólks. Þegar starfsævin hefst fyrir alvöru, oft að loknu háskólanámi, glímir þetta unga fólk oftar en ekki við þungar fjárhagslegar byrðar. Til marks um það eru há endurgreiðslubyrði námslána, hátt húsnæðisverð, hátt leiguverð og skortur á hagkvæmum húsnæðiskostum. Allt hefur þetta áhrif á hversu erfið fyrstu skrefin að fjárhagslegu sjálfstæði geta verið ungu fólki. Þessum veruleika hefur BHM vakið athygli á um langt skeið og bent á leiðir til lausna. Um 10% félagsmanna í aðildarfélögum BHM búa í leiguhúsnæði. Af þeim segja tæplega 27% að húsnæðiskostnaðurinn sé þeim þungbær (Lífskjarakönnun BHM 2024). Húsnæðisstefna með samfélagslega skírskotun Það er því ánægjuefni þegar það gerist að stjórnvöld, bæði ríki og Reykjavíkurborg, stíga stór skref til að bregðast við vandanum. Sú hefur ekki alltaf verið raunin. Í nýrri húsnæðisáætlun Reykjavíkur til ársins 2034 er gert ráð fyrir að byggðar verði allt að 16.000 nýjar íbúðir á næstu tíu árum. Af þeim verða að minnsta kosti 35%, eða um 5.600 íbúðir, byggðar á félagslegum og óhagnaðardrifnum forsendum. Þar er meginmarkmiðið að tryggja hagkvæmt húsnæði fyrir fjölbreytta hópa, meðal annars ungt fólk, námsmenn, fyrstu kaupendur og einstaklinga með takmarkaða greiðslugetu. Þessi uppbygging er árangur af markvissu samstarfi borgaryfirvalda við ríkið, verkalýðshreyfinguna og lífeyrissjóði. Einnig hafa borgaryfirvöld tekið höndum saman við stéttarfélög um uppbyggingu í nýjum hverfum, þar sem sérstakt húsnæðisfélag í eigu verkalýðshreyfingarinnar tekur þátt í að byggja upp óhagnaðardrifið leiguhúsnæði. Á bak við þessar aðgerðir liggur fjárhagslegur stuðningur stjórnvalda með þríþættri meðgjöf: úthlutun lóða á hagstæðum kjörum, stofnframlögum úr ríkissjóði og lánveitingum frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Þannig verður til húsnæði, sem leigt er á lægra verði en almennt gerist á markaði, þar sem tekjutakmarkanir og önnur skilyrði tryggja að þeir hópar sem þurfa á stuðningi að halda njóti úrræðanna. Ábyrg húsnæðisstefna fyrir komandi kynslóðir BHM telur mikilvægt að þessi nálgun verði þróuð áfram og efld, enda um samfélagslegt verkefni að ræða, sem líklegt er til að auka lífsgæði einstaklinga. Það hlýtur að vera fagnaðarefni þegar ákalli um úrbætur er mætt með samstilltu átaki, enda hefur skortur á húsnæði á viðráðanlegu verði neikvæð áhrif á fjölbreytni atvinnulífs og ógnar samkeppnishæfni samfélagsins til lengri tíma. Í þessu sambandi er líka gagnlegt að horfa út fyrir landsteinana. Evrópusambandið hefur í nýlegri stefnumótun um viðráðanlegt húsnæði (European Affordable Housing Initiative) undirstrikað mikilvægi þess að ríki og sveitarfélög vinni markvisst að því að auka framboð á húsnæði á viðráðanlegu verði. Stefnt er að stofnun samevrópsks fjárfestingarsjóðs, mótun nýrra viðmiða um ríkisaðstoð og hertum reglum til að bregðast við afleiðingum skammtímaleigu á húsnæðismarkaði. Þessar áherslur eru nýmæli í stefnu ESB og sannarlega tímabærar eftir afregluvæðingu undangenginna ára. Þær ríma vel við þá stefnu sem íslensk stjórnvöld og Reykjavíkurborg hafa mótað á undanförnum árum og mikilvægt að samtök launafólks fylgist vel með innleiðingu þeirra. Þróun í þessa veru er í góðu samræmi við stefnu BHM í húsnæðismálum. Húsnæðisöryggi fólks er ekki einkamál fjármagnseiganda heldur forsenda þess að byggt sé upp réttlátt og samkeppnishæft samfélag. Með markvissum aðgerðum á borð við þær sem nú eru í gangi og í samvinnu við félagasamtök, lífeyrissjóði og atvinnulífið getum við skapað raunverulegar lausnir til að bregðast við fjölþættum vanda í húsnæðismálum. Höfundur er formaður BHM. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stéttarfélög Húsnæðismál Vinnumarkaður Mest lesið Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Ein af grundvallarþörfum hverrar manneskju er að eiga öruggt húsnæði fyrir sig og sína. Húsnæðisöryggi telst jafnframt til mikilvægustu réttinda fólks og raunar nýtur sá réttur verndar í alþjóðasamningum sem Ísland hefur fullgilt. Þegar ungt fólk kemur út á vinnumarkað er ævinlega forgangsmál að koma sér upp þaki yfir höfuðið, hvenær sem það skeið hefst í lífi fólks. Þegar starfsævin hefst fyrir alvöru, oft að loknu háskólanámi, glímir þetta unga fólk oftar en ekki við þungar fjárhagslegar byrðar. Til marks um það eru há endurgreiðslubyrði námslána, hátt húsnæðisverð, hátt leiguverð og skortur á hagkvæmum húsnæðiskostum. Allt hefur þetta áhrif á hversu erfið fyrstu skrefin að fjárhagslegu sjálfstæði geta verið ungu fólki. Þessum veruleika hefur BHM vakið athygli á um langt skeið og bent á leiðir til lausna. Um 10% félagsmanna í aðildarfélögum BHM búa í leiguhúsnæði. Af þeim segja tæplega 27% að húsnæðiskostnaðurinn sé þeim þungbær (Lífskjarakönnun BHM 2024). Húsnæðisstefna með samfélagslega skírskotun Það er því ánægjuefni þegar það gerist að stjórnvöld, bæði ríki og Reykjavíkurborg, stíga stór skref til að bregðast við vandanum. Sú hefur ekki alltaf verið raunin. Í nýrri húsnæðisáætlun Reykjavíkur til ársins 2034 er gert ráð fyrir að byggðar verði allt að 16.000 nýjar íbúðir á næstu tíu árum. Af þeim verða að minnsta kosti 35%, eða um 5.600 íbúðir, byggðar á félagslegum og óhagnaðardrifnum forsendum. Þar er meginmarkmiðið að tryggja hagkvæmt húsnæði fyrir fjölbreytta hópa, meðal annars ungt fólk, námsmenn, fyrstu kaupendur og einstaklinga með takmarkaða greiðslugetu. Þessi uppbygging er árangur af markvissu samstarfi borgaryfirvalda við ríkið, verkalýðshreyfinguna og lífeyrissjóði. Einnig hafa borgaryfirvöld tekið höndum saman við stéttarfélög um uppbyggingu í nýjum hverfum, þar sem sérstakt húsnæðisfélag í eigu verkalýðshreyfingarinnar tekur þátt í að byggja upp óhagnaðardrifið leiguhúsnæði. Á bak við þessar aðgerðir liggur fjárhagslegur stuðningur stjórnvalda með þríþættri meðgjöf: úthlutun lóða á hagstæðum kjörum, stofnframlögum úr ríkissjóði og lánveitingum frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Þannig verður til húsnæði, sem leigt er á lægra verði en almennt gerist á markaði, þar sem tekjutakmarkanir og önnur skilyrði tryggja að þeir hópar sem þurfa á stuðningi að halda njóti úrræðanna. Ábyrg húsnæðisstefna fyrir komandi kynslóðir BHM telur mikilvægt að þessi nálgun verði þróuð áfram og efld, enda um samfélagslegt verkefni að ræða, sem líklegt er til að auka lífsgæði einstaklinga. Það hlýtur að vera fagnaðarefni þegar ákalli um úrbætur er mætt með samstilltu átaki, enda hefur skortur á húsnæði á viðráðanlegu verði neikvæð áhrif á fjölbreytni atvinnulífs og ógnar samkeppnishæfni samfélagsins til lengri tíma. Í þessu sambandi er líka gagnlegt að horfa út fyrir landsteinana. Evrópusambandið hefur í nýlegri stefnumótun um viðráðanlegt húsnæði (European Affordable Housing Initiative) undirstrikað mikilvægi þess að ríki og sveitarfélög vinni markvisst að því að auka framboð á húsnæði á viðráðanlegu verði. Stefnt er að stofnun samevrópsks fjárfestingarsjóðs, mótun nýrra viðmiða um ríkisaðstoð og hertum reglum til að bregðast við afleiðingum skammtímaleigu á húsnæðismarkaði. Þessar áherslur eru nýmæli í stefnu ESB og sannarlega tímabærar eftir afregluvæðingu undangenginna ára. Þær ríma vel við þá stefnu sem íslensk stjórnvöld og Reykjavíkurborg hafa mótað á undanförnum árum og mikilvægt að samtök launafólks fylgist vel með innleiðingu þeirra. Þróun í þessa veru er í góðu samræmi við stefnu BHM í húsnæðismálum. Húsnæðisöryggi fólks er ekki einkamál fjármagnseiganda heldur forsenda þess að byggt sé upp réttlátt og samkeppnishæft samfélag. Með markvissum aðgerðum á borð við þær sem nú eru í gangi og í samvinnu við félagasamtök, lífeyrissjóði og atvinnulífið getum við skapað raunverulegar lausnir til að bregðast við fjölþættum vanda í húsnæðismálum. Höfundur er formaður BHM.
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun