Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson og María Björk Stefánsdóttir skrifa 18. júlí 2025 16:30 Nýlega vakti Röskva athygli stúdenta og almennings á beiðni opinberu háskólanna til Loga Einarssonar háskólaráðherra um að hækka skrásetningargjöld. Í beiðninni var meðal annars óskað eftir því að hækka skrásetningargjald HÍ um 140%, kæmi ríkið ekki til móts við kostnað með öðrum hætti. Gjaldið er núna 75.000 kr. en háskólinn telur að rétt gjald miðað við kostnað ætti að vera 180.000 kr. Í kjölfar birtingar myndbandsins hefur málið farið á flug og hafa meðal annars háskólaráðherra og rektor HÍ tjáð sig um það í fjölmiðlum. En hvað liggur að baki beiðninni um hækkun skrásetningargjaldsins? Hverjar yrðu afleiðingar hækkunarinnar? Og hvers vegna er Röskva andsnúin hækkuninni? Af hverju vill háskólinn hækka skrásetningargjaldið? Ástæða þess að háskólarnir óska eftir hækkun skrásetningargjaldsins núna er sú sama og þegar óskað var eftir hækkun gjaldsins árin 2020 og 2022. Háskólastigið er undirfjármagnað og langt undir meðaltali OECD ríkja hvað varðar fjármögnun háskólanna, eins og ráðherra benti réttilega á í fjölmiðlum. Háskólinn grípur því til þess örþrifaráðs að seilast í vasa stúdenta til að brúa bilið, að greiða fyrir það sem ríkið er ekki tilbúið að greiða fyrir. Útreikningar háskólans eru uppfullir af kostnaðarliðum allt öðrum en kostnaði fyrir skráningu nemenda í háskólann, en sem dæmi má nefna kostnað við rekstur kennslusviðs og aðgang að bókasafni. Þess vegna var gjaldið kært og þess vegna var það dæmt ólögmætt. En hvaða afleiðingar hefði hækkun skrásetningargjaldsins? Hækkun skrásetningargjaldsins myndi augljóslega skerða aðgengi að námi, sérstaklega fyrir jaðarsetta og efnaminni stúdenta. 180.000 kr. er ekki lítil upphæð fyrir fólk sem lifir á námslánum eða vinnur í þrjá mánuði á ári, hvað þá fyrir þá sem eru foreldrar eða á leigumarkaði. Þar að auki lánar Menntasjóður námsmanna ekki fyrir skrásetningargjöldum en aðeins er í boði að staðgreiða gjöldin eða taka kortalán. Það þarf ekki að leita lengra en í athugasemdir við myndband Röskvu á TikTok til að sjá afleiðingarnar sem þessi hækkun myndi hafa. Meðal athugasemda eru „Er einmitt að íhuga áframhaldandi nám en þetta gjald er ekki í lagi“ og „Nú er ég pottþétt viss um að mig langar ekki í Háskóla“. Hækkun gjaldsins gæti leitt til þess að færri skrá sig í háskólanám. Afleiðingar færri háskólanema eru bæði takmarkaður ágóði af hækkun gjaldsins og minni menntun íslensku þjóðarinnar. Í stuttu máli, háskólinn græðir lítið á þessu á meðan nemendur tapa stórt. Sitjum ekki hjá - skrifum undir Íslenska ríkið vanfjármagnar opinberu háskóla landsins, háskólarnir vilja því hækka skrásetningargjöld til að stemma stigu við vanfjármögnuninni. Fátækir nemendur eiga semsagt að bera þungann af vondri hagstjórn og skakkri forgangsröðun íslenska ríkisins. Til verður vítahringur, háskólanám verður óaðgengilegra og færri mennta sig sem veldur hnignun á innviðum menntastofnana og menntun þjóðarinnar. Við í Röskvu höfnum þessari þróun og höfum því stofnað undirskriftalista til að skora á Loga Einarsson að hækka ekki skrásetningargjöldin og fjármagna háskólana almennilega. Hlekkur að undirskriftarsöfnun. Höfundar eru forseti og oddviti Röskvu, samtaka félagshyggjufólks við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Hagsmunir stúdenta Mest lesið Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Nýlega vakti Röskva athygli stúdenta og almennings á beiðni opinberu háskólanna til Loga Einarssonar háskólaráðherra um að hækka skrásetningargjöld. Í beiðninni var meðal annars óskað eftir því að hækka skrásetningargjald HÍ um 140%, kæmi ríkið ekki til móts við kostnað með öðrum hætti. Gjaldið er núna 75.000 kr. en háskólinn telur að rétt gjald miðað við kostnað ætti að vera 180.000 kr. Í kjölfar birtingar myndbandsins hefur málið farið á flug og hafa meðal annars háskólaráðherra og rektor HÍ tjáð sig um það í fjölmiðlum. En hvað liggur að baki beiðninni um hækkun skrásetningargjaldsins? Hverjar yrðu afleiðingar hækkunarinnar? Og hvers vegna er Röskva andsnúin hækkuninni? Af hverju vill háskólinn hækka skrásetningargjaldið? Ástæða þess að háskólarnir óska eftir hækkun skrásetningargjaldsins núna er sú sama og þegar óskað var eftir hækkun gjaldsins árin 2020 og 2022. Háskólastigið er undirfjármagnað og langt undir meðaltali OECD ríkja hvað varðar fjármögnun háskólanna, eins og ráðherra benti réttilega á í fjölmiðlum. Háskólinn grípur því til þess örþrifaráðs að seilast í vasa stúdenta til að brúa bilið, að greiða fyrir það sem ríkið er ekki tilbúið að greiða fyrir. Útreikningar háskólans eru uppfullir af kostnaðarliðum allt öðrum en kostnaði fyrir skráningu nemenda í háskólann, en sem dæmi má nefna kostnað við rekstur kennslusviðs og aðgang að bókasafni. Þess vegna var gjaldið kært og þess vegna var það dæmt ólögmætt. En hvaða afleiðingar hefði hækkun skrásetningargjaldsins? Hækkun skrásetningargjaldsins myndi augljóslega skerða aðgengi að námi, sérstaklega fyrir jaðarsetta og efnaminni stúdenta. 180.000 kr. er ekki lítil upphæð fyrir fólk sem lifir á námslánum eða vinnur í þrjá mánuði á ári, hvað þá fyrir þá sem eru foreldrar eða á leigumarkaði. Þar að auki lánar Menntasjóður námsmanna ekki fyrir skrásetningargjöldum en aðeins er í boði að staðgreiða gjöldin eða taka kortalán. Það þarf ekki að leita lengra en í athugasemdir við myndband Röskvu á TikTok til að sjá afleiðingarnar sem þessi hækkun myndi hafa. Meðal athugasemda eru „Er einmitt að íhuga áframhaldandi nám en þetta gjald er ekki í lagi“ og „Nú er ég pottþétt viss um að mig langar ekki í Háskóla“. Hækkun gjaldsins gæti leitt til þess að færri skrá sig í háskólanám. Afleiðingar færri háskólanema eru bæði takmarkaður ágóði af hækkun gjaldsins og minni menntun íslensku þjóðarinnar. Í stuttu máli, háskólinn græðir lítið á þessu á meðan nemendur tapa stórt. Sitjum ekki hjá - skrifum undir Íslenska ríkið vanfjármagnar opinberu háskóla landsins, háskólarnir vilja því hækka skrásetningargjöld til að stemma stigu við vanfjármögnuninni. Fátækir nemendur eiga semsagt að bera þungann af vondri hagstjórn og skakkri forgangsröðun íslenska ríkisins. Til verður vítahringur, háskólanám verður óaðgengilegra og færri mennta sig sem veldur hnignun á innviðum menntastofnana og menntun þjóðarinnar. Við í Röskvu höfnum þessari þróun og höfum því stofnað undirskriftalista til að skora á Loga Einarsson að hækka ekki skrásetningargjöldin og fjármagna háskólana almennilega. Hlekkur að undirskriftarsöfnun. Höfundar eru forseti og oddviti Röskvu, samtaka félagshyggjufólks við Háskóla Íslands.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun