Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Gunnhildur Yrsa hætt í landsliðinu

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir hefur lagt landsliðsskóna á hilluna. Hún lék sinn síðasta landsleik þegar Ísland sigraði Austurríki, 0-1, í vináttulandsleik í gær.

Fótbolti
Fréttamynd

ÍA datt í gull­pottinn

Peningurinn sem ÍA fær í sinn vasa eftir að franska knattspyrnufélagið Lille borgaði í kringum tvo og hálfan milljarð íslenskra króna fyrir Hákon Arnar Haraldsson fer í að byggja upp félagið og bæta leikmenn þess. Þetta staðfesti Eggert Herbertsson, formaður Knattspyrnufélags ÍA, í viðtali við Vísi.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Braut gler­þakið en var ekki lengi aðal­þjálfari For­est Green

Hannah Dingley var nýverið ráðin fyrst kvenna sem þjálfari atvinnuliðs karla í knattspyrnu á Englandi. D-deildarlið Forest Green Rovers réð hana til starfa þegar Duncan Ferguson var sagt upp störfum. Nú er ljóst að Dingley mun ekki stýra liðinu á komandi leiktíð þar sem nýr þjálfari er væntanlegur.

Enski boltinn
Fréttamynd

Óskar Hrafn: Ég er hamingjusamur maður

Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, gat leyft sér að líða vel eftir sigur hans manna á Shamrock Rovers í undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Blikar unnu seinni leikinn 2-1 á heimavelli í kvöld og einvígið 3-1 samanlagt og mæta FC Köbenhavn í næstu umferð Meistaradeildarinnar. 

Fótbolti
Fréttamynd

Umfjöllun, viðtöl og myndir: Breiða­blik - Sham­rock 2-1 | Breiðablik áfram eftir frábæra frammistöðu

Breiðablik lagði Shamrock Rovers 2-1 í kvöld á Kópavogsvelli og 3-1 samanlagt í einvígi þeirra í undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Blikar spiluðu eins og vel sjóað Meistaradeildar lið og sigldu einvíginu réttilega í höfn. Shamrock hafði boltann mikið meira í kvöld en Blikar nýttu marktækifærin sín og leyfðu Írunum aldrei að ógna sér. Nú er það FC Köbenhavn sem bíður í næstu umferð.

Fótbolti
Fréttamynd

Fjöldi stór­stjarna missir af HM vegna meiðsla

Heimsmeistaramót kvenna í knattspyrnu nálgast óðfluga. Mótið hefst á fimmtudag, 20. júlí, og verður fjöldi magnaðra leikmanna í sviðsljósinu. Það er hins vegar ljóst að fjölmargar mun vanta þar sem þær eru fjarri góðu gamni vegna meiðsla.

Fótbolti
Fréttamynd

Giggs sýknaður

Ryan Giggs, fyrrverandi leikmaður enska knattspyrnuliðsins Manchester United, hefur verið sýknaður af ákærum um heimilisofbeldi.

Enski boltinn
Fréttamynd

Jóhann Ægir frá út árið

Jóhann Ægir Arnarsson, varnarmaður FH í Bestu deild karla, mun ekki spila meira á þessari leiktíð eftir að slíta krossband í hné. Hann fer í aðgerð þann 9. ágúst og stefnir því í að hann missi einnig af meirihluta næstu leiktíðar.

Íslenski boltinn