Heilbrigðismál

Fréttamynd

Starfs­fólk spítalans rífist hvert við annað

Prófessor við læknadeild Háskóla Íslands segir ljóst að peninga vanti í heilbrigðiskerfið. Millistjórnendur séu ekki vandamálið á Landspítalanum en pólitískum ákvörðunum sé um að kenna. Þróunin hafi átt sér stað á síðustu tuttugu árum. 

Innlent
Fréttamynd

Óttast að missa unga og ferska lækna annað vegna mikils álags

Skortur er á heimilislæknum víða á landinu og er viðbúið að staðan versni. Fjöldi lækna er á leið á eftirlaun og sérnámslæknar ná ekki að fylla í skarðið jafn hratt. Formaður félags íslenskra heimilislækna óttast að aukið álag fæli yngra fólk frá starfinu þar sem þeir upplifi strax kulnun. Þörf sé á heildrænni endurskoðun í kerfinu öllu þar sem ljóst sé að sami vandi leynist víða. 

Innlent
Fréttamynd

Skortur á læknum og staðan versnar hratt: „Þetta er mjög aðkallandi vandamál“

Framkvæmdastjórar lækninga á höfuðborgarsvæðinu og Norðurlandi taka undir áhyggjur formanns læknafélagsins um að neyðarástand gæti skapast í heilbrigðiskerfinu. Mikill skortur sé á starfandi heimilislæknum og ljóst að staðan eigi aðeins eftir að versna. Bæta þurfi starfsumhverfi og kjör til að laða fólk að, ekki síst á landsbyggðinni.

Innlent
Fréttamynd

Ekki náð að leysa út lyfseðla vegna bilunar

Margir hafa átt í erfiðleikum með að leysa út lyfseðla í dag vegna bilunar í tölvukerfi sem læknar nota til að senda frá sér rafræna lyfseðla. Bilunin kom upp hjá þjónustuaðila kerfisins seinnipart dags í dag og er unnið að viðgerð.

Innlent
Fréttamynd

Læknar búast við neyðar­á­standi

Formaður Læknafélags Íslands segist búast við neyðarástandi í heilbrigðiskerfinu vegna manneklu. Hann segir álag á heilbrigðisstarfsfólk orðið að hættulegum vítahring. Þegar álag aukist fækki fólki og meira álag verði á þeim sem eftir standa.

Innlent
Fréttamynd

Fjórir skrif­stofu­menn fyrir hvern klínískan starfs­mann

Formaður nýrrar stjórnar Landspítalans, segir að fjórir til fimm skrifstofumenn hafi verið ráðnir á síðustu árum á móti einum klínískum starfsmanni. Hagræðingar á borð við fækkun starfsfólks á spítalanum komi mögulega til greina til að mæta erfiðri fjárhagsstöðu spítalans.

Innlent
Fréttamynd

Domus Medica-húsið selt

Domus Medica-húsið hefur verið selt til fyrirtækisins Medicus ehf.. Fyrirtækið á Heilsugæsluna á Höfða og vonast stjórnarmaður eftir því að hægt verði að byggja upp heilbrigðisþjónustu í húsinu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Símatímar falla niður vegna manneklu

Símatímar heilsugæslulækna Heilbrigðisstofnun Vesturlands falla niður í dag vegna manneklu. Í símsvara Heilbrigðisstofnunarinnar er beðist velvirðingar á því að símatímarnir falli niður.

Innlent
Fréttamynd

Hefur engar á­hyggjur af hunda­sjúk­dómi sem getur smitast í menn

Starfandi sótt­varna­læknir segir að bakterían sem grunur leikur á að hafi greinst í hundi hér á landi í fyrsta skipti smitist mjög ó­lík­lega yfir í menn þó hún geti það vissu­lega. Hún hefur ekki á­hyggjur af stöðunni sem Mat­væla­stofnun hafi þegar náð vel utan um.

Innlent
Fréttamynd

Hug­­myndir Björns „full­kom­­lega ó­­raun­hæfar“

Þing­maður Sam­fylkingarinnar segir hug­myndir formanns stjórnar Land­spítala um að fækka starfs­fólki spítalans á stuðnings­sviðum í hag­ræðingar­skyni full­kom­lega ó­raun­hæfar. Stuðnings­fólkið létti undir með hjúkrunar­fræðingum. Nóg álag sé á þeim nú þegar.

Innlent
Fréttamynd

Síðasti hjúkrunarfræðingur Landspítalans

2ja vikna törn hjá mér á Mæðravernd Landspítalans, þar sem ég hef unnið sem ritari í afleysingum í gegnum stöðu mína sem verkamaður Landspítalans, er nú lokið og bíða mín önnur verkefni á spítalanum í næstu viku. Að starfa með ljósmæðrum Landspítalans hefur fyllt mig bæði fáheyrðu stolti og gleði, þetta er eins og á Landakoti, starf hjúkrunarfræðings er líklega það göfugasta sem til er í vestrænu samfélagi og ég sé það langar leiðir.

Skoðun
Fréttamynd

Bæjar­fé­lög á bið­listum

Ég var alltaf nokkuð lukkulegur að alast upp á landsbyggðinni, nánar tiltekið í Stykkishólmi og á Skagaströnd. En við nýlegan fréttaflutning kom fram að um 7.500 manns séu nú á biðlistum eftir ýmiskonar skurðaðgerðum og þar af rúmlega 1.700 manns sem bíða eftir liðskiptiaðgerðum miðað við tölur úr fréttum frá 1. apríl 2022.

Skoðun
Fréttamynd

Sjúkra­húsið á Akur­eyri sett á ó­vissu­stig

Sjúkrahúsið á Akureyri hefur verið sett á óvissustig, sem kemur til vegna mönnunarvanda á gjörgæsludeild sem og skorti á hjúkrunarfræðingum á spítalanum öllum. Gjörgæsludeild spítalans er ekki talin í stakk búin til að taka við fleiri sjúklingum eins og staðan er nú.

Innlent
Fréttamynd

Fjölgun endur­smita sýni fram á dvínandi vernd

Endursmitum af völdum Covid-19 hefur fjölgað hér á landi upp á síðkastið. Fjölgunin sýnir fram á að því lengra frá fyrsta smiti, því líklegra að fólk endursmitist og því merki um dvínandi vernd gegn Covid-19 veirunni.

Innlent
Fréttamynd

Stórtíðindi í heilsugæslu á Suðurnesjum

Þau gleðilegu tíðindi bárust okkur í byrjun þessa mánaðar að Sjúkratryggingar Íslands, fyrir hönd heilbrigðisráðuneytisins, hafa auglýst eftir rekstraraðila til að reka nýja heilsugæslustöð í Reykjanesbæ en um verður að ræða heilsugæslustöð í rúmlega eitt þúsund fermetra húsnæði að Aðalgötu 60 í Reykjanesbæ. Þetta verður fyrsta sjálfstætt starfandi heilsugæslustöðin utan höfuðborgarsvæðisins.

Skoðun
Fréttamynd

Staðan vissulega flókin og ýmislegt sem starfshópurinn þarf að vinna úr

Áform heilbrigðisráðherra um afnám refsingar fyrir veikasta hópinn hefur vakið hörð viðbrögð en heilbrigðisráðherra segir ekkert ákveðið í þeim málum. Mikil vinna sé fram undan hjá starfshópi við framkvæmdina, meðal annars með tilliti til laga. Of snemmt sé að ræða hvort refsing verði afnumin fyrir vörslu neysluskammta fyrir alla.

Innlent
Fréttamynd

Áfengisneysla að öllu leyti skaðleg heilsu ungs fólks

Ríki heims þurfa að grípa til sértækra ráðstafana til þess að draga úr áfengisneyslu ungs fólks. Niðurstöður stærstu rannsóknar sem gerð hefur verið á áhrifum áfengisneyslu benda til þess að þær séu að öllu leyti skaðlegar ungu fólki, en geti í hófi dregið úr sjúkdómum eldra fólks. 

Erlent
Fréttamynd

Á­kváðu að hafa sjúk­linga frekar á barna­deild en á gangi

Forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri segir gagnrýni hjúkrunarfræðinga á barnadeild sjúkrahússins réttmæta en að stjórnendur hafi einfaldlega ákveðið að betra væri að fullorðnir sjúklingar hlytu þjónustu á barnadeild frekar en á gangi spítalans. Þá sé mannekla í heilbrigðiskerfinu orðin vítahringur.

Innlent
Fréttamynd

Er það ekki bara frábært að vinna eftir sjötugt!

Í samráðsgátt stjórnvalda er til umsagnar áform stjórnvalda um að leggja fram frumvarp til breytinga á heilbrigðislögum nr. 34/2012 um að heimila heilbrigðisstofnunum að ráð fólk til starfa til 75 ára aldurs. Hugmyndafræðin um að veita atvinnurekendum þessa heimild er góð en ekki nægjanlega vel ígrunduð sé horft til réttarstöðu starfsfólks sem ræður sig til starfa eftir sjötugt.

Skoðun