
Lyf

Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028
Líftæknifyrirtækið Oculis Holding AG, sem stofnað var af tveimur íslenskum prófessorum, tapaði um 13,2 milljörðum króna árið 2024. Stjórnendur félagsins segja árið þó hafa verið gott og að félagið sé fullfjármagnað til ársbyrjunar 2028.

Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun
Heilbrigðisráðuneytið hefur sett á laggirnar nýja vefsíðu til að stuðla að vitundarvakningu um skaðsemi svefnlyfja. Markmiðið segja þau vera að fræða fólk um virkni og margvíslegar aukaverkanir svefnlyfja, og stuðla að skynsamlegri notkun þeirra.

Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda
Mikið hefur verið rætt um mikilvægi svefns fyrir heilsu okkar og ætla ég ekki að endurtaka hér hvers vegna. Hins vegar hefur þessi áhersla á mikilvægi svefns kannski gert okkur of áhugasöm um allar mögulegar leiðir til að fá hinn „fullkomna“ svefn. Þessi áhugi getur hafa fengið marga til að byrja að nota svefnlyf.

Alvogen býst við hækkun á lánshæfi eftir fjárhagslega endurskiplagningu
Alvogen Pharma í Bandaríkjunum gerir ráð fyrir því að Standard & Poors muni á næstu dögum uppfæra lánshæfiseinkunn samheitalyfjafyrirtækisins, meðal annars með hliðsjón af breyttri fjármagnsskipan eftir að félagið kláraði endurfjármögnun á langtímalánum þess. Matsfyrirtækið gaf út lánhæfiseinkunn til skamms tíma fyrir helgi sem var sagt endurspegla valkvætt greiðsluþrot á hluta af útistandandi skuldum Alvogen.

Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána
Alvogen Pharma US, Inc. hefur lokið endurfjármögnun allra langtímalána félagsins. Lánstíminn er þar lengdur og skuldsetning lækkuð.

Alvogen klárar rúmlega níutíu milljarða endurfjármögnun á lánum félagsins
Alvogen í Bandaríkjunum hefur klárað langþráða endurfjármögnun á lánum samheitalyfjafyrirtækisins að jafnvirði um 90 milljarða króna frá hópi sérhæfðra bandarískra stofnanafjárfesta. Matsfyrirtækið S&P lækkaði lánshæfismat sitt á Alvogen í byrjun ársins ásamt því að setja félagið á svonefndan athugunarlista og vísaði þá meðal annars til óvissu vegna endurfjármögnunar á skuldum þess.

Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins
Vísindamenn hafa uppgötvað áður óþekkta virkni ónæmiskerfisins, sem sérfræðingar segja mögulega „gullnámu“ nýrra sýklalyfja.

Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn
Apótekari sem varðist vopnuðum ræningjum á föstudag segir atvikið ekki hafa mikil áhrif á sig. Hún kljáðist við ræningjana sem hurfu tómhentir á braut.

Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum
Ríflega þrjú þúsund börn fengu lyfseðilsskyldan skammt af svefnlyfinu melatónín í fyrra. Gera má ráð fyrir að mun fleiri innbyrði efnið þar sem unnt er að kaupa það í minni skömmtum í matvöruverslunum án lyfseðils. Barnalæknir hefur áhyggjur af þróuninni og segir langtímaáhrif efnisins ekki liggja fyrir.

Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“
Bergljót Þorsteinsdóttir lyfjafræðingur var við störf í Austurbæjar Apóteki í Kópavogi síðastliðinn föstudagsmorgun, milli tíu og ellefu, þegar tvímenningar, líklega karl og kona, ruddust inn með byssu og piparúða og ætluðu að fremja rán.

Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi
Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi verður opnað í fyrramálið klukkan níu en það er til húsa á Selfossi þar sem Húsasmiðjan var áður með verslun sína við Eyraveg 42. Þrjár bílalúgur verða í apótekinu, sem verða opnar mánudag til laugardags frá níu á morgnana til níu á kvöldin. Lyfsöluleyfishafi er Helma Björk Óskarsdóttir, klínískur lyfjafræðingur.

Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum
Félag atvinnurekenda (FA) hefur brugðizt við ákalli ríkisstjórnarinnar um tillögur til sparnaðar og hagræðingar í ríkisrekstrinum. Meðal annars var kallað eftir tillögum um verkefni sem gætu aukið framleiðni og sparnað til langs tíma. Ein slík er tillaga FA um breytta verðstefnu ríkisins varðandi innkaup á lyfjum.

Alvogen fær framlengingu á 30 milljarða láni til að klára stóra endurfjármögnun
Alvogen í Bandaríkjunum hefur fengið framlengingu á um 240 milljóna Bandaríkjadala lánalínu, sem var á gjalddaga í gær, til skamms tíma í því skyni að gefa samheitalyfjafyrirtækinu frekara ráðrúm til að ljúka við lausa enda í tengslum við stóra endurfjármögnun á skuldum félagsins. Matsfyrirtækið S&P, sem lækkaði lánshæfismat sitt á Alvogen fyrr í mánuðinum, telur að eftir rekstrarbata og minnkandi skuldsetningu á síðustu tveimur árum þá sé núna útlit fyrir að tekjurnar muni skreppa lítillega saman og framlegðin minnki.

Fólk að „gambla“ með líf sitt ef það kaupir svona lyf
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar andlát karlmanns um fertugt en grunur leikur að dauða hans megi rekja til hættulegra falskvíðalyfja sem eru í umferð. Aðstoðaryfirlögregluþjón segir sölu ólöglegra lyfja hafa aukist og varar fólk við að taka þau.

Gagnrýna „glæfralegar ályktanir“ um „meintan veldisvöxt“ ADHD
„ADHD samtökin gera skýlausa kröfu um að ritun ADHD grænbókar um stöðu ADHD greininga og möguleika til meðferðarúrræða verði endurskoðuð og endurunninn á faglegri forsendum.“

Rannsaka hvort dauðsfall megi rekja til falsaðs Xanax
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur til rannsóknar dauðsfall þar sem grunur leikur á að inntaka á fölsuðum Xanax-pillum hafi leitt til andlátsins.

Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri
Notendur ADHD-lyfja hafa aldrei verið fleiri en í fyrra og kostnaður ríkisins vegna lyfjanna aldrei verið hærri. Ríflega 26 þúsund Íslendingar fengu ADHD-lyfjum ávísað og kostnaður ríkisins nam 2,1 milljarði króna.

Hildur nýr mannauðsstjóri Distica
Hildur Guðjónsdóttir hefur verið ráðin mannauðsstjóri Distica og tekur sæti í framkvæmdastjórn félagsins.

Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs
Ný íslensk rannsókn sýnir að einn af hverjum 264 sem hófu lyfjameðferð við ADHD fór í fyrsta geðrofið eða maníu innan árs frá töku lyfjanna. Geðrof og manía eru sjaldgæfar en grafalvarlegar aukaverkanir ADHD lyfja.

Arctic Therapeutics sækir fjóra milljarða frá innlendum og erlendum fjárfestum
Íslenska erfða- og líftæknifyrirtækið Arctic Therapeutics hefur klárað jafnvirði um fjögurra milljarða króna hlutafjáraukningu frá breiðum hópi innlendra og erlendra fjárfesta, meðal annars fjárfestingafélagi Samherja-fjölskyldunnar og norrænu rannsóknarsamsteypunni Sanos Group. Fjármögnunin mun tryggja að félagið geti hafið klínískar rannsóknir á lyfjum við heilabilun og húðbólgusjúkdómum.

Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn
Vísbendingar eru um að tilvikum alvarlegs sýklalyfjaónæmis sé að fjölga verulega hér á landi á sama tíma og Ísland er Norðurlandamethafi í sýklalyfjaávísunum. Yfirlæknir hjá Landlækni segir vaxandi áhyggjuefni að fjölónæmir sýklar nái bólfestu.

Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði
Sýklalyf sem er það eina sinnar tegundar á markaði hækkaði tvöfalt í verði á milli mánaða. Skortur á stærri pakkningu lyfsins hefur þýtt að sjúklingar hafa þurft að greiða yfir tólf þúsund krónur fyrir sýklalyfjaskammtinn, um fjórfalt meira en áður.

Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið
Helga Rakel Rafnsdóttir kvikmyndagerðarkona er orðlaus, eða svo gott sem, en hún fékk jólagjöf ársins afhenta nú skömmu fyrir jól. Stól sem getur allt nema flogið.

Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum
Rannsóknasiðanefnd Danmerkur hefur kært ríkissjúkrahúsið í Kaupmannahöfn og lækni vegna rannsóknar á ungum drengjum. Upp komst um ágalla á rannsókninni þegar þurfti að skrá hana í nýtt samevrópskt kerfi.

Kanni frekar mögulegar aukaverkanir af notkun Ozempic
Tvær nýjar rannsóknir vísindamanna við Háskólann í Suður-Danmörku (d. Syddansk Universitet) í Óðinsvéum benda til að mögulega séu auknar líkur á að þeir sem notist við þyngdarstjórnunarlyfið Ozempic þrói með sér sjaldgæfan augnsjúkdóm, Naion.

Augljósir hagsmunaárekstrar að lyfsali skrifi upp á lyf
Læknir segir að margir þeirra sem starfa við heilsugæsluna hafi misst hökuna í gólfið þegar þeir lásu tillögu starfshóps heilbrigðisráðherra um að lyfjafræðingar gætu ávísað lyfjum. Það skapaði hagsmunaárekstra sem kæmu niður á sjúklingum og gerði lítið úr störfum lækna.

Lyfsalar og heilbrigðisráðuneyti - í bergmálshelli?
Nýlega birti heilbrigðisráðuneytið á síðu sinni innan stjórnarráðsins, skýrslu starfshóps á vegum heilbrigðisráðuneytis sem er ætlað að vera stöðumat á lyfjafræðilegri þjónustu íslenskra apóteka, svokölluð „hvítbók“.

Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður
Lyfjafræðingar fá heimild til að ávísa ákveðnum lyfjum og apótek verða fyrsti viðkomustaður í veikindum samkvæmt tillögum starfshóps heilbrigðisráðherra. Formaður Lyfjafræðingafélagsins segir lyfjafræðinga í apótekum lengi hafa beðið eftir þessu og tillögurnar í takti við það sem tíðkast í nágrannalöndunum.

Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju
Ásdís Eir Símonardóttir hefur verið ráðin forstöðumaður mannauðs og menningar hjá Lyfju og kemur ný inn í hóp lykilstjórnenda félagsins ásamt Arnheiði Leifsdóttur og Ólöfu Helgu Gunnarsdóttur sem eru nýir forstöðumenn á sínum sviðum.

Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök
Sóttvarnalæknir segir það afar óvenjulegt ef rétt reynist að fjórir einstaklingar í umsjón sama læknis hafi látist af völdum bóluefnis gegn Covid-19 í ljósi þess hversu fágætar alvarlegar aukaverkanir séu. Óháðir sérfræðingar kanna skráningar læknisins á orsökum andlátanna.