Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Fréttamynd

Seinagangur stjórnvalda kostaði þúsundir mannslífa

Niðurstaða rannsóknar faraldursfræðinga við Columbia-háskóla í Bandaríkjunum hefur leitt í ljós að ef brugðist hefði verið við faraldri kórónuveirunnar viku fyrr hefði mátt bjarga allt að 36 þúsund mannslífum.

Erlent
Fréttamynd

Banna át á villtum dýrum í Wuhan

Yfirvöld í kínversku borginni Wuhan, hvaðan kórónuveiran sem valdið getur Covid-19 er talin eiga uppruna sinn, hafa nú tekið ákvörðun um að banna neyslu á kjöti villtra dýra í borginni.

Erlent
Fréttamynd

Aldrei fleiri smit greinst á heimsvísu

Forsvarsmenn Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, WHO, sögðu í dag að á milli daga hafi stofnuninni borist tilkynningar um rúmlega hundrað þúsund ný tilfelli nýju kórónuveirunnar á heimsvísu.

Erlent
Fréttamynd

Trump hótar ríkjum sem auðvelda fólki að kjósa í faraldrinum

Donald Trump Bandaríkjaforseti hótaði í dag tveimur ríkjum Bandaríkjanna að hann myndi stöðva fjárveitingar alríkisstjórnarinnar til þeirra ef þau hættu ekki við áform um að bjóða upp á utankjörfundar- og póstatkvæði til að draga úr smithættu vegna kórónuveirufaraldursins í kosningum á þessu ári.

Erlent
Fréttamynd

„Miklu, miklu hraðar“ létt á aðgerðum hér

Þórólfur Gunason sóttvarnalæknir segist hafa áhyggjur af því að landsmenn passi minna upp á sýkingarvarnir, svo sem handþvott og spritt, nú en þegar kórónuveirufaraldurinn var í miklum vexti. Víðir Reynisson segir að skipuleggjendur stórra viðburða í sumar verði að átta sig á ástandinu sem sé í gangi.

Innlent
Fréttamynd

Svona var 71. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðar til upplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan 14 í Skógarhlíð 14 í dag. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn fara yfir stöðu mála með tilliti til COVID-19 hér á landi.

Innlent
Fréttamynd

Fyrsta nýja smitið í viku

Einn greindist með kórónuveiruna síðasta sólarhringinn hér á landi, það fyrsta í viku, samkvæmt nýjum tölum á Covid.is. Staðfest smit eru því 1.803 talsins frá upphafi faraldursins. Þá eru virk smit á landinu fjögur.

Innlent
Fréttamynd

Hökkum krísuna

Ég þreytist aldrei á að minna okkur öll á mikilvægi þess að knýja á um nýsköpun og nýjar lausnir til að geta brugðist hratt við óvæntum áskorunum í samfélaginu. Við þurfum stöðugt að stokka spilin og spyrja nýrra spurninga. Virkja hugvitið og þekkingu til nýrra lausna.

Skoðun