Stéttarfélög

Fréttamynd

Fundi aftur frestað til morguns

Fundi samninganefndar Eflingar og Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) var frestað til morguns. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir að lítið hafi gerst í viðræðum hingað til.

Innlent
Fréttamynd

Fundur sem ræður úr­slitum hafinn

Fundur samninganefnda Eflingar og Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu, SFV, hófst laust eftir klukkan 13. Nái aðilar ekki saman á fundinum mun Efling hefja verkfallsaðgerðir á hjúkrunarheimilum.

Innlent
Fréttamynd

Er padda í vaskinum?

Íslenskt samfélag er stundum svo „öðruvísi“. Undanfarið hafa verið fluttar fréttir af skorti á eftirliti til dæmis á vinnusvæðum og nú síðast berast fréttir af hræðilegu vinnumansali. Hvernig má það vera?

Skoðun
Fréttamynd

Segir það al­rangt að Elvar skuldi ekki nema tvær milljónir í laun

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir það ekki rétt að Elvar Ingimarsson, eigandi veitingastaðarins Ítalíu, skuldi um tvær milljónir í laun. Á þessari stundu séu 3,8 milljónir hjá lögmanni í innheimtu fyrir hönd fólks sem hafi leitað til Eflingar vegna launaþjófnaðar.

Innlent
Fréttamynd

Mót­mæla við veitinga­staðinn Ítalíu vegna meints launaþjófnaðar

Stéttarfélagið Efling stendur í kvöld fyrir mótmælum við veitingastaðinn Ítalíu vegna meintra brota Elvars Ingimarssonar, eiganda og rekstraraðila Ítalíu, gegn starfsfólki staðarins. Eflingarfélagar tóku upp mótmælastöðu fyrir framan staðinn klukkan sjö og ætla að dreifa dreifimiðum um framferði Elvars og ræða við gesti.

Innlent
Fréttamynd

Lofs­vert fram­tak ÖBÍ, BSRB og ASÍ

Góð vinkona mín brást ævinlega ókvæða við þegar sagt var í hennar áheyrn að þjóðfélagið væri að breytast. Nei, sagði hún þá ákveðið, þjóðfélagið er ekki að breytast, það er verið að breyta því, það eru alltaf gerendur.

Skoðun
Fréttamynd

Að­gerðir fyrir heimilin strax!

Nóbelsverðlaunahafinn Daniel Kahneman hefur bent á að meginábyrgð samfélaga sé að draga úr þjáningu. Mikilvægasta verkefni stjórnvalda sé því að auka velferð. Með þetta að meginmarkmiði verður forgangsröðun stjórnvalda hverju sinni skýr.

Skoðun
Fréttamynd

Þetta er al­veg orðið al­veg á­gætt

Við mótmælum 10. september. Árum saman hefur það verið reynsla almennings að það er sama hvernig hagkerfið veltist og snýst, alltaf skal almenningur borga brúsann og bera skarðan hlut frá borði.

Skoðun
Fréttamynd

Við mót­mælum…

Einstæð móðir á örorkubótum hefur með harðfylgi og útsjónarsemi náð að eignast og halda íbúð. Hún festi vexti fyrir nokkrum árum og hefur greitt 120.000 krónur á mánuði af lánunum. En svo „féll snjóhengjan“, vextirnir losnuðu og núna á hún að greiða 270.000 krónur í hverjum mánuði.

Skoðun
Fréttamynd

Er skeið Sjálf­stæðis­flokksins liðið?

Sjálfstæðisflokkurinn hefur náttúrulega ekkert erindi í íslenskri pólitík annað en að standa vörð um hagsmuni ríkasta 10% þjóðarinnar. Hann hefur aldrei haft annað erindi og allt frá stofnun hans hefur hann verið helsta hindrun framfara í landinu

Skoðun
Fréttamynd

Líf­eyris­þegar halda at­kvæða­rétti sínum í Blaða­manna­fé­laginu

Tillögur stjórnar Blaðamannafélagsins um að afnema grein í lögum félagsins um birtingu félagatals á opinberum vettvangi og að afnema atkvæðisrétt lífeyrisþega í félaginu voru felldar á framhaldsaðalfundi Blaðamannafélagsins í gærkvöldi. Meirihluti greiddi atkvæði með tillögunum en aukinn meirihluta hefði þurft til að fá þær samþykktar.

Innlent
Fréttamynd

Aula­hrollur í Undra­landi

Það er ekki frítt við að ég hafi fyllst aulahrolli þegar ég las svargrein formanns Blaðamannafélags Íslands (BÍ) við grein minni varðandi alvarlega aðför hans og stjórnar félagsins að félagsréttindum lífeyrisþega í Blaðamannafélaginu.

Skoðun
Fréttamynd

Vegnir, metnir og létt­vægir fundir

Ágætu félagar. Ég vil nota þetta tækifæri til þess að þakka ykkur traustið sem þið hafið sýnt mér í gegnum árin og áratugina með því að hafa stutt mig til forystustarfa í Blaðamannafélaginu frá árinu 1990.

Skoðun
Fréttamynd

Hafa ekki tíma í sam­skipti vegna mönnunarvanda

Undirmönnun á hjúkrunarheimilum hefur leitt til þess að starfsfólk hefur neyðst til þess að draga úr samskiptum við íbúa, segir formaður Eflingar. Kjaradeilu félagsins við Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu hefur verið vísað til ríkissáttasemjara og þess er krafist að mönnun verði bætt.

Innlent
Fréttamynd

Vísa kjara­deilu starfs­manna hjúkrunar­heimila til sátta­semjara

Stéttarfélagið Efling vísaði kjaradeilu sinni við Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) til ríkissáttasemjara í dag. Félagið krefst lausnar á undirmönnnun og álagi á starfsfólk á hjúkrunarheimilum auk samninga í samræmi við launastefnu úr kjarasamningum við Samtök atvinnulífsins frá því í mars.

Innlent
Fréttamynd

Bar­átta hafnar­verka­manna á Ís­landi: Á­tök við Eim­skip

Undanfarin þrjú ár hafa hafnarverkamenn á Íslandi staðið í harðri baráttu við Eimskip, eitt af stærstu flutningafyrirtækjum landsins, og Eflingu. Baráttan hefur snúist um réttindi og kjör verkamanna, þar sem Eimskip hefur enn ekki samið við Félag hafnarverkamanna á Íslandi. Þessi átök hafa verið flókin og margþætt, þar sem ýmsir aðilar hafa komið að málum.

Skoðun
Fréttamynd

Þóra frá VIRK til Visku

Þóra Þorgeirsdóttir félagsráðgjafi hefur verið ráðin ráðgjafi hjá Visku og hefur störf hjá félaginu síðla hausts. Þóra hefur í ellefu ár starfað sem ráðgjafi hjá VIRK - starfsendurhæfingu. 

Viðskipti innlent