

Nú er öllum leikjum kvöldsins í Evrópudeildinni lokið. Franska liðið Marseille og ítalska liðið Lazio gerðu 2-2 jafntefli í C-riðli, í leik þar sem bæði lið þurftu á sigri að halda og Elías Rafn Ólafsson vermdi bekkinn hjá Midtjylland sem vann mikilvægan 1-0 útisigur gegn Rauðu Stjörnunni.
Enska knattspyrnufélagið Leicester missti af mikilvægum stigum er liðið gerði 1-1 jafntefli gegn Spartak Moskvu í Evrópudeildinni í fótbolta í kvöld.
Fyrsti leikur Antonio Conte sem knattspyrnustjóri Tottenham bauð svo sannarlega upp á allt sem hægt er að biðja um í einum fótboltaleik. Conte og lærisveinar hans fögnuðu 3-2 sigri, en öll mörkin voru skoruð í fyrri hálfleik.
Af þeim 16 leikjum sem fara fram í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í kvöld er nú átta þeirra lokið. Lyon tryggði sér sigur í A-riðli með 3-0 sigri gegn Sparta Prague og Napoli vann 4-1 útisigur gegn Legia Varsjá í toppslag C-riðils svo eitthvað sé nefnt.
Enska knattspyrnufélagið West Ham tapaði sínum fyrstu stigum í Evrópudeildinni í fótbolta er liðið heimsótti Genk í kvöld. Lokatölur 2-2, en þetta voru fyrstu mörkin sem Lundúnaliðið fær á sig í keppninni.
Ensku knattspyrnufélögin Manchester United og West Ham hafa verið sektuð af evrópska knattspyrnusambandinu, UEFA, fyrir slæma hegðun áhorfenda á Evrópuleikjum liðanna.
Alls fóru fram 14 leikir í Evrópudeild UEFA í dag og í kvöld. Steven Gerrard og lærisveinar hans í Rangers sóttu sín fyrstu stig með 2-0 sigri gegn Brøndby og Napoli hleypti spennu í C-riðil með 3-0 sigri gegn Legia Varsjá svo eitthvað sé nefnt.
West Ham vann í kvöld öruggan 3-0 sigur gegn belgíska liðinu Genk í þegar liðin mættust í Evrópudeildinni. West Ham hefur unnið alla þrjá leiki sína í H-riðli og á enn eftir að fá á sig mark.
Alfons Sampsted lagði upp þriðja mark Bodø/Glimt er liðið vann 6-1 sigur gegn Roma í Sambandsdeild Evrópu og Elías Rafn Ólafsson stóð vaktina í marki Midtjylland gerði 1-1 jafntefli við serbneska liðið Rauðu Stjörnuna í Evrópudeildinni.
Eftir að hafa skorað í sigri Leicester gegn Manchester United um síðustu helgi bætti Patson Daka um betur í dag þegar hann skoraði fernu í 4-3 útisigri Leicester á Spartak Moskvu í Evrópudeildinni í fótbolta.
Öllum 16 leikjum dagsins er nú lokið í Evrópudeildinni í fótbolta. Elías Rafn Ólafsson og félagar hans í Midtjylland þurftu að sætta sig við 3-1 tap gegn SC Braga, en Elías varði víti í leiknum og sá þannig til þess að Midtjlland var með forystu í hálfleik.
West Ham vann í kvöld 2-0 sigur þegar að austurríska liðið Rapid Vín mætti í heimsókn. Liðið hefur nú unnið báða leiki sína í riðlakeppni Evrópudeildarinnar.
Í dag og kvöld eru leiknair alls 16 leikir í Evrópudeildinni í knattspyrnu og nú er átta þeirra lokið. Franska liðið Lyon vann öruggan 3-0 sigur gegn Brøndby frá Danmörku í A-riðli og Spartak Moscow vann góðan 3-2 sigur gegn Napoli í C-riðli svo eitthvað sé nefnt.
Ensku bikarmeistararnir í Leicester City eru enn án sigurs í Evrópudeildinni eftir 1-0 tap gegn pólska liðinu Legia Varsjá.
Kelechi Iheanacho missir af Evrópudeildarleik Leicester City í dag eftir að hafa verið stöðvaður af landamæravörðum við komuna til Póllands.
Gömlu Celtic-hetjurnar Neil Lennon og Chris Sutton fengu ekki að mæta á Ibrox, heimavöll erkifjendanna í Rangers, í gær.
Öllum leikjum dagsins í Evrópudeildinni er nú lokið. Leicester gerði 2-2 jefntefli gegn Napoli á heimavelli og Steven Gerrard og lærisveinar hans í Rangers töpuðu 2-0 gegn franska liðinu Lyon svo eitthvað sé nefnt.
Af þeim 15 leikjum sem fara fram í Evrópudeildinni í kvöld er nú átta lokið. Enska félagið West Ham vann góðan 2-0 útisigur gegn Dinamo Zagreb og Real Betis vann Celtic 4-3 í bráðfjörugum leik svo eitthvað sé nefnt.
Ensku liðin sem taka þátt í Meistaradeild Evrópu, Evrópudeildinni og nýstofnaðri Sambandsdeild Evrópu þurfa ekki að spila leiki sína á hlutlausum velli, þrátt fyrir að andstæðingar þeirra komi frá landi á rauðum lista bresku ríkisstjórnarinnar.
Þrátt fyrir frábærara frammistöðu Breiðabliks á Evrópumótunum í knattspyrnu á þessari leiktíð er ljóst að Pepsi Max deild karla í fótbolta fær aðeins þrjú sæti í Evrópu næstu tvö árin, ekki fjögur eins og vonast var til.
Búið er að draga í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í fótbolta. Midtjylland og Olympiacos eru einu Íslendingaliðin sem komust í riðlakeppnina.
Albert Guðmundsson og félagar hans í hollenska liðinu AZ Alkmaar tóku á móti Celtic frá skotlandi í forkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld. Albert og félagar unnu leikinn 2-1, en Skotarnir unnu fyrri leikinn 2-0 og fara því áfram á samanlögðum úrslitum.
Skoska liðið Rangers, lærisveinar Steven Gerrard, unnu í kvöld góðan 1-0 sigur gegn Alashkert FC frá Armeníu í fyrri leik liðanna í forkeppni Evrópudeildarinnar.
Albert Guðmundsson og félagar hans í AZ Alkmaar eru í slæmri stöðu í umspili um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar eftir 2-0 tap fyrir Celtic í fyrri leik liðanna í Glasgow í kvöld.
Rúnar Már Sigurjónsson og félagar hans í rúmenska liðinu CFR Cluj fengu skell þegar að þeir heimsóttu serbneska liðið Rauðu Stjörnuna í forkeppni Evrópudeildarinnar. Serbarnir höfðu betur 4-0 og Rúnar Már og félagar þurfa á kraftaverki að halda, ætli þeir sér áfram í riðlakeppnina.
Chelsea vann Villarreal 6-5 í vítaspyrnukeppni til að tryggja sér Ofurbikar Evrópu í fótbolta á Windsor Park í Belfast í kvöld. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli eftir venjulegan leiktíma og framlengingu en Thomas Tuchel, stjóri Chelsea, gerði skiptingu undir lok framlengingar sem hafði mikið að segja um úrslitin.
Breiðablik mætir skoska liðinu Abredeen annað kvöld í þriðju umferð undankeppni Sambandsdeildar. Aberdeen vann fyrri leikinn 3-2 á Íslandi en Blikar sýndu þá að þeir eru ekki slakara liðið.
Breiðablik fær skoska liðið Aberdeen í heimsókn í kvöld í þriðju umferð forkeppni Sambandsdeildar Evrópu.
Umfangsmikil herferð gegn heimilisofbeldi hefur farið af stað í Englandi vegna þátttöku Englands á Evrópumeistaramótinu í fótbolta. Englandi hefur gengið nokkuð vel í keppninni og mun leika til úrslita gegn Ítalíu á mótinu á sunnudaginn næsta.
Takist Íslandsmeisturum Vals að skapa einn af stærstu sigrum íslensks fótbolta, með því að slá út Króatíumeistara Dinamo Zagreb, munu þeir að lágmarki spila átta Evrópuleiki í sumar.