Utanríkismál orðið innanríkismál Róbert Trausti Árnason skrifar 5. september 2006 05:15 Var afdráttarlaus tilkynning Bandaríkjanna 15. mars sl. um brottför varnarliðsins atlaga að okkur? Nei - ekki finnst mér það enda hlaut að koma að þessu. Tilkynningin segir mér það eitt að nú eru tækifæri og sá tími kominn að við búum okkur undir það að axla ábyrgð á eigin vörnum og öryggi við nýjar aðstæður og á eigin forsendum í samstarfi við grannþjóðir. Íslandi er ekki um megn að taka á sig þær skyldur sjálfstæðs ríkis að tryggja öryggi borgarana, hvað svo sem sagt er af efasemdarfólki. Komið er að því að endurnýja stefnuna í varnar- og öryggismálum og afla því sjónarmiði fylgis að nú látum við að okkur kveða í þeim málum án bandarísks varnarliðs, enda verðum við hvort eða er að leysa það lið af hólmi til að tryggja varnir og öryggi landsins. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hefur réttilega bent á það að þetta markar þáttaskil innan stjórnarráðsins og leiðir til nýrra starfshátta og nýrrar verkaskiptingar milli ráðuneyta. Varnar- og öryggismál Íslands eru nú meira innanríkismál en utanríkismál og því eiga fagráðuneyti að taka við þessum málum. Nú blasir það við að endurskipuleggja íslenska stjórnkerfið til að bregðast rétt við breyttum kringumstæðum með allri ábyrgð okkar sjálfra á eigin vörnum og öryggi. Ég hef heyrt málsmetandi aðila mæra borgaralegt andóf og hvetja fólk til að brjóta lög og óhlýðnast lögmætum fyrirmælum yfirvalda. En sömu aðilar sumir hverjir skipta litum þegar rætt er um öryggi borgara og ríkisins. Í mínum huga er það tóm tjara að verja réttinn til andófs og óhlýðni en ekki réttinn til sjálfsvarnar. Undanfarin misseri hefur verið rætt um hlutverk og skipulag stjórnvalda í baráttu við glæpa- og hryðjuverkasamtök. Afbrotatíðni á Íslandi er fremur lág og Ísland er sennilega enn sem komið er ekki meðal aðalskotmarka alþjóðlegra hryðjuverkasamtaka þó að alþjóðleg glæpasamtök geri nú vart við sig hér. Skipan löreglumála hér á landi hefur reynst fullnægjandi gegn glæpum og árásum sem eiga rætur sínar innan lands. Engu að síður ber að gæta þess, að það virðist tiltölulega auðvelt að framkvæma árás utan frá. Við verðum því að leggja okkar af mörkum í baráttu gegn glæpa- og hryðjuverkasamtökum og því komumst við ekki hjá því að sjá til þess að lagalegur grunnur sé fyrir fullnægjandi skipulagi og tilhögun hjá löggæslu- og öryggisstofnunum hér á landi til þess að þær meti og rannsaki þær hættur sem við blasa. Ógnin er viðvarandi hvort sem framhjá henni er horft eða gert er sem minnst úr henni. Hætta sú sem stafar af glæpa- og hryðjuverkasamtökum er því raunveruleg og hún vex hér á landi ef ekkert er að gert og Ísland verður þá ekki jafningi í samfélagi grannþjóða ef varnar- og öryggisráðstafanir stjórnvalda hér á landi verða taldar ófullnægjandi. Hvað er að því að sett séu lög sem heimila rannsóknir og mat á því hvaða ógnir steðja að Íslandi? Björn Bjarnason hefur lög að mæla þegar hann segir að það hái umræðum og að þær fari alltaf á byrjunarreit, þegar minnst er á einhverja þætti varnar- og öryggismála sem við eigum sjálf að sinna, hvað þá heldur nýjungar í þeim efnum og málefnaleg rök séu þar gerð að hornrekum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Sátt um laun kennara Guðríður Arnardóttir Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Gleðilegt 2007! Reynir Böðvarsson Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Var afdráttarlaus tilkynning Bandaríkjanna 15. mars sl. um brottför varnarliðsins atlaga að okkur? Nei - ekki finnst mér það enda hlaut að koma að þessu. Tilkynningin segir mér það eitt að nú eru tækifæri og sá tími kominn að við búum okkur undir það að axla ábyrgð á eigin vörnum og öryggi við nýjar aðstæður og á eigin forsendum í samstarfi við grannþjóðir. Íslandi er ekki um megn að taka á sig þær skyldur sjálfstæðs ríkis að tryggja öryggi borgarana, hvað svo sem sagt er af efasemdarfólki. Komið er að því að endurnýja stefnuna í varnar- og öryggismálum og afla því sjónarmiði fylgis að nú látum við að okkur kveða í þeim málum án bandarísks varnarliðs, enda verðum við hvort eða er að leysa það lið af hólmi til að tryggja varnir og öryggi landsins. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hefur réttilega bent á það að þetta markar þáttaskil innan stjórnarráðsins og leiðir til nýrra starfshátta og nýrrar verkaskiptingar milli ráðuneyta. Varnar- og öryggismál Íslands eru nú meira innanríkismál en utanríkismál og því eiga fagráðuneyti að taka við þessum málum. Nú blasir það við að endurskipuleggja íslenska stjórnkerfið til að bregðast rétt við breyttum kringumstæðum með allri ábyrgð okkar sjálfra á eigin vörnum og öryggi. Ég hef heyrt málsmetandi aðila mæra borgaralegt andóf og hvetja fólk til að brjóta lög og óhlýðnast lögmætum fyrirmælum yfirvalda. En sömu aðilar sumir hverjir skipta litum þegar rætt er um öryggi borgara og ríkisins. Í mínum huga er það tóm tjara að verja réttinn til andófs og óhlýðni en ekki réttinn til sjálfsvarnar. Undanfarin misseri hefur verið rætt um hlutverk og skipulag stjórnvalda í baráttu við glæpa- og hryðjuverkasamtök. Afbrotatíðni á Íslandi er fremur lág og Ísland er sennilega enn sem komið er ekki meðal aðalskotmarka alþjóðlegra hryðjuverkasamtaka þó að alþjóðleg glæpasamtök geri nú vart við sig hér. Skipan löreglumála hér á landi hefur reynst fullnægjandi gegn glæpum og árásum sem eiga rætur sínar innan lands. Engu að síður ber að gæta þess, að það virðist tiltölulega auðvelt að framkvæma árás utan frá. Við verðum því að leggja okkar af mörkum í baráttu gegn glæpa- og hryðjuverkasamtökum og því komumst við ekki hjá því að sjá til þess að lagalegur grunnur sé fyrir fullnægjandi skipulagi og tilhögun hjá löggæslu- og öryggisstofnunum hér á landi til þess að þær meti og rannsaki þær hættur sem við blasa. Ógnin er viðvarandi hvort sem framhjá henni er horft eða gert er sem minnst úr henni. Hætta sú sem stafar af glæpa- og hryðjuverkasamtökum er því raunveruleg og hún vex hér á landi ef ekkert er að gert og Ísland verður þá ekki jafningi í samfélagi grannþjóða ef varnar- og öryggisráðstafanir stjórnvalda hér á landi verða taldar ófullnægjandi. Hvað er að því að sett séu lög sem heimila rannsóknir og mat á því hvaða ógnir steðja að Íslandi? Björn Bjarnason hefur lög að mæla þegar hann segir að það hái umræðum og að þær fari alltaf á byrjunarreit, þegar minnst er á einhverja þætti varnar- og öryggismála sem við eigum sjálf að sinna, hvað þá heldur nýjungar í þeim efnum og málefnaleg rök séu þar gerð að hornrekum.
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar