Hvað laðar að mér skúrka? Guðjón Sigurðsson skrifar 5. mars 2015 07:00 Fólk sem mögulega vill vel en með gerðum sínum vekur með mér falsvonir og hefur af mér og miklu fleirum stórar fjárfúlgur. Allt of margir eru fórnarlömb þessara skúrka. Skilningur minn er 100% hjá þeim sem láta glepjast. Hugarástand fólks með lífsógnandi sjúkdóma eða sem orðið hefur fyrir slysi er þannig að við erum auðveld skotmörk. Örvinglun og að grípa hvert hálmstrá er eðlilegur fylgifiskur svona ástands. En við skulum staldra við. Tala við aðra og fá að tala við þá sem hafa læknast. Það er ekki sótt að forríku fólki, eignamiklu fólki eða fólki sem berst mikið á. Nei, það er mest spennandi að viðkomandi sé veikur, helst með enga batavon, með öðrum orðum dauðvona. Alls konar töframeðul eru seld með fullyrðingum um hitt og þetta sem stenst enga skoðun svo ekki sé talað um forrit og vélbúnað sem gerir alla að nýslegnum túskildingi. Það nýjasta í því er fjarlækning, þarf bara hár af viðkomandi, jafnvel bara mynd af honum/henni og vélin sendir bylgjurnar til viðkomandi. Heilu stofurnar eru til með alls konar óhefðbundnum lækningum. Yfirvöld leyfðu þetta með lögum um græðara. „Það er í sjálfu sér eðlilegt að þeir sem haldnir eru alvarlegum sjúkdómi leiti allra ráða til að öðlast bata og séu þá fúsir til að reyna eitthvað sem er utan við hið viðtekna í heilbrigðisþjónustunni.“ Tekið af internetinu úr skýrslu heilbrigðisráðherra um græðara og starfsemi þeirra á Íslandi (lögð fyrir Alþingi á 131. löggjafarþingi 2004–2005). Hvar er eftirlitið? Hver verndar neytandann? Ef einhver þarfnast verndar er það þessi viðkvæmi hópur.Stöldrum við Nú má ekki skilja mig svo að ég sé á móti öllu sem ekki er vísindalega sannað. Ég hef reynt margt af þessu t.d.: Kírópraktor, grasalækna, Bowen-tækni, höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð, heilun, miðla, slökun, nudd alls konar, nálastungur, hómópata (smáskammtalækningar), vítamín, fyrirbænir og núna síðast einhvers lags bylgjumeðferð ásamt miklu fleiru. Ekkert af þessu hefur gert mér vont nema það hefur ekki aukið mikið á veraldlegan auð minn enda flest ekki gefins í svona meðferðum. Flest hefur veitt mér góða slökun og vellíðan á meðan á því stendur og í stuttan tíma á eftir. Það sem ég get mælt með, til vellíðunar og hressingar, en ekki til lækninga, er: Kírópraktor, höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð, heilun, slökun, nudd, nálastungur, grasalæknar í einstöku tilvikum og hómópatar sem ekki nota „geislavélar“ til að breyta sykurpillum í meðul. Aðrir hafa lofað mér meiru en staðið var við. Hvað er þá vandamálið? Langflestir af þessum töframönnum hafa lofað svo miklu meiru en þeir geta staðið við. Jafnvel lækningu á MND og krabbameinum alls konar svo ekki sé talað um annað „smotterí“. Þarna eru allt of margir að taka stórfé fyrir eitthvað sem aldrei verður annað en falsvonir hjá þeim veiku. Að einhverjir séu að vekja falsvonir og ræna dauðvona fólk er í mínum huga glæpur sem verður einhvern veginn að koma í veg fyrir. Lægra leggst fólk ekki að mínu mati. Ég hvet alla, sem fá tilboð sem eru of góð til að standast, til að staldra við, aðeins að kanna hvað er á bak við gylliboðin. Við erum flest viti borin og þó okkur séu gerð tilboð á tímum örvæntingar þá er samt rétt að staldra við. Við berum ábyrgð á eigin heilsu og höfum svo margt betra við tímann að gera en að láta aðra hafa okkur að fífli. Við getum gert það sjálf og notið lífsins um leið. Lifið heil! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Sjá meira
Fólk sem mögulega vill vel en með gerðum sínum vekur með mér falsvonir og hefur af mér og miklu fleirum stórar fjárfúlgur. Allt of margir eru fórnarlömb þessara skúrka. Skilningur minn er 100% hjá þeim sem láta glepjast. Hugarástand fólks með lífsógnandi sjúkdóma eða sem orðið hefur fyrir slysi er þannig að við erum auðveld skotmörk. Örvinglun og að grípa hvert hálmstrá er eðlilegur fylgifiskur svona ástands. En við skulum staldra við. Tala við aðra og fá að tala við þá sem hafa læknast. Það er ekki sótt að forríku fólki, eignamiklu fólki eða fólki sem berst mikið á. Nei, það er mest spennandi að viðkomandi sé veikur, helst með enga batavon, með öðrum orðum dauðvona. Alls konar töframeðul eru seld með fullyrðingum um hitt og þetta sem stenst enga skoðun svo ekki sé talað um forrit og vélbúnað sem gerir alla að nýslegnum túskildingi. Það nýjasta í því er fjarlækning, þarf bara hár af viðkomandi, jafnvel bara mynd af honum/henni og vélin sendir bylgjurnar til viðkomandi. Heilu stofurnar eru til með alls konar óhefðbundnum lækningum. Yfirvöld leyfðu þetta með lögum um græðara. „Það er í sjálfu sér eðlilegt að þeir sem haldnir eru alvarlegum sjúkdómi leiti allra ráða til að öðlast bata og séu þá fúsir til að reyna eitthvað sem er utan við hið viðtekna í heilbrigðisþjónustunni.“ Tekið af internetinu úr skýrslu heilbrigðisráðherra um græðara og starfsemi þeirra á Íslandi (lögð fyrir Alþingi á 131. löggjafarþingi 2004–2005). Hvar er eftirlitið? Hver verndar neytandann? Ef einhver þarfnast verndar er það þessi viðkvæmi hópur.Stöldrum við Nú má ekki skilja mig svo að ég sé á móti öllu sem ekki er vísindalega sannað. Ég hef reynt margt af þessu t.d.: Kírópraktor, grasalækna, Bowen-tækni, höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð, heilun, miðla, slökun, nudd alls konar, nálastungur, hómópata (smáskammtalækningar), vítamín, fyrirbænir og núna síðast einhvers lags bylgjumeðferð ásamt miklu fleiru. Ekkert af þessu hefur gert mér vont nema það hefur ekki aukið mikið á veraldlegan auð minn enda flest ekki gefins í svona meðferðum. Flest hefur veitt mér góða slökun og vellíðan á meðan á því stendur og í stuttan tíma á eftir. Það sem ég get mælt með, til vellíðunar og hressingar, en ekki til lækninga, er: Kírópraktor, höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð, heilun, slökun, nudd, nálastungur, grasalæknar í einstöku tilvikum og hómópatar sem ekki nota „geislavélar“ til að breyta sykurpillum í meðul. Aðrir hafa lofað mér meiru en staðið var við. Hvað er þá vandamálið? Langflestir af þessum töframönnum hafa lofað svo miklu meiru en þeir geta staðið við. Jafnvel lækningu á MND og krabbameinum alls konar svo ekki sé talað um annað „smotterí“. Þarna eru allt of margir að taka stórfé fyrir eitthvað sem aldrei verður annað en falsvonir hjá þeim veiku. Að einhverjir séu að vekja falsvonir og ræna dauðvona fólk er í mínum huga glæpur sem verður einhvern veginn að koma í veg fyrir. Lægra leggst fólk ekki að mínu mati. Ég hvet alla, sem fá tilboð sem eru of góð til að standast, til að staldra við, aðeins að kanna hvað er á bak við gylliboðin. Við erum flest viti borin og þó okkur séu gerð tilboð á tímum örvæntingar þá er samt rétt að staldra við. Við berum ábyrgð á eigin heilsu og höfum svo margt betra við tímann að gera en að láta aðra hafa okkur að fífli. Við getum gert það sjálf og notið lífsins um leið. Lifið heil!
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun